Háttsettur hershöfðingi í Bandaríkjunum hefur nýlega varað Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, við því að breski herinn sé ekki lengur talinn vera meðal fremstu herja heims.
Áratuga niðurskurður á hernaðarvörnum Bretlands hafi rýrt bardagagetu landsins. Niðurstaðan... þetta er heil herþjónusta sem hefur ekki getað verndað Bretland og bandamenn þeirra í áratugi. Þetta sé opinbert leyndarmál.
Til dæmis var meirihluti brynvarinna farartækja breska landhersins þess smíðaður fyrir 30 til 60 árum síðan. Bretland er ekki lengur í flokki eitt og Bandaríkin, Rússland, Kína eða Frakkland og er varla í flokki tvö.
Þörfin fyrir Bretland til að nútímavæða her sinn kemur jafnvel á sama tíma og landið hefur heitið því að halda áfram að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn Rússlandi.
Fyrr í þessum mánuði lofuðu Bretland að senda Úkraínu skriðdreka eftir að Kænugarður varð aftur fórnarlamb eldflaugaárása og þar sem harður landhernaður hélt áfram í Donbas-héraði í Úkraínu.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði að hann myndi senda Úkraínu Challenger 2 skriðdreka ásamt fleiri stórskotaliðskerfum í kjölfar símtals við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu á laugardag. En Bretar eru bara ekki aflögufærir. Þeir eiga sjálfir 227 skriðdreka í mismunandi ástandi. Ekki er flugherinn heldur burðugur. Árið 2022 ætti RAF að ráða yfir um 180 orrustuflugvélum 145 Typhoons og 35 af fyrstu röð af 48 pöntuðum af bandarísku herþotunni F-35. Breski flotinn er í besta ástandinu, með tvö flugmóðuskip, 10 kafbáta auk annarra herskipa. Bretar eiga yfir að ráða kjarnaodda og eru þeir í dag um 225 talsins.
Svo við setjum breska herinn í samhengi og tölur, þá segir að árið 2022 voru um það bil 147.980 virkir starfsmenn í hersveitum Bretlands, þar af 80.730 í breska landhernum, 33.300 í Hinum konunglega flugher (e. Royal Air Force), 27.280 í breska sjóhernum (e. Royal Navy) og 6.650 í Konunglegu landgönguliðssveitunum (Royal Marines).
Í öllum helstu átökum sem vestræn ríki hafa tekið þátt í síðastliðna áratugi, hefur Bretland fylgt Bandaríkin eins og lítill boxer hundur, grimmur og tilbúinn í slaginn. En hann er bara ekki bardagafær.
Orð Donalds Trumps, er hann skammaði NATÓ ríkin fyrir lítil framlög til varnarmála, náði ekki bara til Þjóðverja, heldur einnig Breta og alla aðra heri í Vestur-, Austur-, og Suður- Evrópu.
Hermenn breska hersins eru nú við störf í Sómalíu til að styðja fjögur alþjóðasamtök; SÞ, sendinefnd AU í Sómalíu, ESB og beinan stuðning við þjóðarher Sómalíu sem hluti af alþjóðlegri viðleitni til að endurheimta öryggi og stöðugleika á svæðinu.
Þótt Stóra-Bretland hafi yfir að ráða nokkrum herstyrk er einn veikleiki breska hersins að geta ekki baristt á erlendri grund en Bretland hefur reyndar alltaf verið sjóveldi, frekar en landveldi. Þeir geta því lítið skipt sér af stríði á meginlandi Evrópu, ekki frekar en þeir gátu í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem þeir þurftu að fá Bandaríkin og Kanada til að hefja innrásina í Normandí. Jafnvel það skipti ekki sköpun um endalok nasismans í Þýsklandi.
En hvers vegna er breski herinn svona veikur fyrir? Þetta er afleiðing hagkerfis sem hefur verið skilgreint af litlum vexti undanfarinna 15 ára og miklum ójöfnuði síðustu fjögurra áratuga, sem hefur í för með sér hættu ekki aðeins fyrir hagkerfi Bretlands og heldur lýðræði líka. Þetta gerir Bretland að stöðnunarþjóð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 31.1.2023 | 09:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.