Frá upphaf stríðsins í Úkraníu og í raun löngu áður, hefur það vakið athygli að mesta efnahagsveldi Evrópu, Þýskaland, er hernaðarlegur dvergur og alls ófær um að verja sig sjálft.
Pútín sagði núlega að Þýskland væri ennþá hersetið af Bandaríkjunum. Það er kannski ekki rétt en Þjóðverjar eru enn andsettir af afleiðingum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Helmut Smith rak svo kallað "Real Politik" stefnu um langt skeið á kalda stríðsárunum en sú stefna náði bara til efnahagsmála og samskipta ríkisins við önnur ríki.
Þýskaland er í dag huglaus jötunn og feykist fyrir vindinn eftir því hvernig pólitíkin blæs. Sjá má þetta í deilunni um Leopard skriðdrekanna og hvort það eigi að senda þá til Úkraníu. Þjóðverjar eru mjög tvístígandi. Í stað þess að hvetja til friðar, gera þeir ekkert til að laga ástandið, ef eitthvað er, eru þeir að henda sprek á stríðseldinn og stigmagna hann með slíkri sendingu.
En Þjóðverjar kunna enn að búa til öflug vopn en þau eru of fá og viðhaldið á þeim vanrækt. Þeir vöknuðu upp af vondum (friðar)draumi þegar stríðið í Úkraníu hófst. Þeir gerðu ekkert þegar Donald Trump skammaði NATÓ (þar með Þýskaland) fyrir að eyða ekki 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál. En nú eru þeir vaknaðir, tilneyddir. En það eru erfiðleikar.
Þýskaland á í erfiðleikum með að auka varnarkaup sín þrátt fyrir sérstakan 100 milljarða evra (107,2 milljarða bandaríkjadala) sjóð til að koma vopnum og búnaði landsins á ný í staðalgildi eftir áratuga vanrækslu frá lokum kalda stríðsins, að sögn sérfræðinga.
Það var aðeins þremur dögum eftir árás Rússa á Úkraínu 24. febrúar þegar Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði þing þjóðarinnar til að tilkynna áður óþekktar áætlanir um stærstu fjárfestingu frá upphafi til að uppfæra hernaðarbúnað landsins.
Hann sagði að það þyrfti að fjárfesta umtalsvert meira í öryggi landsins til að vernda frelsi og lýðræðið. Markmiðið er skilvirkt, framsækið, háþróaða Bundeswehr (þýska herinn) sem verndar á áreiðanlegan hátt.
Á meðan allir biðu þess að þýsk og önnur alþjóðleg vopnafyrirtæki kepptust strax um slatta af peningunum gerðist í raun ekkert.
Innkaupaferlið flókið
Skrifræðið er að kæfa Þjóðverjanna. Innkaupaferlið er flókið og ákvarðanir um ákveðin vopnakerfi fylgja stefnumótandi og einnig iðnaðarstefnuviðmiðum. Ákvarðanir um ný vopnakerfi eru oft langar og misjafnar.
Sem dæmi um skrifræðið eru áætlanir varnarmálaráðuneytisins um að skipta um gamlar Tornado orrustuþotur landsins sem dæmi um þessi skrifræðisvandamál. Þeir eiga erfitt með að ákvarða arftaka Tornado herþotnanna. Það er ferli sem dregst á langinn, þar sem ákvörðun var einfaldlega ekki tekin af pólitískum ástæðum og ekki af hernaðarlegum ástæðum. Í raun eru þýsk stjórnvöld enn á greiningastigi.
Þrátt fyrir það eru innkaup aðeins rétt hafin þar sem Þýskaland hefur undirritað 10 milljarða evra samning um kaup á 35 bandarískum F-35 orrustuþotum til að koma í stað öldrunarflota Tornado herþotnanna. Hins vegar mun það líða þangað til 2027 áður en þær eru tilbúnar til dreifingar.
Nú verða Þjóðverjar að leggjast á bæn og vonast eftir að stríðið í Úkraníu verði áfram staðbundið og berist ekki til Vestur-Evrópu. Það væri líka viturlegt fyrir þá að girða sig í brók og vera ekki áfram undirlægur Bandaríkjanna og taka sjálfstæða ákvörðun um þýska (evrópska) varnarmálastefnu. Það sama á við Ísland, hætta að sitja á varamannabekknum og halda að það verði aldrei kallað inn á völlinn. Boltinn getur skotist á varamannabekkinn.
Við gætum kannski átt von á að sjá rússneska fánann blaka við húni á Reichstag í stað hins sovéska í náinni framtíð?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 29.1.2023 | 13:25 (breytt kl. 13:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.