Inngangur
Hér ætla ég að birta þýðingu mína á samatekt úr bókinni On Liberty sem David Schultz tók saman og ekki veitir af, þegar ráðamenn þjóðarinnar eru að gera óskundaverk eða óvitaverk í meintri almannnaþágu og þykjast vera að berjast gegn hatursorðræðu. Í lokakaflanum kem ég með hugleiðingar mínar.
Bókin On Liberty (ísl. Um frelsið) frá 1859 eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill setur fram ein áhrifamestu rök sem fram hafa komið í þágu málfrelsis og einstaklingsfrelsis fram yfir ritskoðun og föðurhyggju. Mikilvægi bókarinnar felst í röð öflugra röksemda sem verja frjálst flæði hugmynda á markaðstorgi hugmynda og í þeirri trú að einstaklingar geti best valið lífsstíls val sitt, án afskipta stjórnvalda. Bókin Um frelsið var því innblástur fyrir fyrstu viðauka kenninguna (bandarísku stjórnarskránna).
Mill sagði að einstaklingsfrelsi þyrfti vernd frá stjórnvöldum og fyrir félagslegri stjórn
Að sögn Mills nægir vernd gegn ofríki harðstjórans ekki til að tryggja einstaklingsfrelsi. Einnig er þörf á vernd gegn ofríki ríkjandi skoðana, sem leitast við að bæla niður ágreining og framfylgja samræmi. Aðaláhyggjuefni bókarinnar Um frelsið er að finna leið til að draga mörkin á milli sjálfstæði einstaklingsins og félagslegrar stjórnunar - það er, við hvaða aðstæður er samfélaginu réttlætanlegt að hafa afskipti af lífi einstaklings?
Þessarar spurningar svarar Mills eftirfarandi: Eina markmiðið sem samfélagi er réttlætanlegt, einstaklingslega eða sameiginlega, að trufla athafnafrelsi einhvers úr hópi þess, er sjálfsvernd. Að eini tilgangurinn sem hægt er að beita valdi með réttmætum hætti yfir einhverjum einstaklingi sem er í siðmenntuðu samfélagi, gegn vilja hans, er að koma í veg fyrir skaða annarra. Hans eigin hagur (frá sjónarhorni samfélagsins sem segist vera vernda einstaklinginn gegn honum sjálfum), annaðhvort líkamlegur eða siðferðilegur, er ekki fullnægjandi réttlæting.
Mill mælir gegn föðurhyggju
Kaflar þrjú, fjögur og fimm í Um frelsi eru helgaðir víðtækri röð röksemda gegn föðurhyggju. Í þessum rökum fullyrðir Mill að einstaklingar séu þeirra eigin bestu dómarar um smekk þeirra og óskir og því ætti að leyfa þeim að velja sitt eigið ef þeir ætla að vaxa og dafna sem einstaklingar. Mill heldur því einnig fram að ef samfélagið hefði afskipti, myndi það oft gera það á rangan hátt. Á heildina litið er meginmarkmið þessara hluta að koma á vegg milli einkalífs og opinbers lífs, þar sem samfélagið hefur engan rétt til að blanda sér í einkalífið.
Mill mælir gegn ritskoðun
Kafli 2 í Um frelsi er vörn fyrir hugsunar- og tjáningarfrelsi og rök gegn ritskoðun. Mill færir nokkur rök fyrir tjáningarfrelsi.
- Í fyrsta lagi, vegna þess að enginn veit sannleikann, getur ritskoðun hugmynda verið að ritskoða sannleikann.
- Í öðru lagi er frjáls hugmyndasamkeppni besta leiðin til að finna sannleikann.
- Í þriðja lagi, vegna þess að engin ein hugmynd er summa sannleikans, munu jafnvel þær hugmyndir sem innihalda aðeins hluta sannleikans hjálpa samfélaginu að afla sér þekkingar. Þessi rök gefa til kynna að jafnvel rangar hugmyndir séu verðmætar, vegna þess að þær reyna bæði á sannleikann og koma í veg fyrir að hann renni út í dogma, og vegna þess að þær geta líka innihaldið sannleikasmit sem vert er að varðveita.
Í stuttu máli munu hin öflugu skoðanaskipti hjálpa til við að varðveita einstaklingseinkenni, halda aftur af harðstjórn félagslegra skoðana og leiða leitina að sannleikanum.
Um frelsið hefur verið mikilvægt markaðstorg hugmynda fyrir fyrsta viðauka (stjórnaskráa)
Bókin Um frelsið hefur gegnt hlutverki í mörgum stjórnskipunarréttarkenningum. Hún hefur verið mikilvæg vörn réttar til friðhelgi einkalífs gegn einstaklingsfrelsi, á sviðum kynferðislegs sjálfræðis og við val á lesefni og trúarbrögðum.
En hinn raunverulegi kraftur bókarinnar hefur verið í því að skilgreina fyrsta viðaukann sem markaðstorg hugmynda þar sem sannleikur hugmynda er ákvarðaður ekki með því að beygja sig fyrir stjórnvaldsákvörðun eða ritskoðun, heldur með því að leyfa andófsmenn brenna fána eða krossa, mótmæla eða birta hugmyndir sem ögra ríkjandi rétttrúnaði í samfélaginu. Kannski var besta yfirlýsingin um útfærslu Um frelsið í stjórnarskránni í dómsmálinu West Virginia State Board of Education v. Barnette (1943).
Hæstiréttur Bandaríkjanna, þegar hann felldi lögboðin fánakveðjulög, lýsti því yfir: Ef það er einhver fastastjarna í okkar stjórnskipulega stjörnumerki, þá er það sú að enginn embættismaður, hásettur eða lásettur, getur mælt fyrir um hvað skuli vera rétttrúnaður í stjórnmálum, þjóðernishyggju, trúarbrögðum, eða í öðrum álitamálum.
Slóð: On Liberty
Hugleiðing
Ætla mætti að ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafi aðstoðarmenn til að hjálpa sér við stjórnarstörf en geti einnig leitað til sérfræðinga þegar fengist er við ýmis álitamál. Eflaust á þingsályktunartillaga forsætisráðherra um hatrsorðræðu eftir að ganga í gegnum síu ábendinga og gagnrýni í meðförum þings.
En jafnvel ráðherra sem er ekki menntaður í stjórnmálafræði ætti að kannast við stjórnmálaheimspekinginn John Stuart Mill og hann ætti einnig að fara varlega í að gera atlögu að stjórnarskrávörðum réttindum íslenskra borgara. Svo má geta að skrif Mills um kúgun kvenna er eru talin marka tímamót í þróun feminisma í bók hans Kúgun kvenna 1869.
Einnig gætu íslenskir stjórnmálamenn haft gott af því að kynna sér bandarísku stjórnarskrána sem er fyrst nútíma lýðræðisstjórnarskráin en hún er það vel uppbyggð að hún hefur staðist tímans tönn að mestu en er eins og ég hef margoft komið inn á með viðaukum.
Í stað þess að senda opinbera starfsmenn með valdboði á námskeið um hatursorðræðu (mætti hafa það valkvætt), ættu þingmenn, bæði Alþingismenn og ráðherrar e.t.v. að fara á námskeið (mætti vera valkvætt en ég mæli með skyldumætingu!) að kynna sér grundvöll lýðræðisins, stjórnkerfishugmynda og kenningar stjórnmálaheimspekinga. Íslenska stjórnkerfið er nefnilega meingallað. Fyrsta lýðveldi Íslands er komið að endastöð að mínu mati.
Gott gæti verið fyrir þá einnig að glugga í nokkrar valdar stjórnarskrár þegar þeir ætla að grufla í íslensku stjórnarskránni sem hefur ekki eins og sú bandaríska, staðist eins vel tímans tönn. Fyrsta verkið þeirra ætti að vera að brjóta ekki VII. kafla hennar og ákvæðið um tjáningarfrelsið en þar er hverjum manni tryggður réttur til að tjá hugsanir sínar, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi og síðan er áskilið að ritskoðun og sambærilegar tálmanir á prentfrelsi skuli aldrei í lög leiða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.1.2023 | 16:38 (breytt 12.1.2023 kl. 12:29) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.