Ég hef skrifað ótal greinar um málfrelsi og tjáningarfrelsi almennt. Þetta er bráðnauðsynlegt að gera, því að auðvelt er að taka þessi réttindi af okkur, með stjórnvaldsákvörðun eða ritskoðun samfélagsmiðla og aðra aðila. Svo virðist að það eigi að þvinga fólk til að hugsa pólitískt rétt með "réttum hugtökum".
Nú sýnist mér forsætisráðherra vorr vera kominn á vonda vegferð. Ég hlustaði á viðtal við hana í morgunþætti í útvarpinu og þegar þáttastjórnendur gengu á hana, hvað er hatursorðræða, var fátt um svör og sagði hún að þetta mat byggist á tilfinningu viðkomandi! Það er nú svo að það sem sumum finnst vera mógðun, finnst öðrum ekki og alltaf er þetta persónulegt mat. Forsætisráðherrann virðist ætla að skylda opinbera starfsmenn til að mæta á hatursorðræðu námskeið!
Hins vegar eru til lög um níðskrift og níðtal og þeir sem telja sig verða á barðinu á slíkum skrifum geta kært til dómstóla. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af samskiptum borgaranna og deilum þeirra. Punktur. Borgararnir geta kært hvorn annan ef þeir vilja ef þeir mógðast eða þeir telja sig verða fyrir níði.
Það þekkja allir söguna 1984 eftir George Orwell og hvernig stjórnvöld stjórnuðu hugsunum þegnanna (voru ekki borgarar) með nýyrðum og höfðu eftirliti með gjörðum þeirra. Þegnarnir í skáldsögunni áttu að tala nýlensku. (e. Newspeak) og á í því þjóðfélagi sem hún lýsir að koma í staðinn fyrir gamlensku (Oldspeak), þ.e. venjulega enska tungu.
Nýlenska á að hafa orðfæð að takmarki til að ydda tungumálið að hugsun flokksins, eyða blæbrigðum orða og koma þannig algjörlega í veg fyrir að menn geti upphugsað glæpi (sbr.: hugsunarglæpi). Skammstafanir eru algengar í nýlensku, veigrunarorð (sbr. þungunarrof í stað fóstureyðing) sem og afmáning orða eins og uppreisn og frelsi (sem er andstætt hagsmunum ríkisins). Er íslenskt samfélag og önnur vestræn samfélög orðið Orwellst?
Það er ekki bara það að stjórnvöld ætla að ráða hvernig við tölum, heldur geta þau fylgst með okkur öllum stundum, meira segja í rúmi okkar (ef við höfum farsímann á náttborðinu).
Eftirlitsmyndavélar eru alls staðar, í verslunum, götum, úr gervihnöttum o.s.frv. og andlitsgreiningatæki eru komin á opinberum stofnunum, þannig að það er hægt að handtaka mann á færi ef tækið píppar á mann.
Farsíminn er í raun mesta njósna tæki sem til er (eftirlit 24/7 allt árið um kring) og Orwell hefði ekki getað látið sig dreyma hversu vel stjórnvöld geta fylgst með manni (reyndar var í sögunni eftirlitsmónitor inni á hverju heimili og söguhetjan þurfti að fela sig bakvið skjáinn til að eiga einkalíf). Meira segja heilsa okkar er ekki lengur einkalíf okkar, við erum flokkuð í dilka eftir því hvort við erum bólusett eða ei. Ef við erum ekki bólusett, er t.d. ferðafrelsið tekið af okkur í nafni almannahagsmuna.
Að lokum má geta að í landi hinu frjálsu, Bandaríkjunum, er haturorðræða ekki bönnuð samkvæmt lögum heldur vernduð. Kíkjum á BNA.
Af hverju er hatursorðræða vernduð?
Fyrsta breytingin á stjórnarskránni gerir enga almenna undantekningu fyrir móðgandi, viðbjóðslega eða hatursfulla tjáningu.
Í Snyder gegn Phelps verndaði hæstiréttur Bandaríkjanna í 8-1 dómi hatursfulla ræðu Westboro baptistakirkjunnar þekkt fyrir að hafa gripið til hernaðarlegra útfara með skiltum sem á stóð Guð hatar fagga og Guði sé lof fyrir látna hermenn við mótmæli árið 2006 nálægt jarðarför Matthew A. Snyder, landgönguliða, sem var myrtur í Írak. Alríkisdómstólar vernduðu jafnvel málfrelsi ný-nasista, sem árið 1977 var neitað um leyfi til að ganga í gegnum Skokie, Illinois, þorp þar sem margir fyrrum eftirlifendur helförarinnar bjuggu. (Þrátt fyrir að nasistarnir sigruðu fyrir rétti, fór gangan aldrei fram.)
Eins og FIRE hefur útskýrt margoft áður, missir tal fullorðinna sem frjálsra borgara ekki vernd fyrstu breytingar vegna þess að það er talið hatursfullt. Þetta er vegna þess að hatursorðræða er í sjálfu sér vernduð orðræða, sérstaklega þegar fullorðið fólk talar sín á milli.
Hvenær missir hatursorðræða vernd fyrstu viðauka stjórnaskránna?
Ekki er öll hatursorðræða vernduð af fyrstu breytingunni, þar sem hatursfull tjáning getur fallið undir ákveðna, þrönga flokka óvarins máls eins og:
1) Hvatning til yfirvofandi löglausra aðgerða;
2) Tal sem ógnar eða hvetur til alvarlegra líkamsmeiðinga (sönnuð ógn); eða
3) Tal sem veldur tafarlausri friðarrof (bardagaorð).
Ef hatursfull orðræða fellur undir einn af þessum óvörðu flokkum, þá er hún ekki vernduð af fyrstu breytingunni. Ef hún fellur utan þessara flokka, þá mun ræðan vera áfram vernduð af fyrstu breytingunni í flestum samhengi, með handfylli af öðrum þröngu undantekningum fyrir opinbera starfsmenn og stofnanir.
Til dæmis getur opinber vinnuveitandi agað opinberan starfsmann, eins og lögreglumann eða slökkviliðsmann, sem varpar kynþáttafordómum á borgara meðan hann er á vakt. Sömuleiðis getur embættismaður í opinberum grunnskóla refsað nemanda fyrir að öskra illkvittnislega kynþáttaníð á annan nemanda á ganginum. Embættismenn hjá K-12 stofnunum geta með rökum talið að slíkt tal myndi valda efnislegri og verulegri röskun á skólastarfi og trufla réttindi annarra.
Effectus est ergo: Allt sem stofnar lífi og limum eða samfélagfriði í hættu, nýtur ekki verndar stjórnarskráinnar. Hatursorð og bölv skipta engu máli samkvæmt stjórnarskráinnar.
Vandræðin við að stjórna hatursorðræðu
Fyrsta breytingin veitir mesta vernd fyrir pólitísku tali, bannar mismunun á málflutningi á grundvelli mismunandi sjónarmiða (að fólk geti ekki bannað annað fólk að tjá skoðun sína sem fer í bága við þess eigin) og bannar almennt setningu óljósra eða víðtækra laga sem hafa áhrif á málfrelsi. Lög mega ekki sópa of vítt og verða að skilgreina lykilhugtök þannig að ræðumenn viti hvenær mál þeirra fer yfir strikið í ólögmæti. Þetta virðist forsætisráðherrann ekki skilja og greinilegt er að hún hefur ekki íhuga vandlega hvað hún er að leggja til.
Effectus est ergo: Ómögulegt er að finna mörkin hvar haturorðræðan liggur, ekki má byggja á tilfinningu, heldur skilgreinum hugtökum.
---
Margir vísir menn hafa í gegnum árþúsundin varið málfrelsið, stundum misst frelsi sínu eða lífi.
Hér ætla ég að vísa í fræg ummæli þeirra um réttinn til tjáningarfrelsi:
Socrates: "Fólk krefst málfrelsis til að bæta upp hugsunarfrelsið sem það forðast."
S.G. Tallentyre, Vinir Voltaire: Ég hafna því sem þú segir, en ég mun verja rétt þinn til dauða til að segja það."
George Washington: Ef tjáningarfrelsið er afnumið, þá gætum við, mállaus og þögul, verið leidd eins og sauðir til slátrunar."
: Sá sem vill kollvarpa frelsi þjóðar verður að byrja á því að hamla málfrelsinu."
Soren Kierkegaard: "Fólk krefst málfrelsis sem bætur fyrir hugsunarfrelsið sem það notar sjaldan."
Winston Churchill: "Allir eru hlynntir málfrelsi. Það líður varla sá dagur án þess að það sé lofað, en hugmynd sumra um það er sú að þeim sé frjálst að segja það sem þeim sýnist, en ef einhver annar segir eitthvað til baka er það hneykslan."
Noam Chomsky: "Ef við trúum ekki á tjáningarfrelsi fyrir fólk sem við fyrirlítum, þá trúum við alls ekki á það."
Jordan B. Peterson: "Til þess að geta hugsað þarftu að hætta á að vera móðgandi."
Að lokum, allar tækniframfarir og framfarir í hugsun byggist á málfrelsinu. Engin tilviljun að vestræn ríki sigra alltaf einræðisríkin hvað varðar framfarir á öllum sviðum. Frjáls hugsun byggist á málfrelsi (frjálst tal), skoðanafrelsi(frjálsa hugsun), félagafrelsi og fundafrelsi (samkoma hvers konar).
Svo er prentfrelsi sem er hluti af málfrelsinu og skoðanafrelsi. Mér sýnist það verið að vega að bæði málfrelsinu og skoðanafrelsinu í þessu samfélagi.
Lengi lifi málfrelsið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.1.2023 | 18:47 (breytt 11.1.2023 kl. 13:56) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Guðmundur, ertu að tala um guðslast?
Birgir Loftsson, 11.1.2023 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.