Nú er í umræðunni nýyrði sem á taka upp í íslenskunni og það er eitt orð sem fer fyrir brjóstið á mörgum en það er nýyrðið fiskari sem á að koma í stað hugtakið sjómaður. Það síðarnefnda er gamalgróið orð en nýyrðið er í raun slanguryrði sem kemur úr norsku og dönsku og var notað á Íslandi fyrir 2-3 öldum síðan. Grínistar hafa hent gaman að þessu og komið með mörg fyndin orð, eins og lagari (lögfræðingur), löggari (lögreglumaður) o..s.frv.
En á meðan menn gleyma sér í smáatriðunum varðandi ný orð, þá eru ekki margir sem átta sig á að hér er á ferðinni Velvakanda hreyfing (e. Woke movement) sem er hluti af ný-marxistanum en ætlunin er að breyta samfélaginu með nýyrðum samkvæmt kenningunni.
Það er eiginlega ekki til gott orð yfir woke (bókstafleg merking er það að vera vakandi). Velvakandi gæti verið gott orð, sbr. Velvakandi í Morgunblaðinu forðum. Mörg orð hafa komið inn sem hafa skipt um inntak og hugsun varðandi ýmis álitamál.
Gott dæmi um nýyrði er þungunarrof, sem kemur í stað fóstureyðing. Það sjá allir að síðara hugtakið er beinskeytt og er ekki af skafa utan af hlutunum en nýyrðið er hliðrunarorð. (Þungunar)rof gæti þýtt endir en möguleiki er á að taka upp þráðinn síðar, sem er ekki hægt í þessu tilfelli. Það þyrfti því að finna betra orð en þungunarrof, ef menn vilja ekki nota hugtakið fóstureyðing.
Hvað um það, þeir sem eru unnendur málfrelsis eru ekki alveg sáttir við að láta stýra orðum sínum og þar með hugsunum sínum.
Sum gömlu hugtakanna eru lítillækkandi og ekkert að því að búa til ný hugtök sem eru jákvæðari en þau mega ekki breyta merkingu orðanna. Best er að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu og fólk almennt sé sammála um hvaða hugtök eigi að koma, ef á annað borð á að skipta um hugtök. En valdboð að ofan, að ríkið sé að stjórna hvaða hugtök komi inn í orðaforðann kann ekki góðri lukku að stýra.
Orð verða yfirleitt til í daglegu máli, oft sem slanguryrði og ef þau eru vel heppnuð lifa þau af með hefðinni. Önnur ekki. Allir eða flestallir verða að vera sammála um nýyrðin, annars er hætt á deilum og sundrungu.
Flokkur: Bloggar | 10.1.2023 | 09:47 (breytt kl. 10:13) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
- Friðbert í Heklu eignast Stillingu
- Vilja innleiða starfsgetumat
- Tíminn hjá Hibernia ævintýralegur
- Nanitor á topplista yfir tölvuöryggi
- Icelandair tapaði tæpum 2,8 milljörðum í fyrra
Athugasemdir
Þetta fiskara-orð fer ekkert í taugarnar á mér. Þótt það sé gamalt slanguryrði, vel að merkja er það nógu hallærislegt til að ryðja ekki hinu rótgróa orði í burtu, sjómaður. Ég get ekki alveg ímyndað mér að allir sjómenn framtíðarinnar sætti sig við að vera kallaðir fiskarar, því það er svo snubbótt og óvirðulegt. Ég hef tekið eftir því að það er kynjaskipting á notkun á þessum woke-orðum, ungar konur nota þetta mest, sem eru undir áhrifum frá kennslustundum í menntaskólum í kynjafræði eða einhverju slíku. Ég held að flestir láti sér fátt um finnast.
Erfiðara er að þýða woke-orðið. Ég kom með eitthvað nýyrði í fyrra sem ég man ekki hvernig hljómaði. Jú, ég sneri þessu uppí andhverfu sína og kallaði þetta steinsofandi kynslóðina. Eins og þú kemur inná í pistlinum þá er það einkenni á þessum "frelsurum" að breytingar eru réttlættar með jákvæðum orðum sem fá síðan neikvæðar merkingar.
Vælukynslóðin finnst mér hitta í mark yfir woke-kynslóðina.
En nú ætlar fólk að breyta öðru fólki með því að breyta hugtökum.
Ég horfði á Hringbraut í gær. Ólína Þorvarðardóttir hitti í mark þegar hún sagði að málhefðir ætti að vernda alveg eins og náttúruna. Hún sagði að annars væri menningin í hættu. Að breyta kynjum orða er verra en þetta fiskara-orð, og að hætta að nota orðið maður yfir konur og menn. Lítið verður eftir af eðlilegri íslenzku ef bara hvorugkynið stendur eftir!
Það er gott hjá þér að mótmæla þessu. Mér finnst stundum eins og woke-fólkið brengli málið viljandi.
Ingólfur Sigurðsson, 10.1.2023 kl. 10:26
Þetta orð "fiskari" kemur fyrir á einum stað í umræddum lögum, það er í hugtakaskilgreiningu:
"Fiskari er hver sá eða sú sem starfar eða er ráðinn eða ráðin til vinnu á fiskiskipi, þ.m.t. þau sem eru ráðin upp á aflahlut. Hafnsögumenn, löggæsluaðilar, aðrir aðilar í fastri þjónustu hins opinbera, starfsmenn í landi sem sinna störfum um borð í fiskiskipum eða eftirlitsmenn með fiskveiðum teljast ekki vera fiskarar."
Alls staðar annarstaðar í lögunum eru notuð rótgróin orð sem við erum flest vön að nota eins og sjómaður, stýrimaður, vélstjórnarmaður, matsveinn o.s.frv.
Málið er ekki stærra en svo.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2023 kl. 13:11
Takk fyrir innlitið Ingólfur og Guðmundur. Það sem ég er að reyna að segja er að þá á að breyta samfélaginu, með góðu eða illu, og byrja á máli fólks. Þvinga á fólk til að hugsa pólitískt rétt með "réttum hugtökum". Ég er ekki búinn að skrifa um þetta, sjá næstu grein mína. Lifi málfrelsið!
Birgir Loftsson, 10.1.2023 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.