Um greinina "Varnarstefna fyrir Ísland?"

Það er allt í einu komin hreyfing á umræðuna um varnarmál Íslands. Friðrik Jónsson skrifar um þetta í Vísir, sjá slóðina: Varnarstefna fyrir Ísland?

Hann segir eftirfarandi: "Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“.

Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti."

En hvað er Friðrik að segja á mannamáli? Hér er Friðrik í raun að tala um hermálapólitík (en þar sem við eigum engan her, verður þetta hér varnarmálapólitík). Burtséð frá pólitík, þá er þörf á fræðilegum og stofnanalegum grundvelli til að framfylgja slíka pólitík. Þar kemur inn stofnun eða ráðuneyti, ekki vanbúin skrifstofa í Utanríkisráðuneytinu en varnarmál eru bæði innanlands- og utanríkismál í samhengi stofnana ríkisins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef við yfirgefum ekki alla svona hugsun, verður aldrei aftur neitt ljós á landinu.

Guðjón E. Hreinberg, 7.1.2023 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband