Það er þannig með trú að hún er enginn námundarreikningur, annað hvort trúir maður eða ekki. Ef ekki, þá er engin trú, bara efahyggja sem er veraldarhyggja.
Svo er það stefna þjóðkirkjunnar sem stefnir beina leið niður og endar sem sértrúarhópur, allir sjá það og gera ekki neitt. Hún á ekki einu sinni málsvara á Alþingi, Sjálfstæðisflokkurinn er of upptekinn við boðskap woke menningar og leyfir niðurrif kristinnar fræðslu í skólum landsins.
Biskupar Íslands hafa reynst breiskir menn og sá þarsíðasti af kyni karla, ansi breiskur. Laga átti málið með að skipta um kyn á biskupi, en eins og með aðrar woke aðgerðir, gekk það ekki upp. Það þarf nefnilega að velja rétta persónu sem er leiðtogi, ekki eftir kyni, til að snúa skútunni við.
Þjóðkirkjan í dag virðist elta allar stefnur og kenningar, sama hversu fáranlegar og tímabundnar þær eru og vinna í raun gegn hagsmunum stofnuninnar. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir framtíð hennar.
En í stað að eltast við tískustrauma í stefnum, mætti hún samt sem áður taka aðeins til innandyra og minnast þess að kristin trú er boðunartrú. Ekki tala um þöggun um Guð, því hver er það sem á boða boðskap hans? Er kirkjan ekki að standa sig í stykkinu og sérstaklega leiðtogi hennar? Að standa í ístaðinu einu sinni gæti verið gott. Það ber enginn virðingu fyrir einhvern sem veit ekki sitt rjúkandi ráð og hleypur út og suður til að þóknast öll og þar með engum. Meiri virðing er borin fyrir þá sem er staðfastir, sem við þó kannski teljum hafi rangt fyrir sér...eða ekki. Sannfæring skiptir öllu máli.
Ef fólkið kemur ekki (og það gerir það ekki ef það fær enga fræðslu í kristinfræði í skólum landsins), þá að fara til þess, líkt og mormónar eru duglegir við. Senda trúboða út af örkinni. En ég held að Þjóðkirkjan sé orðin of mikið stofnun en lifandi trúfélag til þess.
Kirkjan mætti svara djúpum spurningum sem menn eins og Frank Turek svarar. Hann mætir öllum, múslimum, Votta jehóva, Mormónum o.fl. og tekur rökræðuna við þessa hópa. Nútímamaðurinn er nefnilega vel menntaður og þarf dýpri svör. Og kristni getur gefið þessi svör, vegna þess að kristnir menn tóku inn háspeki fornaldar inn í kenningisetningar sínar.
Töku eitt dæmi um guðfræðing sem færir kristna trú upp á heimspeki planið og inn í nútímann. Frank Turek (fæddur nóvember 20, 1961) er bandarískur afsökunarfræðingur (e. apologist), rithöfundur, ræðumaður og útvarpsstjóri. Hann er best þekktur sem stofnandi og forseti Kristna afsökunarráðuneytis - CrossExamined.org. Turek skrifaði tvær bækur (Legislating Morality and I Don not Have Enough Faith to Be an Atheist) með kristna heimspekingnum Norman Geisler. Auk þess hefur Turek skrifað tvær eigin bækur (Correct, Not Political Correct and Stealing from God).
Turek stýrir spjallþætti sem kallast CrossExamined hjá American Family Radio. Turek heldur einnig eigin sjónvarpsþætti, I Don not Have Enough Faith to Be an Atheist, sem er sýndur á NRB Network.
Sjá hér slóð um Frank Turek þar sem hann tekur rökræðuna við Votta Jehóva: Frank Turek og Votta Jehóvar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál | 27.12.2022 | 11:59 (breytt kl. 12:34) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.