Hvers vegna í ósköpunum er RÚV ennþá til?

Þessi spurning vaknar þegar maður pælir í fjölmiðlaumhverfinu í dag. Hér eru til einkareknir fjölmiðlar sem hafa stórkostlega góða dagskrá, svo sem N4, Stöð 2, og Hringbraut, Bylgjan, Útvarp saga og fleiri. Allt fjölmiðlar með íslenskt efni og sumir bara með íslenskt efni með bestu gæðum. Talandi ekki um netið sem gefur kost á að fylgjast með öllum fjölmiðlum heims.

Og þeir sem eiga að vera verjendur frjálsa markaðins, Sjálfstæðisflokkurinn, er aðeins að íhuga að taka RÚV af auglýsingamarkaði, ekki að leggja fjölmiðlinn niður.Hugleysi er þetta.

RÚV gegnir engu öryggishlutverki í dag, hefur lélega dagskrá (mestmegið enskumælandi efni) og það þrátt fyrir að hafa 7 milljarða í meðgjöf árlega. Fréttastofan bullandi hlutdræg og með aðalþul sem hefur verið í hlutverkinu síðan 1977! Einn maður hefur ráðið sýn Íslendinga til umheimisins í næstum hálfa öld og lengi vel eina sýnin þar til Stöð 2 tók til starfa.

Ég sem frjáls einstaklingur, er neyddur með valdboði að borga árlega til RÚV, hvað er það núna, 18 þúsund krónur? Og allir hinir á heimilinu eldri en 18 ára líka. Þetta er töluverður peningur ef hugsað er út í það.

Það er alveg ótrúlegt að aldrei er skorið niður á RÚV, líka í kreppum, en hægt er að skera niður fjárveitingar til vegaframkvæmda, sjúkrahús og aðra innviði.

Fyrir 7 milljarða er hægt að gera marga hluti. Sem dæmi er hægt að bora ein jarðgöng árlega, eyða biðlista eftir skurðaðgerðum o.s.frv.

Ef ríkisvaldið vill endilega fara ofan í vasa mína og þína, af hverju ekki að hafa þann valkost að við ráðum hvaða fjölmiðill fái peninginn? Líkt og við ráðum til hvaða trúfélags (sem og háskóla) við borgum til.

 

RÚV hverfi af markaði og umfang skorið niður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vertu Birgir.

Ég er sammála þér, en vil þó margfalda það og bæta við.

RÚV er mögulega stofnun sem gegnir sama hlutverki og t.a.m. kommúnistaflokkar í austri og Reuter, BBC og hinir bandarísku risarnir í vestri, hvort sem þeir heyra undir Rothschild eða aðra samsvarandi gyðingaklíku.

Stjórnmálaöflin hér eru öll sammála um að viðhalda þessari stofnun, þó erfitt sé að fá einhver haldbær rök fyrir því og spaugilegt er að mínir vinstrisinnuðu félagar kvarta yfir að RÚV sé stjórnað af Sjálfstæðisflokknum, en þeir hægrisinnuðu af félögunum kenna helvítis vinstra liðinu um ófögnuðinn.

Allavega mætti tafarlaust loka skrímslinu með Gísla Marteini og öllu klabbinu, en gjarna viðhalda Rás 1 og Sjónvarpinu með fréttastofunni frekar svipaðri en auðvitað án auglýsinga, aðrar en nauðsynlegar upplýsingar fyrir okkur borgarana.

Efstaleytið mætti selja undir annan rekstur á borð við hótel eða hjúkrunarheimili, því eftir rökrétt aðhald mætti t.d. koma rekstrinum fyrir á svona tveim hæðum hjá Orkuveitunni.

Jónatan Karlsson, 18.12.2022 kl. 11:30

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan og takk fyrir innlitið. Útgangspunktur minn hér er í raun sá sami og öllum greinum mínum um fjármál, Ríkið á bara að sinna nauðsynlegri samfélagsþjónustu. Punktur.

Maður myndi halda að kommúnistataríki ein væru með RÍKISfréttir en ekki frjálst lýðræðisríkið með málfrelsi sem tjáð er i gegnum margvíslega fjölmiðla. 

Birgir Loftsson, 18.12.2022 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband