Ég hef skrifað tvær greinar um sagnfræði í röð og nú bætist sú þriðja við. Þessi grein er meira tengd fyrri greina sem ber titilinn Sagnfræði prófisor úti á túni. Þar gagnrýndi ég bókina Á sögustöðum.
Seinni greinin var almenn gagnrýni á söguskoðun sumra sagnfræðinga innan sagnfræðideildarinnar, en að sjálfsögðu fara ekki allir sagnfræðingar þar innandyra undir sama hattinn. Það væri ósanngjarnt. Fyrir utan að stétt sagnfræðinga er nokkuð fjölmenn og margir þeirra starfandi utan háskólasamfélagsins og allir með einstaklingsbundnar skoðanir.
Í þessari þriðju grein er útgangspunkturinn fyrirlestur Helga Þorlákssonar, sem fór fram fimmtudaginn 8. desember í Lögbergi og heitir Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar. Ég missti af þeim fyrirlestri og útgáfu samnefndrar bókar, þar til ég sá höfund kynna hana í Silfrinu. Hvað um það. Á vef Háskóla Íslands kynnir prófessorinn emeritus innhald fyrirlestursins. Sjá slóðina: Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar
Þar segir: "Fyrirlesari telur að kaþólsk kirkja og kaþólsk trú á miðöldum séu sérstaklega vanækt eða mistúlkuð í sögu fjögurra af stöðunum sex og rekur það til hinnar gömlu söguskoðunar. Hann ræðir einkum um Þorlák helga og Skálholt og Odda, biskupinn og dýrlinginn Guðmund góða og Hóla og Ólaf helga og Þingvelli. Fyrirlesari telur að dýrlingarnir Þorlákur og Guðmundur séu ekki aðeins að miklu leyti vanæktir í umfjöllun um tilgreinda staði heldur njóti þeir lítt sannmælis. Um verndardýrling Þingvalla, Ólaf helga, hefur ríkt þögn. Fyrirlesari grefst fyrir um það af hverju umfjöllun um dýrlingana Guðmund og Þorlák er eins og nefnt var og þögn ríkir um Ólaf og tengir við söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar."
Hér er Helgi að ræða um "hina gömlu söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, sem svo hefur verið nefnd, og fyrirlesari telur að móti skilning landsmanna almennt á hinum merku og þekktu sögustöðum sem einkum er fjallað um í bókinni; þeir eru sex, Bessastaðir, Skálholt, Oddi, Reykholt, Hólar og Þingvellir. Bókin er tilraun til að koma að gagnrýni á hina gömlu söguskoðun með því að tiltaka einstök þekkt dæmi um hvernig hún mótar skilning á sögu staðanna sex."
Byrjum á það auðljósasta, hvers vegna er verið að gagnrýna "söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar", þegar þeir sem skrifuðu þá sögu eru löngu fallnir frá og rétt eins og ég hef bent á, hefur orðið bylting í sagnfræðinni á þessum 104 árum sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki. Uppgjörið hefur átt sér stað. Punktur.
Hinn punkturinn sem Helgi tekur fyrir er athyglisverðari. Og hér kemur að eina atriðinu sem við erum sammála um, verndardýrlingur Þingvalla, Ólafur helgi, er að nokkru leyti gleymdur nútímafólki. Þetta er athyglisvert í ljósi aðdáunar Færeyingja á sama kappa en á íslensku Wikipedíu segir:
"Ólafsvaka er þjóðhátíð Færeyja. Ólafsvaka er haldin hátíðleg 28. og 29. júlí ár hvert en 29. júlí er dánardagur Ólafs Haraldssonar og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Ólafur féll í orrustunni við Stiklastað í Noregi árið 1030. Ári seinna var Ólafur Haraldsson tekinn í dýrlingatölu og fékk nafnið Ólafur helgi. Dánardags hans hefur verið minnst í tæp þúsund ár. Þennan dag er Færeyska lögþingið jafnan sett á ári hverju." Ólafur er mjög tengdur valdatöku Noregs í Færeyjum sem er miðuð við 1035 er Þrándur í götu lést.
Kannski er Snorri Sturlusyni fyrst um að kenna en í Heimsskringlu er hann kallaður Ólafur hinn feiti eða réttara sagt digri. "Ólafur konungur hinn digri snýr austur með landi..."
En íslensku kaþólikkarnir fram til 1550 hafa ekki gleymt honum og reist honum líkneski. Hann var því ekki vanræktur, hvorki í Færeyjum og Íslandi fram til siðaskipta. Siðaskiptin skiptu miklu máli um framhaldslíf dýrlinga á Íslandi sem var ansi lítið enda landið orðið mótmælendatrúar en sögur þessara kappa lifðu þó í fornbókmenntunum næstu aldir.
Af hverju við ræðum ekki meira um verndardýrling Þingvalla, Ólaf hinn helga, veit ég ekki. Ekki þvældist hann fyrir sagnfræðinga aldamótanna 1900. Kannski af því að hann var Norðmaður og afskiptasamur um málefni Íslands og Færeyja, eða kannski vegna þess að Þingvellir eru ekki lengur þingstaður Íslendinga. Ef til vill væri minning hans meira á lofti ef Alþingi Íslendinga væri staðsett á Þingvöllum.
Hinn dýrlingurinn Þorlákur helgi er ekki vanræktur. Í hinu lúterska ríki samtímans, er haldið upp á Þorláksmessu síðari og hún beintengd við jólahald mótmælenda á Íslandi. Þorláksmessa er dánardagur Þorláks Skálholtsbiskups Þórhallssonar, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn og er hann eini dýrlingur Íslendinga. Eini íslenski dýrlingurinn viðurkenndur af kaþólsku kirkjunni, Þorlákur Þórhallsson sem Þorláksmessa er kennd við. Að auki telst Jón Ögmundsson helgur maður.
Jóhannes Páll páfi annar hafði fyrir því að koma hingað til Íslands og staðfesti helgi íslenska dýringsins Þorlák það árið 1987 ef ég man rétt en ég hitti hann sjálfur í tvö skipti. Í postullegu bréfi Jóhannesar Páls II. páfa dagsettu 14. janúar 1984, staðfesti stjórnardeild sakramenta og guðrækni, "að hinn heilagi biskup Þorlákur sé verndardýrlingur íslensku þjóðarinnar hjá Guði". Þannig að Þorlákur verður seint gleymdur og grafinn af Páfagarði né þeim fjölmörgu kaþólikkum á Íslandi.
Að auki teljast Jón Ögmundsson og Guðmundur Arason vera helgir menn sem er skrefið undan því að vera dýrlingar. Hvers vegna Helgi Þorláksson segir að Guðmundur sé dýrlingur í fyrirlestri sínum er mér hulin ráðgáta. Nafn hans er enn haldið á lofti, enda til ótal þjóðsögur um hann og skrifuð var sérstök saga um hann. Fáum við t.a.m. ekki vatnið okkur úr Gvendabrunnum í Heiðmörk?
Hvað með "sjálfstæðishetjur" Íslendinga í siðbreytingarbaráttunni, biskupanna Ögmund Pálsson og Jón Arason. Er þeirra minning eitthvað meira haldið á lofti?
Niðurlag
Helgi segir að Þorlákur og Guðmundur njóti lítils sammælis. Því getur ekki verið fjarri sanni eins og ég hef rakið hér að ofan. Hann hefur aftur á móti eitthvað fyrir sér um Ólaf hinn helga. Ástæðan gæti verið einhver af þeim sem ég hef hér rakið hér að ofan. En því fer samt víðs fjarri að hann sé gleymdur eða hunsaður á Íslandi þótt aldarmótamenn hafi kannski ekki haldið sérstaklega upp á hann. Íslenskir kaþólikkar hafa ekki gleymt honum. Engin sérstök breyting á söguskoðun á Ólafi er þörf. Bara að kenna Íslandssöguna meira í grunn- og framhaldsskólum. Það er eiginlega til skammar hvað íslensk börn vita lítið um eigin sögu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 13.12.2022 | 20:50 (breytt 18.12.2022 kl. 14:07) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.