Grunnástæður falls Rómaveldis

Það eru margar ástæður fyrir að ríki falli eða þjóð hverfi úr sögunni. Hér koma nokkrar af mörgum öðrum ástæðum fyrir falli Rómaveldis sem heimsveldi. Þótt vestrómverska ríkið hafi fallið tæknilega séð 476 e.Kr., hélt austrómverska ríkið áfram að lifa í aðeins breyttu formi næstu þúsund árin og kallaðist það býzantíska keisaradæmið eða bara Býsantríkið.

Kíkjum á þessi einkenni eða ástæður fyrir fallinu og athugum hvort við sjáum ekki líkingu við það sem er að gerast í dag. 

Hver ástæða vegur misþung í fallinu. Ég tel að opin landamæri hafi vegið þyngst, því að fólkið sem Rómverjar „hleyptu“ inn í Vestur-Evrópu, Germannarnir, settust að innan landamæra Rómveldis, ýmis í óþökk valdhafanna eða með semingi. Þeim var aldrei beint boðið. Þessir hópar eða réttara sagt þjóðflokkar, héldu sín einkenni, trú, tungu og menningu, urðu jaðarsamfélög. Og þegar rétta tækifæri gafst, þegar eitthvað bjátaði á í stjórn ríkisins, fóru þessir hópar af stað og eyðilögðu ríkið innan frá. Besta dæmið um þetta er fall Bretlands (sjá fyrri grein mína).

Aðrir miklir áhrifavaldar voru spilling innan samfélagsins (stjórnmálelítunnar) og skortur á þrælum. Það að þetta mikla menningar- og tæknisamfélag skuli ekki hafa þróast úr notkun vinnuafls dýra og manna yfir í vélvæðingu, þýddi að samdráttur varð þegar þrælarnir hurfu úr sögunni.  Evrópubúar leystu þennan vanda á 18. og 19. öld með iðnbyltingar og vöxturinn hélt áfram.

1. Opin landamæri.

Sjá hér að ofan skýringu mína. Rómverjar höfðu ekki stjórn á innflæði útlendinga inn um landamærin og fjöldi þeirra var þeim ofviða.  Getum við ekki séð þetta sama gerast í nútímanum? Er ekki ákveðið áhlaup á landamæri Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í gangi? Þessi tvö fjölþjóðasvæði ráða ekki við ásóknina, afleiðing er engin samlögun innflytjenda og þeir mynda jaðarsamfélög. Rómverjum gekk samt ágætlega fram á 3. öld að samlaga nýja hópa og lönd að menningu sinni.

2. Spilltir stjórnmálamenn.

Stjórnmálamenn hafa á öllum tímum verið spilltir og er það fylgifiskur græðgina í völd og áhrif.  En það getur keyrt í þverbak umfang spillingar innan samfélags. Þegar einræðið ríkir eins og í Rómaveldi, þegar Öldungadeildin var í raun valdalaus og hún aðeins notuð til að sanka að sér auðæfi og keisarinn fékk lítið sem ekkert aðhald af jafningjum, þá er leiðin greið fyrir spillingarsamfélag. Sjá má þetta víðsvegar um heim í dag, besta dæmið um gjör spillingu valdsins er einræðisríkið Norður-Kórea og annars staðar í mismiklu mæli.

Ef umfang Rómaveldis gerði það að verkum að það var erfitt að stjórna því, þá var ómarkviss og ósamkvæm forysta aðeins til að magna vandamálið. Að vera rómverskur keisari hafði alltaf verið sérstaklega hættulegt starf, en á hinni stormasömu annarri og þriðju öld varð það næstum dauðadómur.

Borgarastyrjöld kom heimsveldinu út í glundroða og meira en 20 menn tóku hásætið á aðeins 75 árum, venjulega eftir morð á forvera þeirra. Lífvarðasveitirnar - persónulegir lífverðir keisarans - myrtu og setti nýja valdhafa að vild og bauð einu sinni jafnvel stöðuna upp til hæstbjóðanda. Pólitísk rotnun náði einnig til rómverska öldungadeildarinnar, sem tókst ekki að demba óhóf keisaranna vegna eigin víðtækrar spillingar og vanhæfni. Eftir því sem ástandið versnaði dvínaði borgarastoltið og margir rómverskir borgarar misstu traust á forystu sinni.

3. Missir sameiginlegs tungumáls.

Tungumál er sá þáttur menningar sem sameinar fólk. Það að geta tjáð sig við samborgara sína án erfiðleika leiðir til þess að það finnur til skyldleika og sameinar það. En svo var ekki lengur fyrir að fara í Rómaveldi. Í sjálfri höfuðborginni var töluð tugir tungumála og í héruðunum og latína var ekki lengur aðaltungumáli, heldur einnig gríska. Í Vestur-Evrópu var töluð latína en í austurhlutanum aðallega gríska. Þetta atriði eitt, hjálpaði til við klofning ríkisins í tvennt. Grískan varð ofan á í Býsantríkinu.

4. Velferðarríkið.

Hér er ekki að vera að tala um velferðarríki í nútímaskilningi. Í Rómaveldi útveguðu yfirvöld íbúum ókeypis eða ódýrt mat og skemmtanir, kallað „brauð og sirkusar“, til að halda lýðnum hlýðnum og rólegum. Í Róm sáu borgaryfirvöld til dæmis til þess að útvega ódýrt korn frá Egyptalandi.  Aðgangur að baðhúsum var til dæmis ókeypis eða ódýr.  Ríkisstjórn Rómaveldis útvegaði ókeypis eða ódýrt korn fyrir hina fátæku sem kallaðist „korndæla“. Þetta notuðu stjórnmálamenn til að ná vinsældum hjá lágstéttinni.  Það var gjald fyrir að komast í almenningsböð. Gjaldið var almennt frekar lítið svo jafnvel fátækir höfðu efni á að fara. Stundum voru böðin ókeypis þar sem stjórnmálamaður eða keisari borgaði fyrir almenning fyrir að mæta. Hið dæmigerða rómverska bað gat verið nokkuð stórt með mörgum mismunandi herbergjum.  Læknisþjónusta var fyrir hendi o.s.frv. Velferðin kostaði sitt en ekki er hægt að segja að þetta hafi spilað stóra rullu í falli Rómar, því að engin skylda var að bjóða ókeypis upp á hluti. En lokaorðið er að þarna var til lausagangs lýður sem vann ekki fyrir sig og seldi sig hæstbjóðanda. Siðferði og geta / vilji (sem hermenn t.d.) til verka var lítil

5. Ofbeldisfullar skemmtanir.

Opinber ofbeldissýning var aðallega notuð sem uppspretta skemmtunar í miðstöðvum rómverskra samfélaga. Auglýst grimmd, ofbeldi og dauði voru notað til að styrkja félagslegt skipulag, sýna vald, helga samfélagslegt stolt og einingu.

Ofbeldið var  með öðrum hluti daglegs lífs rómverska borgarans. Hann gat séð með berum augum dráp á fólki og dýrum í næsta hringleikahúsi.  Við nútímamenn lítum á þetta með hneykslun, að skemmta sér yfir drápum á fólki en samt horfum við á í sjónvarpi dráp á fólki án þess blikna augum. En þeir sem drepnir voru, skylmingaþrælar voru glæpamenn eða stríðsfangar sem drepa átti hvort sem er en þarna fengu þeir tækifæri til að berjast til frelsis.

6. Hnignun siðferðis - Kristni og tap hefðbundinna gilda.

Hnignun Rómar féll saman við útbreiðslu kristninnar og sumir hafa haldið því fram að uppgangur nýrrar trúar hafi stuðlað að falli heimsveldisins. Mílanótilskipunin lögleiddi kristna trú árið 313 og varð síðar ríkistrú árið 380. Þessar tilskipanir bundu enda á alda ofsóknir, en þær gætu einnig hafa rýrt hið hefðbundna rómverska gildiskerfi. Kristni færði hina fjölgyðilegu rómversku trú, sem leit á keisarann sem guðlega veru, á aðra braut, og færði einnig áherslu frá dýrð ríkisins og yfir á einn guðdóminn sem var ekki þessa heims. Á sama tíma tóku páfar og aðrir kirkjuleiðtogar aukið hlutverk í pólitískum málum og flæktu stjórnsýsluna enn frekar. Sagnfræðingurinn Edward Gibbon á 18. öld var frægasti talsmaður þessarar kenningar, en síðan hefur skoðun hans verið harðlega gagnrýnd. Þótt útbreiðsla kristinnar trúar gæti hafa gegnt litlu hlutverki í að hefta rómverska borgaradyggð, halda flestir fræðimenn því fram að áhrif hennar hafi dofnað í samanburði við hernaðarlega, efnahagslega og stjórnsýslulega þætti.

7. Minnkuð frjósemi.

Ekki er verið að tala um dvínandi frjósemi í hefðbundum skilningi, heldur meira viljaleysi til barnseigna. Það vill fylgja þróuðum borgarasamfélögum, minni vilji kvenna til barnseigna og geta þeirra til þess að verða ekki óléttar með getnaðarvörnum. Sjá má þetta í dag, að þegar konur flytja í borgir og þær menntast, fækkar börnum sem þær eignast. Bestu hermennirnir voru oftast bændasynir en borgaralýðurinn síðri.

8. Útbreitt barnaníð og annar níðings skapur.

Við leggjum að jöfnu kynferðislegt siðferði Rómverja við seinna og eftir lýðvelditímann sem afleiðing af hnignun siðferðis innan menningarinnar.

Grikkir gerðu lítið úr þessari barnaníði í forklassískum og forklassískum tímum, sem og einnig undarlegum kynlífsathöfnum.

Nú á dögum er verið að leggja þetta að jöfnu í félagsfræði við hnignun menningar í heild. Í stjórnmálum eru sumir að leggja þetta að jöfnu við „persónuleg“ áhrif frjálslyndra lýðræðisríkja.

Það er erfitt að segja hvers vegna þeir komu til að iðka þetta (og sérstaklega á samkynhneigðan hátt), en eitt sem við vitum frá hinum forna heimi er að þegar samfélag byrjar að falla inn í þessar venjur tekur það ekki langan tíma fyrir einræðisríki að falla fram frá þeim aðstæðum sem eyðilegging félagslegra samskipta veldur.

9. Lauslæti og afhelgun hjónabandsins.

Hér er átt við fall hjónabandsins og útbreidda vændisstarfsemi. Lauslætið leiddi til fólk gekk síður í hjónaband og færri hjónabönd leiddi til fæðingu færri barna. Vændisstarfsemin var lögleg og skattlögð. Vald húsbóndans (föðurins á heimilu) beið hnekki en að orðu kveðnu völd hans algjör. Konur skildu við karla sína að vild og öfugt. Ekkert var heilagt lengur. Hvernig er þetta í dag?

10. Stéttarbarátta.

Barátta stétta í Róm, var pólitísk barátta milli plebea (almennings) og patricians (aristókrata) hins forna rómverska lýðveldis sem stóð frá 500 f.Kr. til 287 f.Kr. þar sem plebeiar sóttust eftir pólitísku jafnrétti. með patrísíumönnum. Ríkisfólkið varð ofan á. Til urðu tvær meginstéttir, sauðsvartur almúgi og hinir ofur ríku. Millistéttin minnkaði með tímanum og varð áhrifalaus (var í of mikilli samkeppni við vinnuafl þrælanna með sívaxandi landvinningum) og bændur lutu í grasið fyrir stórbúskap stórbúanna sem ríkir einstaklingar ráku með þrælavinnu. Missir millistéttarinnar og frjálsra bænda, leiddi til að Rómverjar þurfu að sækja hermenn til mistrygga barbarar sem hermanna, til íbúa hernumdu svæðanna og borgalýðsins.

11. Útvistun.

Hér er átt við að Ítalía hætti að rækta korn og aðrar nauðsynjarvörur og byggði afkomu sína of mikið á korninnflutningi frá Norður-Afríku og sérstaklega frá Egyptalandi. Treysti of mikið á alþjóðaverslun. Ef þessi innflutningur féll niður varð hungursneyð á Ítalíu. Þegar truflun varð á kornflutningum yfir Miðjarðarhaf, var ljóst að vestrænar borgir gátu ekki brauðfætt íbúa borga og þeim fækkaði í kjölfarið.  Má ekki sjá þetta í dag með glópaismanum?

12. Viðskiptahalli - Efnahagsvandræði og of mikil traust á þrælavinnu.

Jafnvel þegar Róm var fyrir árás utanaðkomandi herafla, var hún líka að molna innan frá þökk var alvarlegri fjármálakreppu. Stöðug stríð og ofeyðsla hafði létt verulega á ríkiskassanum og íþyngjandi skattlagning og verðbólga höfðu aukið bilið milli ríkra og fátækra. Í von um að komast hjá skattmanninum höfðu margir meðlimir auðmannastéttanna jafnvel flúið í sveitina og stofnað sjálfstæðar sveitir. Á sama tíma var heimsveldið hnotið af vinnuhalla. Efnahagur Rómar var háður þrælum til að yrkja akra og vinna þeirra sem iðnaðarmenn, og herstyrkur þess hafði jafnan veitt nýjum innstreymi sigraðra þjóða til að vinna. En þegar útþensla stöðvaðist á annarri öld fór framboð af þrælum og öðrum stríðsverðmætum að þorna upp. Enn eitt áfallið kom á fimmtu öld, þegar Vandalarnir gerðu tilkall til Norður-Afríku og byrjuðu að trufla viðskipti heimsveldisins með því að vafra um Miðjarðarhafið sem sjóræningjar. Þar sem efnahagur þess fór að halla og verslunar- og landbúnaðarframleiðsla minnkaði fór heimsveldið að missa tökin á Evrópu.

13. Ofur skuldir ríkisins.

Skulda aukning ríkisins vegna stöðugra styrjalda síðrómverska tímabilsins tæmdi ríkiskassann í sífellu. Nýir keisarar sem oftast höfðu tekið völdin með ofbeldi, þurftu að borga hersveitum sínum með (ráns)fé og þegar herfangið var sjálfur ríkiskassinn, þá hlýtur það að segja sig sjálft að það var ekki arðbært. Annað ef þeir hefðu sigra ný lönd sem hefðu gefið af sér þræla (vinnuafl) og herfang. 

14. Gengisfelling gjaldmiðilsins.

Með því að draga úr hreinleika myntarinnar gátu þeir búið til fleiri „silfur“ myntpeninga með sama nafnverði. Stundum var klippt af myntinni (t.d. silfur) sem táknaði minni verðmæti hennar eða hún endurbrædd með málmi með minna verðmæti. Myntframleiðsla var aukin og með fleiri myntpeninga í umferð gat ríkið eytt meira. Og svo, innihald silfurs lækkaði með árunum. Þegar verðmæti rómverskra mynta minnkaði fór fólk að versla eða skiptast á vörum í stað peninga. Man einhver eftir álkrónunni? Og hvað gerðist þegar Bandaríkjamenn afnámu gullfótinn?

15. Ofþensla ríkisins og ofeyðsla hersins.

Þegar mest var náði Rómaveldi frá Atlantshafi alla leið að Efratfljóti í Miðausturlöndum, en glæsileiki og mikilleiki þess gæti einnig hafa verið fall þess. Með svo stórt landsvæði til að stjórna stóð heimsveldið frammi fyrir stjórnsýslulegri og skipulagslegri martröð. Jafnvel með frábæru vegakerfi sínu gátu Rómverjar ekki haft samskipti nógu hröð eða áhrifarík til að stjórna svæðum sínum. Róm barðist við að safna nægum hermönnum og fjármagni til að verja landamæri sín fyrir staðbundnum uppreisnum og utanaðkomandi árásum, og á annarri öld neyddist Hadríanus keisari til að reisa fræga múrinn sinn í Bretlandi bara til að halda óvininum í skefjum. Eftir því sem sífellt meira fé var sett í hernaðarlega viðhald heimsveldisins hægði á tækniframförum og borgaralegir innviði Rómar féll í niðurníðslu.

16. Veiking rómversku hersveitanna.

Lengst af sögu sinni var her Rómar öfund fornheimsins. En á meðan á hnignuninni stóð tók samsetning hinna einu sinni voldugu hersveita að breytast. Keisarar eins og Díókleitanus (Diocletianus) og Konstantínus gátu ekki ráðið nógu marga hermenn frá rómverskum ríkisborgurum og fóru að ráða erlenda málaliða til að styðja her sinn. Samsetning hersveitanna breyttist  og stóð að mestu að lokum af germönskum gotum og öðrum villimönnum, svo mjög að Rómverjar fóru að nota latneska orðið „barbarus“ í stað „hermanns“. Þó að þessir germönsku hermenn hafi reynst grimmir stríðsmenn, báru þeir líka litla sem enga tryggð við heimsveldið og valdasjúkir foringjar þeirra snerust oft gegn rómverskum vinnuveitendum sínum. Reyndar höfðu margir barbararnir, sem lögðu Rómaborg undir sig og lögðu Vesturveldið niður, ná áfram með hernaðarbrölti sínu á meðan þeir þjónuðu í rómversku hersveitunum. 

17. Hryðjuverkaárásir - Innrásir barbarískra ættbálka.

Einfaldasta kenningin um hrun Vestur-Rómar tengir fallið á röð hernaðartjóna gegn utanaðkomandi öflum. Róm hafði stundað erjustríð við germanska ættbálka um aldir, en um 300 höfðu „barbarar“ hópar eins og Gotar komist inn fyrir landamæri heimsveldisins. Rómverjar stóðu af sér germönsku uppreisnina seint á fjórðu öld, en árið 410 náði Alarik, konungi Vestgota, borgina Róm undir sig og var það áfall sem bergmálar ennþá daginn í dag. Heimsveldið eyddi næstu áratugum í átök og var undir stöðugri ógn áður en „hina eilífa borg“ ráðist var aftur á hana árið 455, að þessu sinni af Vandölum. Að lokum, árið 476, gerði germanski herleiðtoginn Odoacer uppreisn og steypti Rómúlus Ágústúlus keisara af stóli. Upp frá því náði enginn rómverskur keisari nokkurn tíma aftur stjórna ríkinu úr embætti á Ítalíu, sem leiddi til þess að margir nefna árið 476 sem árið sem Vesturveldið varð fyrir dauðahögginu.

18. Uppgangur Austrómverska veldisins.

Örlög Vestur-Rómar voru að hluta til innsigluð seint á þriðju öld, þegar Díókleitanus keisari skipti keisaraveldinu í tvo helminga – Vesturveldið (Vestrómverska ríkið) sem sat í borginni Mílanó og Austurveldið (Austrómverska ríkið) í Býsans, síðar þekkt sem Konstantínopel. Skiptingin gerði  auðveldara að stjórna heimsveldið til skamms tíma, en með tímanum fóru helmingarnir tveir í sundur og sitthvora leið. Austrið og vestrið náðu ekki að vinna saman á fullnægjandi hátt til að berjast gegn utanaðkomandi ógnum og þeir helmingarnir deildu oft um auðlindir og hernaðaraðstoð. Eftir því sem ríkið stækkaði jókst auður hið grískumælandi austurveldis á meðan hin latínumælandi Vesturlönd lentu í efnahagskreppu. Mikilvægast var að styrkur austurveldisins varð til þess að beina innrásum barbaranna til vesturs. Keisarar eins og Konstantínus sáu til þess að Konstantínopel væri víggirt og vel varin, en Ítalía og Rómaborg – sem hafði nú aðeins táknrænt gildi fyrir marga í austri – voru látin standa berskjölduð. Vestræn pólitísk uppbygging sundraðist að lokum á fimmtu öld, en Austurveldi stóð í nýrri mynd í önnur þúsund ár áður en það var yfirbugað af Ottómana veldi um 1453.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög flott og góð grein. Ég held að sem flestir ættu að kynna sér þetta. Þessi samanburður er sláandi og sannfærandi. Skemmtanir nútímans eru líka ofbeldisfullar, hryllingskvikmyndir og glæpamyndir. 

Í kaflanum um missi sameiginlegs tungumáls minnist þú á grísku og latínu. Gallastríðin voru ekkert smáræði og eftir þau þurrkaðist fornfranskan út, en á nokkur hundruð árum, keltneska sem ber undirheitið gaulish, gaulverska. Aðeins áletranir eru til en sýna skylt mál en þó ólíkt. Þetta var stórmerkilegt tungumál sem varð mjög útbreitt í Róm og á þeirra áhrifasvæði, enda komu fjölmargir hermenn og málaliðar frá þessum svæðum.

Gotnesku og germönsku tungumálin voru líka fjölmörg og Róm miðstöð breytinganna eins og Bandaríkin nú. Þeir tóku upp latnesku, en mikið hefur gengið á sem fæst hefur ratað í sögubækurnar. 

Það merkilegasta við grein þína er hvernig hún sýnir að Róm var fjölmenningarsamfélag ekkert síður en okkar nútími. Gamlar sögubækur orða þetta ekki alveg svo skýrt.

Takk fyrir mjög góða grein.

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 14:39

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk sömuleiðis Ingólfur að nenna að lesa greinina! :)  Hún er 8 bls. á lengd. Það er alltaf auka plús ef einhver les en annars skrifa ég mig til skilnings, fyrir sjálfan mig og það sem ég er að pæla í hverju sinni.

Allt er svo yfirborðslegt nú til dags og svo er um fréttaskýringar og aðra lesningu. Ég skrifa því um efni sem ég sé hvergi en vill lesa um og kunna í þaular.

Já, ég sé mikla samlíkngu með falli Rómarveldis og væntanlegt fall Evrópusambandssins/Evrópu. Þótt sagan endurtaki sig ekki nákvæmlega, þá gerast hlutirnir á svipaðan hátt, því að maðurinn er alltaf samur við sig. Hershöfðingjarnir Patton og Rommel stúderuðu hernað fornaldar og þóttust læra af lesningunni.

Ég tek stundum  fyrir þema og þemað sem ég er að pæla í þessa daganna eru afburðar ræður og endalok siðmenningar.  Næsta grein er fræg ræða.

Birgir Loftsson, 7.12.2022 kl. 17:01

3 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Ég sé alveg fyrir mér fall íslenska lýðveldisins innan hundrað ára sem og íslenskrar þjóðar, menningu og tungu.

Mannkyns sagan er uppfull af ríkjum og þjóðum (stundum mjög öflugum) sem hafa horfið eins og dögg fyrir sól. Íslendingar eru ekkert öðruvísi en aðrir og ef við viljum ekki eða nennum að vera Íslendingar áfram, eru vítin mörg til varnar. Miðlungs nemandi í mannkyns sögu dregur þessa einföldu ályktun rétt eins og ég.

Birgir Loftsson, 7.12.2022 kl. 17:55

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já því miður er það rétt hjá þér. Skammsýnin er mjög áberandi og tækifærismennskan. Á fyrri hluta 20. aldarinnar var áhugi á menningu, vernd tungumálsins og séreinkennum. Ég hef oft heyrt gamalt fólk í búðum kvarta yfir lélegum eða útrunnum vörum. Ég man ekki eftir neinum frá 20-50 ára vera svo meðvitaðan um rétt neytandans. Þetta dæmi sýnir hnignun kynslóðanna, eitt af mörgum.

Ég held jafnvel að þetta geti orðið fyrr. Eftir eina eða tvær kynslóðir er mögulegt að enska verði tekin upp sem aðalmál, en íslenzkan aðeins notuð af sérvitru og eldra fólki. Bækur eru minna lesnar en áður. Samskipti við eldri kynslóðir eru minnkandi. Sama hvað reynt er, fyrirmyndirnar eru útlendar yfirleitt núna.

En margir þroskast eftir fertugt og fara þá að fá aukinn áhuga á menningu, fara þá að lesa bækur, mannkynssögu til dæmis.

Ég held að umræðan um Hollywood og erlenda menningu þurfi að vera tekin með grunntækum hætti, þannig að hægt sé að fá mótvægi, sem verði eins spennandi, fyrir börn og unglinga ekki sízt, þær kynslóðir móta framtíðina.

Með minnkandi aðsókn í kvikmyndahús og hnignun í plötusölu, línulegri dagskrá og fleiri eru sóknarfæri. Er hægt að sannfæra fólk um að það sé skemmtilegra að pæla í bókum og gamalli speki en að taka þátt í sýndarveruleika Facebook, tölvuleikjum, eða næstu nýjung?

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband