Menn keppast hér við á blogginu að afskrifa Trump og stefnu hans. Sumir vilja kenna hann um slæmt gengi flokksins í miðkjörstímabils kosningunum. En er það svo?
Menn gleyma því að ekki er búið að telja upp úr kjörkössunum og úrslit enn óráðin bæði í Fulltrúadeildinni og Öldungadeildinni. Repúblikanar geta enn unnið báðar deildir og þeir eru, í þessu skrifuðu orðum að vinna Fulltrúadeildina. Mjög líklega stendur fjöldi Repúblikana í stað í Öldungadeildinni en hugsanlega ná þeir aukasæti og ná 51 sæti og þar með meirihlutanum. Þetta gæti því verið ósigur að hluta til eða naumur sigur. En engin sigurbylgja sem menn vonuðust eftir. Af 83 frambjóðendum sem Trump studdi, náðu 80 kosningu en enginn sem hann var á móti. Ekki slæmur árangur en óvinir hans túlka hvert smátap sem stórtap hans.
Eina niðurstaðan sem er komin, er að ríkisstjórnarkosningarnar voru mjög svo í vil Repúblikanaflokksins. DeSantis var bara einn af mörgum Repúblikönum sem hrepptu ríkisstjóraembættið en þeir ráða ríkjum í 28 ríkjum á móti 22 sem Demókratar halda. Hann vann sínar kosningar með yfirburðum en svo gerði líka Öldungadeildaþingmaður Flórída sem var að verja sæti sitt.
Þótt Trump hafi stutt marga frambjóðendur í báðar deildir, þá var hann ekki í framboði. Hann gerði þau mistök að styðja nokkra frambjóðendur (sem voru stuðningsmenn hans) sem höfðuðu kannski ekki til kjósenda, dæmi um þetta er Dr. Oz sem tapaði fyrir kálhausinum og ofurvinstrimanninum Fetterman. Maðurinn kemur ekki frá sér óbrjálaðri setningu (líkt og með Biden), þarf textavél til að geta talað og faldi sig allan framboðstímann. En þetta vilja kjósendur og þeir verða að lifa við afleiðingarnar en ég spái slæmu gengi Pennsylvaniu í efnahagsmálum næstu misseri.
En frambjóðendur geta líka sjálfum sér um kennt. Þeir einblíddu á mistök Demókrata, sem eru stórkostleg en þeir eru að keyra efnahaginn í kaf (stutt í efnahagskreppu en nú þegar er efnahagssamdráttur). Þeir hefðu í stað þess að skammast út í Demókrata, að segja hvað þeir hafi upp á bjóða. Koma með lausnir og vera aðlagandi fyrir kjósendur. En það voru líka mál sem höfðu mikil áhrif. Nýlegur dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna um fóstureyðingar hjálpuðu Demókrötum og sumir kjósendur trúðu lygi Demókrataflokksins að sjálft lýðræðið væri í hættu og orðræðan um 6. janúar, réttlát eða ranglát, hefur síast inn í kjósendur.
En ljóst er að einræði Demókrataflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings er á enda. Framkvæmdarvaldið - forsetaembættið undir "forystu" Joe Bidens mun nú eiga í fullt í fangi við framfylgja öfgavinstri stefnu sína.
Augun manna beinast nú að forsetakosningunum 2024 og slagurinn er þegar hafinn. Það er nánast 100% að Trump fari fram en spurning með DeSantis. Hann er bara 44 ára gamall og ef hann fer fram í þessum kosningum er hætt við að flokkurinn klofni. Það er nú svo að sjálfur Repúblikanaflokkurinn hefur ekki alltaf verið hlýðinn Trump, ef eitthvað er, þá mjög fjandsamlegur þessum utangarðsmanni, sem breytist kannski með marga nýja stuðningsmenn á þingi, en allir, bæði forystumenn Demókrata og Repúblikana eru drulluhræddir við grasrót Repúblikana en Trump hefur höfðað til ólíklegustu kjósendur. Ég er ekki viss um að DeSantis, nái til annarra kjósenda utan Flórída. Repúblikaflokkurinn í ríkinu myndi falla ef hann færi of snemma fram í forsetann. Ég giska á að hann, ef hann gerir engin mistök á leiðinni,fari í forsetaframboð 2028.
Að lokum
Áður en Trump tók við, var flokkurinn á hraðri niðurleið, talinn flokkur efnafólks og hvíts fólks en latínufólk (sérstaklega), blökkumenn og blákraga fólk úr dreifbýli Bandaríkjanna hafa streymt til flokksins eftir að Trump tók við honum. Menn ættu því að fara varlega í að sparka í varðhund flokksins. Húsið gæti tæmst ef hann hverfur.
Hægri mennirnir hér á blogginu, fatta ekki að þeir eru í liði með vinstri mönnum þegar þeir fara í Trump og taka í raun undir orð þeirra sem hafa reynst síðastliðin sex ár verið tómar lygar um þennan blessaða mann, Trump, sem að sönnu er gallagripur, en hann hefur samt sem áður hrært upp í spillingabælinu Washington.
Látum vera hvaða mann hann hefur að geyma (enginn afgerandi leiðtogi sem ég veit um hefur reynst vera dýrlingur á bakvið tjöldin) en hann er að sönnu leiðtogi, því hann hrífur fólk með úr grasrótinni. Fjöldarallý hans eru enn fjölmenn.
Mitch McConnel, "leiðtogi" og forystumaður Repúblikana í Öldungadeildinni er hins vegar andstæða hans og dæmi um stjórnanda en ekki leiðtoga. Hann fær völd með bakherbergjamakki en hann nýtur litlar vinsældir hjá grasrótinni. Hvað leiðtogi segir fyrirfram, við eru búnir að tapa kosningunum, tveimur mánuðum fyrir kosningar? Svona segir ekki leiðtogi sem virðist vera í vasa Kínverja.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 11.11.2022 | 11:54 (breytt kl. 14:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Bill segir að óháðir hefðu látið fóstureyðingar ráða atkvæði sínu.
https://fb.watch/gK4Y74B0Nx/
Birgir Loftsson, 11.11.2022 kl. 14:22
Maður hefur velt fyrir sér Trump hatur hægra manna hér á blogginu.Svo rann upp fyrir manni að þeir eru svo hreinlega gegnsýrðir af vinstri áróðri vinstri fjölmiðla að þeir eru auðtrúa sakleysingar eða einfeldingar.
Birgir Loftsson, 11.11.2022 kl. 21:52
Áróðurinn hér í demókratíska vestrinu heldur ótrauður áfram.
Getur verið að heimurinn sé að skiptast í BRIKS með sinn gullfót og okkur hina með olíu dollarana, prentaða eftir þörfum?
Ég var nú hálfpartinn að vonast eftir að Trump myndi velja sér einhvern krónprins með látlausari framkomu en sömu sjónarmið, t.d. DeSantis.
Jónatan Karlsson, 12.11.2022 kl. 11:01
Sæll Jónatan. Svo er það spurningin um kosningasvindl. Það er staðreynd að í öllum kosningum í BNA er eitthvað um svindl. JFK vann sínar með aðstoð mafíunnar. Þetta hefur loðað við Demókrataflokkinn. Svo má karlgarmurinn Trump ekki mótmæla eða efast um úrslit.Ég sem hélt að það væri eðlilegur réttur þess sem tapar að hreyfa mótmælum, væri hluti af lýðræðisferlinu.
Birgir Loftsson, 12.11.2022 kl. 16:21
P.S. Ég vona að Ómar trumpast ekki yfir orðum mínum!
Birgir Loftsson, 12.11.2022 kl. 16:23
Repúblikanar fengu 6-7 milljónir fleiri atkvæða en í síðustu kosningum. Fréttaskýrendur hrista höfuðið af hverju þetta skilar sér ekki í fleiri sæti í Fulltrúadeildinni en þeir eru að fá.
Birgir Loftsson, 14.11.2022 kl. 12:34
Um tapið í Öldungadeidinni er það að segja að Repúblikanar þurftu að verja 20 sæti en 14 sæti voru til boða hjá Demókrötum. Það er því stærðfræðilega séð, erfitt að vinna fleiri sæti þegar svo fá eru til boða. Annað verður upp á teningnum 2024, en eru meirihluti sæta í boði, nú setin af Demókrötum.
Birgir Loftsson, 14.11.2022 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.