Vísir í liði með demókrötum fyrir kosningarnar á morgun

Þegar Íslendingurinn kíkir á fréttir, nú aðallega á netinu, er hann ekkert að pæla í efnistökum fjölmiðla og les bara fréttir. En fréttir eru ekki bara fréttir, heldur hvernig þær eru matreiddar ofan í almúgann (í augum fjölmiðlanna eru við almúgi, sauðheimsk og trúum öllum sem þeir segja okkur).

Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum í skólum að læra  að vinsa úr upplýsinga óreiðunni sem er þar, sem er í raun villta vestrið, en ekki endilega með bönnum (það er ekki hægt né æskilegt), heldur að kenna þeim að vinsa úr vitleysuna sem er á netinu og í fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari (kallast gagnrýnin hugsun).

Upplýsinga falsanir eða hálffalsanir eru matreiddar ofan í okkur dags daglega.

Þingkosningar í Bandaríkjunum

Nú stefnir í að demókratar tapi þingkosningunum á morgun, mjög líklega í Fulltrúadeildinni, 83% líkur og 54% líkur í Öldungadeildinni eftir að hafa fengið að vera einráðir um stjórn Bandaríkjanna í hartnær tvö ár. Þessi tími hefur verið skelfilegur fyrir bandaríska borgara og hagsmuni Bandaríkjanna. Það er of langt að telja upp alla vitleysuna sem hefur verið í gangi síðastliðin tvö ár en tökum helstu atriðin:

1) Hæsta verðbólga í 41 ár (síðan demókrataforsetinn Jimmy Carter var við völd og margir líkja stjórn Bidens við hans).

2) Heimatilbúinn orkuskortur (með ofurháu orkuverði) en Bandaríkjamenn eiga nóg af jarðeldsneyti til næstu 200 ára, án þess að leita út fyrir landsteinanna. En samt gengur Biden bónarvegu til helstu einræðisherra heims og grátbiður þá um að framleiða meira.

3) Opin landamæri við Mexíkó (eins og menn vilja hafa á Íslandi) hefur leitt til þess að milljónir manna hafa leitað yfir landamærin og hefur skapað ófremjuástand í landamæraríkjunum. Með þessu fylgir mansal, eiturlyfjafaraldur og glæpabylgja og vegna þess að demókratar vilja "defund the police", eru færri löggæslumenn til að stemma stigu við glæpafaraldurinn.

4) Hörmuleg utanríkisstefna sem hefur leitt til álitsmissir Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi og ber brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistann hæst, en óbeinu áhrifin eru að Úkraníustríðið braust út og hætta er á Asíustyrjöld vegna Taívan. Allt vegna þess að demókratar kunna ekki að reka diplómatsíu.

5) Stjarnfræðileg skuldasöfnun ríkisins. Spurning hvort Bandaríkjamenn ráði við að greiða þessar skuldir upp.

Vísir og Gerrymandering

En við erum hér í umfjöllun um fjölmiðillinn Vísir sem birti grein í dag sem ber heitið: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum, sjá slóðina: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum

Þar er öll greinin byggð á að repúblikanar séu að svindla fyrirfram, líklega vegna þess Vísir eða Politico (sem Vísir notar sem heimild og er algjörlega til vinstri í pólitík), sjá fram á stórfellt tap demókrata á morgun. Talað er um Gerrymandering fyrirbrigðið, að repúblikanar séu að nýta sér það einhliða en hvað er Gerrymandering?

Í fulltrúalýðræðisríkjum er gerrymandering pólitísk meðferð á landamærum kjördæma í þeim tilgangi að skapa ótilhlýðilega forskot fyrir flokk, hóp eða félags-efnahagslega stétt innan kjördæmisins. Meðferðin getur falist í því að „brjóta“ (þynna út atkvæðavægi stuðningsmanna andstæðinga í mörgum héruðum) eða „pakka saman“ (sameina atkvæðavægi andstæðinga í einu umdæmi til að draga úr atkvæðavægi þeirra í öðrum héruðum).

Gerrymandering er einnig hægt að nota til að vernda starfandi forystumenn. Wayne Dawkins lýsir því þannig að stjórnmálamenn velji kjósendur sína í stað þess að kjósendur velji stjórnmálamenn sína.

Hugtakið gerrymandering er nefnt eftir bandaríska stjórnmálamanninum Elbridge Gerry, varaforseta Bandaríkjanna þegar hann lést,  og var ríkisstjóri Massachusetts árið 1812. Hann undirritaði frumvarp sem stofnaði flokksmannahverfi á Boston svæðinu sem var borið saman við lögun goðsagnakenndrar salamanderu. Hugtakið hefur neikvæða merkingu og gerrymandering er næstum alltaf talin spilling á lýðræðisferlinu. Hérað sem myndast er þekkt sem gerrymander.

Þetta er þekkt fyrirbrigði um allan heim, líka á Íslandi, þar sem er misvægi kjördæma og atkvæða hefur verið viðvarandi vandamál og lýðræðishalli, en íslenskir stjórnmálamenn taka ekki á málinu.

Snúum okkur aftur að Bandaríkjunum:

Bandaríkin, meðal fyrstu landanna með kjörna fulltrúastjórn, var uppspretta hugtaksins gerrymander eins og fram kemur hér að ofan.

Sú venja að breyta landamæri nýrra ríkja hélt áfram fram yfir bandaríska borgarastyrjöldina og fram á seint á 19. öld. Repúblikanaflokkurinn notaði stjórn sína á þinginu til að tryggja inngöngu fleiri ríkja á landsvæðum sem eru vinveitt flokki þeirra - að Dakota-svæðið verði tekið upp sem tvö ríki í stað þess að eitt sé áberandi dæmi. Samkvæmt reglum um fulltrúa í kosningaskólanum bar hvert nýtt ríki að minnsta kosti þrjú kjörmannaatkvæði óháð íbúafjölda þess.

Öll endurskipulagning í Bandaríkjunum hefur verið umdeild vegna þess að þeim hefur verið stjórnað af stjórnmálaflokkum sem berjast um völd. Sem afleiðing af tíunda manntalinu sem krafist er í stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf að jafnaði að teikna umdæmi fyrir fulltrúa fulltrúadeildarinnar aftur þegar fjöldi meðlima í ríki breytist. Í mörgum ríkjum endurteikna löggjafarvaldið landamæri fyrir löggjafarumdæmi ríkisins á sama tíma.

Ríkislöggjafarþing hafa notað gerrymandering eftir kynþáttalínum bæði til að draga úr og auka fulltrúa minnihlutahópa í ríkisstjórnum og sendinefndum þingsins.

Í Ohio var samtal milli embættismanna repúblikana tekið upp sem sýndi fram á að verið væri að endurskipuleggja til að aðstoða pólitíska frambjóðendur þeirra. Ennfremur var í umræðunum metið kynþátt kjósenda sem þátt í endurskipulagningu, á þeirri forsendu að Afríku-Bandaríkjamenn hafa tilhneigingu til að styðja frambjóðendur Demókrataflokksins. Repúblikanar fjarlægðu um það bil 13.000 afrísk-ameríska kjósendur úr hverfi Jim Raussen, frambjóðanda repúblikana í fulltrúadeildina, í sýnilegri tilraun til að velta voginni í því sem eitt sinn var samkeppnishæft hverfi fyrir frambjóðendur demókrata.

En demókratar nota þetta sér til framdráttar líka og skipta kjördæmum eftir eigin valþótta þar sem þeir hafa völdin.Vísir gleymir að geta þess að demókratar stjórna líka ríkjum Bandaríkjanna og ráða stærð kjördæma. Það er því pólitísk yfirlýsing annars flokksins sem hér er verið að hampa og því önnur hliðin á málinu. En rétt er það, að "ný landamæri kjördæma" innan ríkjanna, er vandamál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband