Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram í sama farinu

Uppgjör var í Sjálfstæðisflokknum um helgina. Barist var m.a. um formannsstólinn en líka ritarastöðuna. Spurt var, hvers vegna Gunnlaugur hafi yfir höfuð farið gegn sitjandi formann, þar sem það væri lítill skoðanaágreiningur milli þessara einstaklinga? 

Jú, það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið innan flokksins að veita sitjandi formanni aðhald, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur setið nokkuð lengi og hann er bendlaður við spillingamál. Talað er um bankaskýrslu, sem er tilbúin en ekki birt, sem gæti haft áhrif á álit almennings gagnvart honum.

Það er því aðeins stundargriður og -friður sem mun ríkja um valið á formanni flokksins en eins og flestir vita, vann Bjarni formannskjörið. Ef skýrslan varpar skugga á störf núverandi formann, er hætt við að fylgið haldist lágt áfram.

Ef stjórnmálamenn halda að þeir komist upp með hvað sem er gagnvart kjósendum, er það algjör misskilningur. Skemmst er að minnast Icesave málið sem hafði viðvarandi áhrif á fylgi flokkanna, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, sem og klausturmálið sem gerði næstum út um Miðflokkinn. Eins með Samfylkinguna undir forystu fyrrverandi formann sem var með ESB á heilanum, þrátt fyrir engan áhuga kjósenda almennt á inngöngu í sambandið.

Ef við snúum okkur aftur að Sjálfstæðisflokknum, þá verður staðan sú að margir hægri menn, halda áfram að sitja heima eða kjósa aðra flokka, með núverandi forystu.

Bjarni biðlaði til Viðreisnar og bað fyrrum flokksmenn að snúa heim. En hann tekur ekki með inn í myndina að Viðreisn er ekki útibú frá Sjálfstæðisflokknum. Margir þar innandyra koma úr öðrum flokkum og þeir sem komu úr Sjálfstæðisflokknum voru margir hverjir hálfgerðir sósíaldemókratar, sem gott er fyrir flokkinn að losna við ef hann ætlar að halda áfram að teljast vera hægri flokkur.

Það eru átta flokkar á Alþingi sem nokkuð mikið fyrir lítið þing. Dreifingin er breið á blaði, en í raun eru allir flokkar meira eða minna til vinstri á þingi, utan Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Ég kom með spurninguna Er ekki kominn tími á nýjan hægri flokk í einum af pistlum mínum hér og stendur sú spurning áfram. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband