Nú stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Gunnlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara í slaginn gegn Bjarna Benediktsson.
Sá síðarnefndi virðist vera samtvinnaður við spillingamál síðan hann tók við keflinu fyrir 15 árum. Hann hefur að því virðist verið málsvari sérhagsmunina, sérhagsmunahópa og hann hefur greinilega ekki fylgt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins hvað varðar hægri gildi. Sjá má þetta í t.d. í útlendingamálunum og ofuráherslu á að hygla stórfyrirtækjunum og bönkum á kostnað smáfyrirtækja.
En hver er hugmyndafræði flokksins? Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Á sumum tímabilum hefur flokkurinn tekist að ná til allra stétta, líka lágstéttanna, en hann virðist skýrskota meira til hægri krata í nútímanum og margir sem eru í flokknum eru í raun sósíaldemókratar og ættu hreinlega ekki að vera í flokknum (dæmi um þetta er sjónvarps þáttagerðarmaður sem segist vera hægri maður).
Sjá mátti þetta þegar Viðreisn var stofnun, að þangað leitaði vinstri armur Sjálfstæðisflokksins og er aðeins sjónarmunur á stefnu þess flokks og allra hinna vinstri flokkanna, sem eru VG, Samfylkingin, Píratar og Flokkur fólksins dansar á línunni. Framsókn nær enn að vera á miðjunni en Miðflokkurinn er til hægri á kvarðanum, í raun meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar.
Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki og ætti flokkurinn því að vera á móti ESB en í raun styður hann EES og Schengen.
Stjórnmálaleg hugmyndafræði flokksins opinberlega er: Frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja og Hægristefna.
Svo er það að vera leiðtogi þjóðar og stjórnmálaflokks. Bjarni er eflaust viðkunnulegur maður sem persóna en það er ekki spurt um slíkt í stjórnmálum, heldur er spurt hvort hann sé leiðtogi eða ei?
Bjarni hefur sýnt það í verkum að hann er búrókrati, en erfitt er að þýða þetta orð. Það er notað yfir embættismenn, stundum eru þeir kallaðir slangryrðunum skriffinnar eða möppudýr. Hann hefur reynst afburðar embættismaður og séður að láta fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið haldast innan vébanda Sjálfstæðisflokksins, enda veigamestu ráðuneytin.
En Bjarni hefur fallið á prófinu að vera leiðtogi. Hvernig þá? Jú, hann er frekar óáberandi opinberlega, virðist kunna best við sig í ráðuneytinu að sinna daglegri stjórnsýslu og makka á bakvið tjöldin.
En hann hefur látið hugmyndastefnuna og auglýsingu hennar lönd og leið, og gefið hinum flokkunum sviðið eftir. Skekkjan er orðin svo mikil að enginn veit hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir lengur og augljós hægri gildi og stefna er óljós í höndum Bjarna.
Spurningar: Af hverju er bálkið látið blása út? Af hverju hækka skattar í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins? Af hverju standa Sjálfstæðismenn ekki vörð um landamæri Íslands? Og láta EES og Schengen ráða förinni? Hvað með einstaklingsfrelsið? Af hverju stendur flokkurinn ekki fast á móti woke menningunni? Sem er að hluta til aðför að tjáningarfrelsinu. Af hverju stendur flokkurinn ekki með þjóðlegum gildum og kristinni trú? Er eðlilegt að eini hægri flokkurinn í landinu hefur aðeins 20-25% fylgi?
Nú er svo komið að Miðflokkurinn er de facto meiri hægri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og hann er meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni, þótt aðeins um tveggja manna flokk er að ræða? Er það ekki undarlegt?
En hvað gerir Gunnlaugur nú? Verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur hægri flokkur undir stjórn Gunnlaugs? Hugmyndafræði flokksins endurreist? Geta hægri menn, sem hafa ekki gert það vegna sérhagsmuna stefnu núverandi forystu, kosið flokkinn á ný?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.10.2022 | 12:07 (breytt 1.11.2022 kl. 08:45) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur hægri flokkur undir stjórn Gunnlaugs?
Birgir Loftsson, 31.10.2022 kl. 21:59
Sæll Birgir.
Áhugaverðar pælingar og skiljanleg gagnrýni á Bjarna, en er Gunnlaugur með hreinan skjöld?
Jónatan Karlsson, 1.11.2022 kl. 07:11
Bleeesaður Jónatan. Nei, Gunnlaugur er ekki endilega miklu betri en það er misskilningur hjá fjölmiðlum þegar þeir segja að málið snúist um að það er enginn áherslumunur á milli þeirra, um það snýst ekki málið. Heldur um að skipta um persónu í brú. Að fá eitthvað annað en Bjarna sem leiðtoga, sem er viðrinn spillingamálum síðastliðin 15 ár.
Gunnlaugur er kannski aðeins skárri EF hann framfylgir hugmyndastefnu flokksins en selur sig ekki í næstu kosningum eins og hór....Það getur verið gott fyrir flokk að sitja ekki í ríkisstjórn eitt kjörtímabil. Hann fær þá aðra sýn á valdbeitingu ríkisstjórnar.
Sagt er að ef stjórnmálaleiðtogi stjórnar lengur en í 20 ár, þá breytist hann og eðli stjórnar hans. Kominn tími á manninn. Valdið spillir.
Birgir Loftsson, 1.11.2022 kl. 08:38
Geir Ágústsson kom með góðan punkt er hann sagði að Icesave hafi komið fylgi Sjálfstæðisflokksins endanlega niður fyrir 30%. En í boði eru bara tveir frambjóðendur til formanns. Gunnlaugur er skárri kostur.
Birgir Loftsson, 1.11.2022 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.