Ég hef einu sinni rætt um Moggabloggið hér. Svo við byrjum á hrósinu, þá er það frábært umræðutorg, þar sem allar raddir fá sitt dagsljós. Ég hef ekki orðið var við neina ritskoðunartilburði, hvort sem það er vegna þess að bloggararnir eru vandað fólk eða ritstjórn bloggsins sjá í gegnum fingur sér þegar mönnum er heitt í hamsi.
Aðgangur bloggara að umræðunni
En ég hef líka bent á að margt mætti laga í sambandi við uppsetningu og gera öllum jafnt undir höfuð. Í fyrra bloggi mínu benti ég á að á forsíðu Bloggsins megi sjá 10-12 blogg sem kallast "Umræðan eða Úrdráttur úr umræðunni". Í liðnum Svarað og spurt á vef Bloggsins segir um spurninguna: "Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni?"
Svarið er: "Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."
En raunveruleikinn virðist vera annar. Alltaf sama fólkið (með fullri virðingu fyrir því) sem raðar sig á "topp tíu" listann og fær þar af leiðandi mestu lesningu og athygli. Ekki nóg með það, heldur fer það líka í listann "Nýjustu færslur" á sama tíma sem þýðir birting á tveimur stöðum í einu.
Það er margt fólk sem skrifar málefnilega, skrifar oft, skrifar misjafnlegar langar blogggreinar o.s.frv. en það fær enga athygli. Ég veit dæmi um að margir nenna ekki að skrifa vegna þessa atriði.
Þetta er einfalt að laga, leyfa öllum nýjum færslum að fara í gegnum "top tíu listann" og niður í "Nýjustu færslur" eftir því sem nýrri blogg berast. Allir fá jafna athygli og ef til vill verða til nýjar "bloggstjörnur" með vinsælt blogg.
Flokkun bloggs
Annað sem vekur athygli mína eru bloggflokkarnir. Sumir þessir flokkar eru úreldir, rangt flokkaðir eða lítt notaðir. Sjá flokkanna hér að neðan.
Tökum dæmi: Stjórnlagaþing sem var bara stundarfyrirbrigði. Þar eru aðeins 94 færslur og það er búið að leggja stjórnlagaþingið niður. Hvers vegna í ósköpunum er þessi flokkur enn uppi?
Svo er það flokkurinn "Pepsi deildin". Þessi deild er ekki lengur til eða réttara sagt, gengur undir nýju heiti sem er "Besta deildin". Af hverju ekki að breyta heitinu á bloggflokknum?
Svo má sameina bloggflokka. Dæmi: Til eru tveir flokkar, "Trúmál" og "Trúmál og siðferði". Mætti ekki sameina þessa flokka?
Að lokum. Það má líka bæta við nýjan eða nýja flokka. Dæmi: bloggflokkurinn "Saga" sem er ekki til. Eflaust má bæta einhverjum bloggflokki við sem ég sé ekki hér, eða laga umhverfi bloggaranna. En hér læt ég staða numið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vefurinn | 30.10.2022 | 13:09 (breytt kl. 15:26) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.