Ég ræddi jarðgöng í síðasta pistli mínum, en það leiðir hugann að Borgarlínu málinu. Mér finnst Borgarlínuverkefnið vera út í hött. Að leggja nýjar stofnbrautir eða taka núverandi akbrautir undir 4% vegfarenda (notendur strætisvagna) er fásinna.
Á áróðurssíðu um Borgarlínuna segir: "Borgarlínunni má líkja við slagæð sem flytur fólk á greiðan og öruggan máta eftir helstu samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan og Strætó verða tvinnuð saman í heildstæðu, hágæða leiðaneti en auk þess verður áhersla lögð á að borgarlínustöðvar séu vel tengdar hjóla- og göngustígum."
Og jafnframt: "Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum." Er verið að "bulla" í fólki með þessari setningu? Borgarlína er strætó samgöngur, ekkert annað en vegur sem strætisvagnar aka eftir.
Ekki er verið að bæta við nýjan samgöngumáta, sem gæti verið "tran" eða vagnar á brautum eða "metro" sem er bæði ofan- og neðanjarðarjárnbraut. Það er þegar búið að taka frá akbrautir fyrir strætisvagna með meðfylgjandi truflunum og skerðingum á umferð almennrar umferðar. Og talandi um alla hjólreiðastíganna sem taka dýrmætt pláss við götur borgarinnar, þeir hafa forgang og framkvæmdir, s.s. mislæg gatnamót eða samræmd götuljós stýrð með gervigreind eru látnar sitja á hakanum.
En hvað kostar Borgarlínan? Enginn veit en talað er um tugir milljarða, Viðskiptablaðið vísar í Bjarna Benediktsson sem segir árið 2021 að hún kosti 53 milljarða. Síðan hvenær hafa áætlanir staðist á Íslandi? Ég veit ekki hvað það myndi kosta að leggja Metro eins og er í Kaupmannahöfn um höfuðborgarsvæðið, held að það sé of dýrt miðað við íbúaþéttleika.
Hér til fróðleiks er frétt um neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn - Metro.
"Neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn fékk fyrir nokkrum árum framlengingu, 15,5 km línu sem kallast Cityringen Metro. Cityringen-neðanjarðarlestakerfið hóf að ganga í september 2019 og bættist við fyrirliggjandi Metro kerfið sem hafði tvær meginlínur.
Cityringen Metro notar nútíma tækni og aðgreinir það sem sjálfvirka neðanjarðarlestarlínu. Ökumannslausu lestirnar keyra stöðugt, allan sólarhringinn, með akstur millibili á milli 80 og 100 sekúndur. Til að tryggja aukið öryggi hafa tjaldhurðir einnig verið útfærðar meðfram brún pallanna.
Cityringen myndar hring um miðborgina með 17 neðanjarðarlestarstöðvum, sem þjóna helstu svæðum Kaupmannahafnar, þar á meðal ráðhúsið, aðallestarstöðina, ráðhúsið og danska þingið. Það tengir þremur núverandi neðanjarðarlestarlínum borgarinnar og S-lestar úthverfisneti.
Með því að bæta við Cityringen neðanjarðakerfið verða 85% íbúa Kaupmannahafnar í innan við 600 metra fjarlægð frá neðanjarðarlestar- eða lestarstöð. Búist er við að Cityringen flytji meira en 240.000 farþega á dag. Lestin munu ferðast á 40 km/klst meðalhraða og heill hringur á Cityringen neðanjarðarlestinni mun taka um 24 mínútur samtals.
Cityringen Metro sem járnbrautarverkefni kostaði (áætlað) 21,3 milljarða danskra króna (3,2 milljarða dala) eða 399 milljarða íslenskra króna. Verkefnið fól í sér byggingu 17 stöðva, neyðarása og tvær nýjar línur sem tengjast núverandi neðanjarðarlestarstöðvum Kongens Nytorv og Frederiksberg."
Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, kannski engar lestir eða bíla. En við lifum í núinu. Forgangsraða þarf eftir fjölda notenda vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu og þá er það ljóst að einkabílaeigandinn sem og atvinnutækja ökumenn, er sá hópur sem er stærstur og þarf greiðari för um vegi höfuðborgarsvæðisins.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Bílar og akstur | 20.10.2022 | 21:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.