Ríkisapparatið RÚV

Árið 2022 er fyrirbrigðið ríkisfjölmiðill ennþá til. Ríkisútvarpið var stofnað 1930 og þótti mikil bylting þegar útvarpsstarfsemi hófst hérlendis. Hvers vegna ríkið átti frumkvæðið, veit ég ekki, en giska á að engir innlendir aðilar hefðu getað eða viljað stofna til útvarpsstarfsemi.

Ein meginrökin fyrir stofnun og viðhalds þessa ríkisapparats, er öryggissjónarmiðið. Að ríkið getið komið skilaboðum áleiðis til almennings vegna hættuástands. Til þess er útvarpið hentugri miðill en einkarekin dagblöð sem hér voru til (af hverju varð ekki til ríkisdagblað?). Hægt var að koma skilaboðum til almennings á rauntíma en dagblöðin kannski bara daginn eftir. Sjómenn fengu t.a.m. veðurfréttir og gátu forðað sér í land ef óvænt óveður bar að garði.

Í stríðinu kom bandaríski herinn upp tímabundinni útvarpsstöð til að miðla fréttum, áróðri og skemmtiefni. Þegar Íslendingar sömdu um áframhaldandi varnir Bandaríkjahers árið 1951 var hafist handa við að koma á fót varanlegum ljósvakamiðlum fyrir dátana segir í blaðagrein DV, sjá slóðina: TÍMAVÉLIN: Brutust inn í Kanasjónvarpið og spreyjuðu á veggi

Svo leið tíminn og upp úr 1950 kom sjónvarpið til sögunnar í BNA og í Evrópu. Þetta var og er enn vinsæll miðill en Íslendingar tóku ekki þátt strax. Það var Bandaríkjaher sem reið á vaðið með sjónvarpsútsendingar 1955.

Kanasjónvarpið er það sem Íslendingar kölluðu sjónvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. ARFTS Keflavik, eða Armed Forces Radio and Television Service Keflavik, hét hún fullu nafni og var starfrækt í rúma hálfa öld.

Sjónvarpsútsending bandaríska herstöðvarinnar á Íslandi (Útvarps- og sjónvarpsþjónusta Keflavíkur; frá 1955 til 1966 eina sjónvarpsútsendingin sem var á Íslandi). En á meðan sumir tóku því fagnandi að fá ókeypis útsendingar á góðu bandarísku efni, töldu aðrir stöðina ógna menningu og þjóðerni Íslendinga. 

Íslendingar ákváðu því, líklega mest vegna menningarlegri ástæðu, peningaleg ástæða gæti líka hafa átt sinn þátt, að starfrækja íslenska sjónvarpsstöð undir stjórn íslenska ríkissins. Ríkissjónvarpið var stofnað 1966 og lokað var á opna dagskrá Kanasjónvarpsins. Held samt að það hafi starfað áfram en líklega sem kapalsjónvarp (einhvers sem veit það?). Kanaútvarpið hélt áfram að senda út óhindrað og gat maður hlustað á það á höfuðborgarsvæðinu (á meðan ég var að alast upp).

Íslendingar voru íhaldssamir og engar breytingar gerðar næstu tuttugu ár. En svo var Stöð 2 stofnuð 1986. 

Á íslensku Wikipedia segir að í "...stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið."

Ríkisvaldið var nú komið í samkeppni við einkaaðila, bæði hvað varðar útvarpsrekstur en einnig í sjónvarpsreksri. Nú myndi maður halda að RÚV væri orðið óþarfi fyrirbrigði. En stuðningsmenn RÚV héldu þá því fram að það hefði öryggishlutverki að gegna og ætti þvi að starfrækja áfram.

Svo kom næsta bylting í upplýsingamiðlun, sem líkja má við uppfinningu prentverksins. Internetið nær gríðarlegri útbreiðslu í upphafi 21. aldar og hefur síðan verið ráðandi þáttur i miðlun upplýsinga. Farsímar urðu almenningseign og samruni netsins svokallaða og síma í farsímanum hefur gjörbreytt allt. Ef hætta ber að höndum, fær fólk á hættusvæði send skilaboð í farsímann, um að hætta steðji að. Með öðrum orðum, þarf ekki milligöngu ríkisfjölmiðils til að rýma hættusvæði eða vara við aðsteðjandi hættu.

Hvers vegna er þá RÚV ennþá til? Þetta er erfið spurning og verður einhver annar að svara því. Hef ekki séð nein haldbær rök fyrir áframhaldandi rekstri. Ég myndi halda að annað hvort sé að ræða íhaldssemi eða stofnunin er n.k. "ríkisdraugur", stofnun sem er orðin úreld en hefur ekki verið lögð niður; af því bara rök eða gerum ekkert í málinu.

Margar ríkisstofnanir, svo sem Bifreiðaeftirlit ríkissins, urðu úreldar, bæði vegna tæknibreytinga sem og skilyrði til samkeppni sköpuðust. Annar "ríkisdraugur" Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ennþá starfræktur, þótt það sé löngu orðið ljóst að einkaaðilar geta mæta vel selt áfengi og tóbak á einfaldan og ódýrari hátt.

Ríkisfjölmiðill er gott dæmi um af hverju ríkisvaldið á ekki að starfa á samkeppnismarkaði. Rekstur RÚV er út úr öllu korti, dýr og ekki sjálfbær. Í frétt Mbl.is er ágætis grein sem heitir:Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum (sjá slóðina: Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum ).

Í greininni segir: "Rekstr­araðilar einka­rek­inna fjöl­miðla voru marg­ir síður en svo sátt­ir þegar fjár­laga­frum­varp til næsta árs var kynnt. Þar kem­ur fram að styrk­ir til fjöl­miðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta millj­ón­ir.

Kraf­an um aðhald náði þó ekki til allra fjöl­miðla en fram­lög úr rík­is­sjóði voru stór­auk­in til Rúv. Nam aukn­ing­in 8% eða um 420 millj­ón­um króna. Tel­ur því heild­ar­fram­lagið til miðils­ins ríf­lega fimm millj­arða króna.

Þess ber að geta að aukn­ing­in til Rík­is­út­varps­ins nem­ur meira fjár­magni en upp­hæðin sem all­ir einka­rekn­ir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 millj­ón­ir króna sam­tals."

Ekki fjallar blaðagreinin um tröllið á auglýsingamarkaðinum sem RÚV er. Oft er stofnunin með 2 milljarða í tekjur af auglýsingum á auglýsingamarkaði sem er lítill og brothættur. Mörg fjölmiðlafyrirtæki hafa einmitt farið á hausinn vegna þess að þau geta ekki keppt við ríkisstuttan fjölmiðil.

Ég ætla að enda þennan pistill á fréttastofu RÚV, sem er ansi athyglisvert fyrirbrigði, en hér er um að ræða "ríkisfréttir"; íslenska ríkið segir okkur fréttir, hvað sé fréttnæmt og hvað sé ekki fréttnæmt (með því að fjalla ekki um ef til vil fréttnæmt efni).

Fréttastofan var lengi vel virt og dáð, oftast með hlutlausar fréttir, en með tilkomu annarra fréttastofa, virðist hlutleysið hafa fokið út í veður og vind. Hún virðist skipar sér í lið með ákveðnum málstað hverju sinni að því sem sumum finnst. Aðrir eru hæstánægðir eða eru sama. Af hverju finnst sumum hún ekki vera hlutlaus lengur? Er það mannaráðningarnar, að ákveðinn hópur ræðst þarna inn sem hefur ákveðnar skoðanir? Eða er hún eftir sem áður hlutlaus í fréttaflutningi, og þetta er bara misskilningur eða öfund þeirra sem er illa við RÚV?

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að hafa sérskatt, nefskatt, til að starfrækja þennan fjölmiðil.  Nefskattur er venjulega lagður á einstakling yfir 18. aldri sem og fyrirtæki, óháð því hvort fólk nýtir sér þennan fjölmiðill. Fólk er með öðrum orðum þvingað til að borga þessa skatta. Fyrra fyrirkomulagið, RÚV með innheimtudeild og með fólk sem guðar á glugga, ótækt í framkvæmd. Með nefskatti getur enginn mótmælt né ekki greitt.

Er kominn tími á breytingar? Til eru margir frábærir einkareknir fjölmiðlar, sem reka vandaða íslenska dagskrá og eingöngu með íslenskt efni. Þeim tekst að halda sér á floti með mun minna fjármagn á milli handanna en RÚV.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skuggfari

Varðandi kapalsjónvarpið sem þú minntist á, þá veit ég ekki hvort það hafi verið eitthvað í tengslum við kanasjónvarpið, en ég man þó eftir kapalsjónvarpinu þegar ég var að byrja að alasst upp á áttunda áratugnum, og þar var ýmislegt eins og myndin um George Patton hershöfðingja sem maður horfði á þar aftur og aftur.

En varðandi RÚV, þá finnst mér allavega vefréttirnar oft vera skammarlega hlutdrægar, eins og með fréttir af stríðinu í Úkraínu, sem eru algjörlega einhliða fréttafluttningur, og stundum rangur, eins og það sé jafnvel gert viljandi í allavega sumum tilvikum. Og þetta finnst mér ekki sæma ríkisfjölmiðli sem eigi að vera hægt að taka mark á.


Horfi annars ekki á sjónvarpið, hvorki rúv né á aðra stöð, eða hlusti á útvarpið, en mér hefði þótt það vera af hinu góða að miðlað væri fræðandi efni um sögu lands og þjóðar, og menningu á íslandi, hvort sem væri umfjöllun sem sneri að íslenskri menningu eða erlendri, stjórnmálum og slíku, og það væri á íslensku og það væru íslendingar sem fjölluðu um þau mál, eða semsagt fólk sem hefðu rætur sínir á landinu, og hefðu fengið ís lenskuna með sér, ef ég orða það þannig.

Skuggfari, 17.10.2022 kl. 21:43

2 Smámynd: Birgir Loftsson

 Takk fyrir innlitið Skuggfari. Hef ekki séð þig áður hér hjá mér. Jú, ég man líka eftir kapalsjónvarpi á áttunda áratugnum, áður en Stöð 2 kom til sögunnar. Var vinsælt í Breiðholti og fór ég oft til bróður míns þar, til að horfa á góða bíómynd í miðri viku. Pabbi hlustaði svo á Kanaútvarpið í bílskúrnum á áttunda áratugnum. Veit ekki hvort Kaninn var með útsendingar þar til Varnarliðið yfirgaf landið 2006, hlýtur að vera. Kv. BL

Birgir Loftsson, 18.10.2022 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband