Eftirfarandi texti um tíund kemur úr vefsetrinu skjalasafni.is sjá hér að neðan.
Tíund er einn tíundi af einhverju og er oftast átt við skatt af einhverju tagi. Tíund hefur tíðkast sem aðferð við skattlagningu víða um heim og allt aftur til upphafs miðalda. Tíundin var aðferð kristnu kirkjunnar til þess að fjármagna starfsemi sína víða um Evrópu lengi vel og er lögboðin í einstaka löndum enn í dag. Skattur samþykktur á alþingi 1096/1097. Á Íslandi var tíundin greidd af eign og því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því, að eignir manna ykust um 10% árlega og þeir greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Allar eignir manna, sem náðu lágmarkseign, voru tíundaðar.
Tíundarlög á Íslandi
Tíundarlög voru samþykkt eins og áður sagði á Alþingi árið 1096/7, fyrstu skattalög á Íslandi. Að þeim stóðu Gissur Ísleifsson, biskup, Sæmundur Sigfússon hinn fróði í Odda og sjálfsagt fleiri höfðingjar. Í öðrum löndum hafði slíkri skattheimtu verið mótmælt harðlega, jafnvel kostað blóðsúthellingar, en ef marka má frásögn Ara Þorgilssonar voru þau samþykkt einróma hér á landi og þóttu það mikil undur.
Lögin voru þó frábrugðin því sem gerðist annars staðar, þar var um að ræða 10% tekjuskatt - bændur greiddu 10% af uppskerunni, handverksmenn 10% af framleiðslunni - en hér var tíundin greidd af eign og var því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því að eignir manna ykust um 10% árlega og greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Slíkur eignaskattur, eða vextir af dauðu fé, var þyrnir í augum kirkjunnar manna annars staðar en hér á landi. En ljóst er að Gissur biskup hlýtur að hafa fengið samþykki fyrir þessu skattafrumvarpi hjá erkibiskupi eða jafnvel páfa.
Allar eignir manna, sem náðu lágmarkseign, voru tíundaðar. Skatturinn skiptist í fjóra staði: 1/4 rann til biskups til uppbyggingar biskupsstól og rekstri, 1/4 rann til þurfamanna, og fengu hreppsmenn þann hluta til að deila út meðal fátækra, 1/4 rann til kirkna, til viðhalds og uppbyggingar og 1/4 til presta.
Tveir síðustu hlutarnir runnu í raun til þeirra höfðingja sem áttu kirkjurnar og höfðu presta í þjónustu sinni, og gátu þeir sjálfsagt farið með það fé eins og þeim sýndist. Prestar voru hvort eð er í þjónustu kirkjueigenda. Af þessum sökum er ekki undarlegt að höfðingjar hafi samþykkt skattheimtuna á Alþingi, þar sem þeir sjálfir fengu helminginn til baka, auk þess sem skatturinn var mun léttari en 10% tekjuskattur.
Skatturinn skiptist í fjóra staði: 1/4 rann til biskups til uppbyggingar biskupsstóls og rekstrar hans, 1/4 gekk til þurfamanna, og fengu hreppsmenn þann hluta til þess að deila út meðal fátækra, 1/4 rann til kirkna, til viðhalds og uppbyggingar og 1/4 til presta.
Heimild: Tíund (skjalasafn.is)
Svona var skattheimtan í raun í þúsund ár. Hoftollar voru ef til vill fyrir árið 1000, svo tíundartekjur en svo fengu Íslendingar stjórnarskrá 1874 og þar með réttinn til að setja fjárlög og leggja á skatta. Íslendingar voru ráðdeildarsamir og skiluðu afgangi lengi vel, þrátt fyrir verkefnin í landinu hafi hrópað á fjármagn. Hér skorti allt, vegi, brýr, hafnir og í raun alla innviði. Samt var byrjað á þessu öllu, með tekjuafgangi á ríkissjóði á landsstjórnartímabilinu og segja má að verkefnið sé en í gangi.
Skattar á Íslandi í dag (tekið af vefnum island.is)
Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.
Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.
Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.
Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.
Tekjuskattsþrep launþega 2021 eru þrjú. Launþegar greiða því:
- 31,45 af tekjum undir 349.018 kr. á mánuði,
- 37,95% af tekjum 349.019979.847 kr. á mánuði og
- 46,25% af tekjum yfir 979.847 kr. á mánuði.
Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.
Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2020 var meðalútsvar 14,44%.
Allir 16 til 70 ára og með tekjur yfir skattleysismörkum greiða föst gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra og til reksturs Ríkisútvarps. Þessi gjöld eru nefskattur en það er skattur sem leggst jafnt á alla.
Börn yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% af tekjum sem fara yfir frítekjumarkið í skatt.
Aðrir skattar
Einstaklingar greiða 22% skatt af fjármagnstekjum. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 150.000 kr. á ári hjá manni og 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis til búsetu leigjanda.
Fjármagnstekjur eru:
- Vaxtatekjur
- Arður
- Söluhagnaður
- Leigutekjur
- Erfðafjárskattur er 10% en ekki er greiddur skattur af fyrstu einni og hálfri milljóninni af skattstofni dánarbús.
- Sumir happdrættisvinningar eru skattlagðir. Listi yfir happdrætti sem greiða skattfrjálsa vinninga er birtur í leiðbeiningum með skattframtali einstaklinga.
Svo eru það aðrir þættir sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga og fyrirtækja. En það er hin alræmda verðbólga sem Íslendingar réðu nánast alla 20. öldina ekkert við. Þetta má kalla óbeina skattlagningu. Flest allir Íslendingar eru með 38% tekjuskatta sem eru ansi háir skattar. Svo er verslað og virðisaukaskattar leggja ofan á. Er ekki kominn tími á að minnka álögur á lögaðila á Íslandi?
Íslenska skattkerfið: áhrif á hegðun og lífskjör
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.