Um hvað snýst áhlaupið á Mar-a-Lago?

Copy - paste fréttamennskan ríður ekki einteymingi á Íslandi. Reglulega birtast fréttabútar, án samhengis, um hin eða þessi mál. Tökum dæmi, um hvað snýst stríðið í Jemen raunverulega um? Hafa íslenskir fjölmiðlar komið með fréttaskýringar um það? Já eitthvað en margt er óskýrt.

Ég fylgist með indverskum, arabískum, áströlskum, breskum, bandaríkskum og fleiri erlendum fjölmiðlum til að fá raunverulega sýn á umheiminn. Íslenskir fjölmiðlar eru bergmálshellar sem bergmála flestir hávaða úr vinstri kima hellirins. Maður sér strax á skrifum fréttamanna hvaðan þeir fá sína heimild. 

Titill greinarinnar hér er vísar í áhlaupið á Mar-a-Lago. Hver er stóra myndin á bakvið áhlaupið?

Stóra myndin er sú að ríkisstjórn Joe Biden er með allt á hælum sér, öll verkin sem stjórn hans hafa beitt sér fyrir hafa mistekist. Eina sem þeim hefur tekist er að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í velferðamál á sama tíma og efnahagurinn er í kalda kola, verðbólga risin upp til skýanna, orkuskortur, glæpaalda sem aldrei fyrr, opin landamæri og 2 milljónir ólöglegra innflytjenda. Pólitík demókrata snýst um jaðarmál, svo sem réttindamál hina og þessara minnihlutahópa sem þó eru þegar lögvarðir gagnvart lögum.

Vinstri armur sem og hægri armur bandaríska risans eru um háls Bandaríkjanna. Forsetinn Joe Biden hefur reynst vera einn óvinsælasti forseti allra tíma.

Hvað gera bændur þá? Jú, beinum athyglinni frá vandamálum meðals Joes og Jane, og látum þau hugsa um annað en vandamálin við að láta enda ná saman hvern einasta dag. Förum og drögum fram vondan karlinn - Trump - og beinum athyglinni að honum og látum kosningabaráttuna snúast um persónu hans að miðtíma kosningunum sem eru nú í haust.

Það er engin tilviljun að áhlaupið sér stað núna. Ætlunin var að varpa skít á forsetann fyrrverandi og leggja fram kæru vegna skjalamála hans fyrir kosningarnar. En nú er komið babb í bátinn. Lögfræðiteymi Trumps tókst að fá skipaðan sérstakan meistara (e. special master) sem á að ákvarða hvaða skjöl hið gjörspillta FBI megi taka og hvað ekki. Málið er að FBI tók allt sem á hendi festist, þar á meðal vegabréf og aðrir persónulegir munir (sem mátti ekki) en einnig skjöl sem greinilega eru persónuleg skjöl einstaklingsins Trumps (sjá mátti þetta á uppstilltri mynd sem FBI "lak" af skjölum Trumps, dreift um gólfið, rétt eins og starfslið Trumps hafi hent leyniskjöl á gólfið eins og krakkar. Annars mjög skrýtið, að FBI bar við að þjóðaröryggið að skjölin kæmust í hendur Þjóðskjalasafnsins og ekki fyrir augu óviðkomandi, en samt birtir stofnunin myndir af skjölunum!

Á meðan eru íslenskir fjölmiðlar uppteknir af hvers konar skjöl hann hefur og talar um leyndarskjöl um kjarnorkumál annarra ríkja - auðvitað eru slík skjöl í fórum forsetans en hann sagðist hafa aflétt leyndina af þeim er hann flutti úr Hvíta húsinu. Það er svo að forsetinn getur tekið hvaða skjöl sem er, hvert sem er, aflétt leynd af hvaða skjölum sem, enda er hann holdgervingur og í raun framkvæmdarvaldið sjálft. Enginn embættismaður, jafnvel ekki yfirmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna getur sagt Bandaríkjaforseta fyrir verkum, því hann hefur "executive privilege". Deilumálið snýst um hvort að fyrrum forseti hafi slík réttindi?

Hvað eru framkvæmdarvaldsréttindi?

Framkvæmdavaldsforréttindi eru stjórnskipuleg kenning sem byggir á aðskilnaði valds. Samkvæmt þessari kenningu hefur forsetinn rétt á að verja umræður sínar með aðstoðarmönnum frá þinginu og dómsvaldinu í sumum tilvikum.

En lögfræðingar segja að lögfræðingar Trumps muni eiga erfitt með að halda því fram að halda eigi skjölum forsetans frá Þjóðskjalasafni eða FBI á grundvelli forréttinda stjórnenda.


Takmörk framkvæmdavaldsréttinda

Framkvæmdaforréttindi eiga rætur að rekja til aðskilnaðar valdsviða framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. NARA er hluti af framkvæmdavaldinu, eins og FBI. Fyrrverandi forseti getur reynt að fullyrða um stjórnunarréttindi til að viðhalda friðhelgi tiltekinna gagna, en núverandi forseti gæti hafnað þeim fullyrðingum. Það er það sem gerðist þegar Trump reyndi að koma í veg fyrir að nefndin valin 6. janúar njóti gagna sem skjalasafnið geymir. Hvíta húsið í Biden neitaði að koma í veg fyrir það og hæstiréttur ákvað að Trump gæti ekki stöðvað það.

Óljóst er núna hvernig þetta mál fer. Ljóst er að, líkt og með Nixon, að Trump getur ekki skýlt sér bakvið framkvæmdarvaldsréttindi sín ef málið telst vera saknæmt. Málið er bara að skila inn gögnum forsætisembættisins er ekki saknæmt, þ.e.a.s. refsivert samkvæmt lögum! Bara ákvæði um að það eigi að skila inn gögnum. Líkt og ef maður skilar ekki i bókasafnsbók, þá er engin refsing nema dagsektir, það er ekki einu sinni svo hvað varðar "bókasafnsbækur" forsetans.

Svo er það að FBI kann að hafa brotið fjórðu grein réttindaskráar stjórnarskrá Bandaríkja semkveður á um verndar borgarana fyrir húsleitum og handtöku, og kveður á um að handtökuskipanir eða húsleitarheimildir skuli gefnar út af dómstól, fyrir skuli liggja rökstuddur grunur um tiltekinn glæp og ekki megi taka annað en húsleitarheimildin kvað á um en FBI tók miklu fleiri skjöl en þeir máttu taka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Svo eru sumir að ýja að því að FBI sé að fela slóð spillra FBI fulltrúa sem hafa verið handbendir demókrata í endalausum ákærum og rannsóknum á 45. forseta Bandaríkjanna.

Birgir Loftsson, 8.9.2022 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband