Óhætt er að segja að Evrópubúar eru herskáir. Álfan hefur gengið í gegnum óteljandi stríð síðan "siðmenning" hélt innreið í hana og ríki mynduðust. Kortagerðamenn gera ekki ráð fyrir að Evrópukortið gildi lengur en í fáeina áratugi.
Síðasta meiriháttar stríð var svo yfirgengilegt, tug milljóna manntjön, að jafnvel Evrópubúum var nóg boðið og reynt var að koma í veg fyrir fleiri stríð. Evrópusamruni í formi Evrópusambands virtist vera svarið en það er það ekki. Heldur ekki stofnun hernaðarbandalagsins NATÓ. En Evrópa þurfti hins vegar að láta síðustu eftirlifendur seinni heimsstyrjaldar deyja, og þeir eru ekki margir eftir, til að gleyma hryllinginum.
Nú er byrjað að fægja vopnin og stríð geysar í Austur-Evrópu, milli tveggja Evrópuríkja, Rússlands og Úkraníu. Enn eitt kjánastríðið.
En það eru ekki bara Rússar og Úkraníumenn sem eru að taka til í vopnabúrum sínum og hreinsa út gömul vopn, önnur Evrópuríki hafa engu gleymt.
Nú vilja Pólverjar fá stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum, í stað þess að láta kyrrt liggja, vera ánægðir með allt það land sem þeir fengu af Þýskalandi í lok seinni heimsstyrjaldar og brottrekstur allra Þjóðverja búsetta í Pólandi.
Pólverjar gegn Þjóðverjum
Krefja Þjóðverja um 184.000 milljarða í stríðsbætur
En hvað eru Þjóðverjar að hugsa? Eru þeir búnir að gleyma og sætta sig við minna Þýskaland en fyrir 1939? Það gæti breyst ef annar og herskáari stjórnmálaflokkur nær völdum í Þýskalandi en sósíaldemókratar. Bæði ríkin eru í ESB og NATÓ.
Og jaðarríkið Tyrkland yppar gogg líka. Tyrkir eru með hótanir gegn Grikkjum og segjast vera reiðubúnir til að taka eyjar undir stjórn Grikkja til sín með hervaldi.
Tyrkir gegn Grikkjum
Erdogan hótar hörðum aðgerðum gegn Grikkjum
Bæði ríkin eru í NATÓ en það stoppar þau ekki. Skemmst er að minnast stríðið um Kýpur og skiptingu eyjarinnar. Deila og stríð sem er enn óleyst.
Balkanskaginn er líka á hættustigi. Ríki þar telja sig eiga harma að hefna og bíða tækifæris. Bosnía og Hersegóvína er púðurtunna sem bíður eftir að springa. 77 ára friður hefur ríkt síðan heimsstyrjöldin síðari geysaði. Að vísu geysaði stríð á Balkanskaga undir lok tuttugust aldar en hver telur með borgarastyrjaldir? Friðurinn eftir Napóleon styrjaldirnar ríkti frá 1815 til 1914 með fáeinum undanteknum, rétt eins og nú.
Á sama tíma er Vestur-Evrópa galopin fyrir innflutningi fólks með framandi menningu. Fólk sem deilir ekki sömu siðum og gildum og heimafólkið. Það flytur inn í stórborgir, mynda menningarkima og hverfi þar en deila fáu með heimamönnum annað en búsetu í sama landi. Þegar fjöldinn er orðinn nógu mikill, og ef aðkomufólkið er nógu herskátt, þá leiðin greið fyrir borgarastyrjöld, en sjá má vísir að slíku í Svíþjóð.
Þannig er staðan í dag. Evrópubúar geta ekki látið kjurrt liggja með landamæri og gamlar deilur og á sama tíma búa þeir til kjöraðstæður fyrir innanlandsátök með því að hafa ríki sín ósamstæð.
Friðurinn hefur ruglað Evrópumenn í ríminu, þeir gleymdu í bili að þeir eru herskáir afkomendur Krómagnomanna og Neanderdalsmanna sem er skæð blanda manntegunda.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 3.9.2022 | 16:29 (breytt kl. 21:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Undanfarinn friður hefur ruglað Evrópumenn í ríminu, þeir gleymdu í bili að þeir eru herskáir afkomendur Krómagnomanna og Neanderdalsmanna sem er skæð blanda manntegunda. Framundan er ekki góð tíð. BL
Birgir Loftsson, 4.9.2022 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.