Söguleg ræða Joe Bidens

Joe Biden hélt ræðu í gær.  Hún var söguleg vegna þess að hann hélt haus og gat haldið hana án þess að detta út. En fyrst og fremst er hún söguleg vegna innihalds ræðunnar.  Segja má að svona ræða, hafi aðeins tvisvar sinnum verið haldin, um 1800 og rétt fyrir bandarísku borgarastyrjöldina.

Ræðan var um lýðræðið í Bandaríkjunum. Hún kallast "REMARKS BY PRESIDENT BIDEN ON THE CONTINUED BATTLE FOR THE SOUL OF THE NATION". Ég ætla að birta hluta hennar til að gefa innsýn inn í hversu sundrandi hún er fyrir þjóð sem er þegar skipt í tvo andstæða hópa sem geta ekki talað saman, þrátt fyrir alla samfélags- og fjölmiðla sem í boði eru.

Í hnotskurn segir Joe að verið sé að berjast um sál Bandaríkjamanna - lýðræðið og gildin í landinu. Hann segir að MAGA - sinnar í repúblikanaflokknum séu "semi-fasistar" (orðrétt) og þeir séu óvinir bandaríska lýðræðinu. Þegar blaðafulltrúi Hvíta hússins var spurður út í þetta og hversu mikill fjöldi þetta var, þá sagði hann (hún) fyrst að þetta væri forystan, síðan hluti úr flokknum og loks allur flokkurinn og þá sem kjósa flokkinn, allt á fáeinum mínútum við spurningar blaðamanna Hvíta hússins.

Í raun er ríkisstjórn Joe Bidensað segja að helmingur landsmanna (sem kjósa repúblikana) séu óferjandi og óalandi! Engin sáttarhönd eða lausnir eru í boði, bara stríðsyfirlýsing. Þetta er merkilegt í ljósi stefnuræðu Joe Bidens í innvígsluathöfninni þar sem hann sagðist vera maður sátta og allra Bandaríkjamanna. Hann væri í raun miðjumaður.

En verk tala sínu máli, ekki orð, verkin segja að stjórn Joe Biden hefur verið róttæk vinstri stjórn, svo mjög að annað eins hefur aldrei sést áður í Bandaríkjunum. Demókratar hafa yfirleitt talið sig vera á miðjunni eða rétt til vinstri en þetta slær út allan þjófabálk.

Fyrir utan árásir á repúblikana en á sviðinu sem Joe Biden heldur ræðuna, má sjá vopnaða landgönguliða, sem óvenjuleg sviðsmynd, þegar svona pólítísk ræða er haldin, montar Joe sig af frábærum efnahagsárangri. Sem er athyglisvert, þegar efnahagssamdráttur er í landinu (ekki kreppa enn) og óðaverðbólga sem hefur ekki sést síðan í tíð Jimmy Carters. Í raun er allt í kalda kola í Bandaríkjunum efnahagslega. Orkuskortur (vegna herferðar Joe Bidens gegn olíu- og gasframleiðenda í BNA), óðaverðbólga, opin landamæri (innrás ólöglegra innflytjenda sem eru 2 milljónir í ár), eiturlyfjafaraldur (vegna opinna landamæra), glæpafaraldur (aldrei fleiri drepnir en í ár), flutningavandamál og vöruskortur, svo fátt eitt sé nefnt innanlands. Það er þó ekki atvinnuleysi og störfum fjölgar en margir þurfa að vinna tvö störf til að láta enda ná saman. Fjölskyldur sem fá mataraðstoð hafa aldrei verið fleiri.

Þess má geta að auki að skuldir Bandaríkjanna hafa aldrei verið eins háar en þær eru komnar upp í 31 trilljónir Bandaríkjadollara (íslenska: billjónir) og í raun geta Bandaríkin ekki borgað þessar skuldir.

Utanríkismálin eru líka í kalda kola og segja má að sneypuleg brottför öflugasta hers veraldarsögunnar frá Afganistans, hafi dregið marga dilka á eftir sér. Andstæðingar Bandaríkjanna, sem eru margir, tvífelfdust, Rússar fóru af stað í stríð við Úkraníu, Kínverjar hamast á Taívan, Íranir fara sínu fram með kjarnorkuvopnaáætlun sína, N-Kóreumenn reyna að sprengja sem öflugust sprengjur og meira segja ríkisstjórn Salomon-eyja úthýsir bandarískum herskipum (og breskum) frá höfnum sínum en bjóða kínverskum heim í staðinn.

En hér var lofað að gefa úrdrátt úr ræðu Joe Bidens í grófri þýðingu. Ræðan byrjar ágætlega en takið eftir árásunum í lok þessara klippu úr ræðunni:

"Kæru Bandaríkjamenn, vinsamlegast fáið ykkur sæti. Ég tala við ykkur í kvöld frá helgum vettvangi í Bandaríkjunum: Independence Hall í Fíladelfíu, Pennsylvaníu.

Þetta er staður þar sem Bandaríkin gaf heiminum sjálfstæðisyfirlýsingu sína fyrir meira en tveimur öldum með hugmynd, einstök meðal þjóða, að í Bandaríkjunum erum við öll sköpuð jöfn.

 Þetta er þar sem stjórnarskrá Bandaríkjanna var skrifuð og rædd.
 Þetta er þar sem við settum af stað ótrúlegustu tilraun til sjálfstjórnar sem heimurinn hefur þekkt með þremur einföldum orðum: „Við, fólkið. "Við fólkið."

Þessi tvö skjöl og hugmyndirnar sem þau fela í sér - jafnrétti og lýðræði - eru kletturinn sem þessi þjóð er byggð á. Þau sýna hvernig við urðum mesta þjóð á jörðinni. Þau eru ástæðan fyrir því að Ameríka hefur í meira en tvær aldir verið leiðarljós heimsins.


En þar sem ég stend hér í kvöld eiga jafnrétti og lýðræði undir högg að sækja. Við gerum okkur sjálfum engan greiða að láta sem annað.

Svo í kvöld er ég kominn á þennan stað þar sem allt byrjaði að tala eins skýrt og ég get til þjóðarinnar um þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir, um það vald sem við höfum í okkar eigin höndum til að mæta þessum ógnum og um þá ótrúlegu framtíð sem liggur í fyrir framan okkur ef við bara veljum það.

Við megum aldrei gleyma: Við, fólkið, erum sannir erfingjar bandarísku tilraunarinnar sem hófst fyrir meira en tveimur öldum.

Við, fólkið, brennum innra með okkur öllum frelsisloganum sem kveiktur var hér í Independence Hall - logi sem lýsti okkur í gegnum afnám, borgarastyrjöld, kosningarétt, kreppuna miklu, heimsstyrjaldir, borgaraleg réttindi.

Þessi heilagi logi logar enn núna á okkar tímum þegar við byggjum upp Ameríku sem er velmegandi, frjálsari og réttlátari.

Það er verk forsetaembættisins, trúboð sem ég trúi á af allri sálu minni.

En fyrst verðum við að vera heiðarleg við hvert annað og við okkur sjálf.

Of mikið af því sem er að gerast í landinu okkar í dag er ekki eðlilegt.

Donald Trump og MAGA repúblikanar tákna öfgastefnu sem ógnar grunnstoðum lýðveldisins okkar.

Nú vil ég vera mjög skýr - (lófaklapp) - mjög skýr fyrir framan: Ekki eru allir repúblikanar, ekki einu sinni meirihluti repúblikana, MAGA repúblikanar. Ekki eru allir repúblikanar aðhyllast sína öfgafullu hugmyndafræði.

Ég veit það vegna þess að ég hef getað unnið með þessum almennu repúblikönum.

En það er engin spurning að Repúblikanaflokkurinn í dag er stjórnaður, knúinn áfram og ógnað af Donald Trump og MAGA repúblikönum, og það er ógn við þetta land.


Þetta eru erfiðir hlutir."

Þetta fer ekki saman við það sem blaðafulltrúinn hans sagði (og hann sjálfur) en hann sagði að þeir sem kysu repúblikana væru "semi fasistar".

En hér kemur önnur klippa úr ræðunni, þar sem ráðist er á MAGA-fólkið með ásökunum og það sakað um hitt og þetta án þess að vísa í raunverulega atburði (utan 6. janúar atvikið, sem telja má frekar vera óeirðir en vopnaða uppreisn (enda engin vopnaður sem fór inn í þinghúsið og enginn lést nema saklaus kona sem var skotin af færi þar sem hún stóð). Það er lýgi hjá Joe Biden sem heldur því fram að lögreglumenn hafi látist þann 6. janúar.

Grípum í ræðuna:

"En ég er bandarískur forseti - ekki forseti rauðu Ameríku eða bláu Ameríku, heldur allra Ameríku.

Og ég trúi því að það sé skylda mín - skylda mín við ykkur, að segja sannleikann, sama hversu erfitt, sama hversu sárt.

Og hér, að mínu mati, er það sem er satt: MAGA repúblikanar virða ekki stjórnarskrána. Þeir trúa ekki á réttarríkið. Þeir viðurkenna ekki vilja fólksins.

Þeir neita að samþykkja niðurstöður frjálsra kosninga. Og þeir eru að vinna núna, eins og ég tala, í ríki eftir ríki að því að veita flokksmönnum og vildarvinum vald til að ákveða kosningar í Ameríku, og styrkja kosninga afneitendur til að grafa undan sjálfu lýðræðinu.

MAGA sveitir eru staðráðnar í að taka þetta land aftur á bak - afturábak til Bandaríkjanna þar sem það er enginn réttur til að velja, enginn réttur til einkalífs, enginn réttur til getnaðarvarna, enginn réttur til að giftast þeim sem þú elskar.

Þeir efla einræðissinnaða leiðtoga, og þeir kveikja í logum pólitísks ofbeldis sem er ógn við persónuleg réttindi okkar, við leit að réttlæti, við réttarríkið, við sjálfa sál þessa lands.

Þeir líta á múginn sem réðst inn í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar - réðst hrottalega á löggæsluna - ekki sem uppreisnarmenn sem settu rýting í háls lýðræðis okkar, heldur líta á þá sem föðurlandsvini.

Og þeir líta á MAGA-mistök þeirra við að stöðva friðsamlegt valdaframsal eftir kosningarnar 2020 sem undirbúning fyrir kosningarnar 2022 og 2024.

Þeir reyndu allt síðast til að gera atkvæði 81 milljón manns að engu. Að þessu sinni eru þeir staðráðnir í að ná árangri í að koma í veg fyrir vilja fólksins.

Þess vegna hafa virtir íhaldsmenn, eins og Michael Luttig, dómari alríkisdómstólsins, kallað Trump og hina öfgafullu MAGA repúblikana, „skýr og núverandi hættu“ fyrir lýðræði okkar.

En þótt ógnin við bandarískt lýðræði sé raunveruleg, vil ég segja eins skýrt og við getum: Við erum ekki vanmáttug gagnvart þessum ógnum. Við erum ekki fjarstaddir í þessari áframhaldandi árás á lýðræðið.

Það eru miklu fleiri Bandaríkjamenn - miklu fleiri Bandaríkjamenn frá öllum - af öllum uppruna og trú sem hafna hinni öfgakenndu MAGA hugmyndafræði en þeir sem samþykkja hana.

Og gott fólk, það er á okkar valdi, það er í okkar höndum - þínum og mínum - að stöðva árásina á bandarískt lýðræði.

Ég tel að Bandaríkin séu á vendilpunkti - eitt af þessum augnablikum sem ákvarða lögun alls sem á eftir að koma.

Og nú verður Ameríka að velja: að halda áfram eða að fara aftur á bak? Til að byggja framtíðina eða hafa þráhyggju um fortíðina? Að vera þjóð vonar og samheldni og bjartsýni, eða þjóð ótta, sundrungar og myrkurs?

MAGA repúblikanar hafa valið sitt. Þeir faðma reiði. Þeir þrífast á glundroða. Þeir lifa ekki í ljósi sannleikans heldur í skugga lyga."

Hér er hlekkurinn í ræðu Joe Bidens á vef Hvíta hússins.

https://www.whitehouse.gov/briefing-room/speeches-remarks/2022/09/01/remarks-by-president-bidenon-the-continued-battle-for-the-soul-of-the-nation/

Ein lokaspurning. Af hverju eru landgönguliðarnir hafðir í bakgrunni? Hótun um beitingu valds eða n.k. lögmætis stimpill alríkisstjórnarinnar á ræðu hans? Áhlaup á heimili fyrrum forseta Bandaríkjanna er gert út frá dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Joe Bidens, en slíkar pólitískar árásir má sjá hjá harðstjórnarríkjum en ekki höfuðríki lýðræðisríkja. Svo eru stofnanir alríkisstjórnarinnar beittar á andstæðinganna, fyrst og fremst FBI og bandarísku skattayfirvöldin (71 þúsund nýir skattrannsakendur ráðnir en fyrir voru um 60 þúsund) en nú á að kreista skatta úr Bandaríkjamönnum til að borga peningaóráðsíuna sem er í landinu.

Hvernig bregst fólkið við sem er kallað semi-fasistar? Það verður reitt og bregst ókvæða við og tvískipting landsins verður bara dýpri. Það er afleiðing þessarar ræðu. Það er þó eðlilegt að Joe Biden rói á þessi mið, pólitísk mið, Moby Dick leiðangur í formi Donalds Trumps sem hvalurinn illvígi og Joe Biden sem Ahab skipstjóra, og áhöfin og þjóðarskútan, Bandaríkjamenn og Bandaríkin eru þátttakendur í þessu öllu. Þetta er gert í stað þess að að vísa í lélegan árangur í efnahagsmálum og bilaða utanríkispólitík, þar sem áhrif Bandaríkjanna hafa ekki verið minni síðan 1973-74. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Uppáhalds öldungardeildarþingmaður minn, John Kennedy, repúblikani, tjáir sig um ræðu Joe Biden og eins og alltaf er hann orðheppinn. https://fb.watch/fh_VuKRyeX/

Birgir Loftsson, 2.9.2022 kl. 17:51

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Látum Halldór hafa lokaorðin gegn Joe Biden sem þó var rauðari en rauður liturinn!

"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."

Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, frá 1927

Birgir Loftsson, 2.9.2022 kl. 18:04

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Tucker Carlson hjá Foxnews... https://fb.watch/fi0bi-ZqiN/

Birgir Loftsson, 2.9.2022 kl. 18:12

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ben Sharpiro ræðir hér um sviðmyndina á bakvið Joe Biden, blóðrauður bakgrunnur með hermönnum. Bakgrunnur sem sjá má hjá einræðisherrum.  

https://fb.watch/fiSezfJ9Dc/

Birgir Loftsson, 3.9.2022 kl. 09:33

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Jón Biden reyndi að draga til baka það sem hann sagði daginn eftir aðspurður.

Birgir Loftsson, 3.9.2022 kl. 13:29

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér eru fyndin viðbrögð: https://fb.watch/fjzidp-jsQ/

Birgir Loftsson, 3.9.2022 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband