Blaðamennska og gagnrýni

Ég komast að því fyrir nokkrum dögum að uppáhalds blaðamaður minn, Kristján Kristjánsson, blaðamaður fyrir DV samsteypuna (Pressan) er líka fastur penni.

Greinar hans sem blaðamaður eru margbreytilegar og skemmtilegar en það hefur greinilega fokið í hann, því að hann skrifaði grein sem ber heitið "Hjálpum Ara!" og þar skammar hann suma lesendur sína fyrir að senda sér tölvuskeyti. En greinin er megninu til samt skammir út í aðdáendur Pútíns og Trumps og kannski aðallega þá kumpána.

Eftir gagnrýnina á lesendurnar sem eru aðdáendur þessara kalla (og hann tók líka fyrir Covid afneitendur), þá sagði hann eftirfarandi:  "Á móti þessu kemur síðan að auðvitað er fólki heimilt að hafa sínar skoðanir hér á landi og dást að ómennum eins og Pútín og óvini lýðræðisins á borð við Trump."

Allt í lagi, Kristján er skiljanlega enginn aðdáandi þessara stjórnmálamanna en spyrja má sig, hvort lesendur megi ekki gagnrýna skrif blaðamanna? Skrif blaðamanna er nefnilega einstefna og ekki eru allir sammála greinahöfundi. Líkja má þessu við að ræðumaður flytur ræðu, en hann má alltaf vænta framíköll og hæðnisglósur. Það er bara hluti af orðræðunni. Sama á við um blaðaumfjöllun. Kristján eins og aðrir blaðamenn eru með tölvupóstfang i fyrirsögn greina og auðvita freistast menn til að senda línu. Til hvers eru blaðamenn annars að birta tölvupóstfang? Eru þeir ekki í samfélagsumræðunni?

En ég er fullkomlega sammála Kristjáni að segja verður mörkin við ofbeldishótanir sem hann greinilega fær. Hann ætti að framsenda slík skeyti beint til lögreglunnar. 

Að lokum, Kristján tekur Ara nokkurn Óskarsson sem dæmi um mann sem kann ekki að stjórna sér og er með hótanir. Ég kíkti að gamni á Facebook og þar eru tveir menn með nafnið Ari Óskarsson. Eflaust eru til aðrir Arar Óskarssyni sem eru ekki á Facebook. Nú liggur annar þeirra saklaus undir ámæli en hvor þeirra er sekur?

En ég held áfram að lesa skemmtilegar greinar Kristjáns.

 

https://www.dv.is/eyjan/2022/8/27/hjalpum-ara/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll. Flottur Kristjáni þegar hann gantast með Moskvudindla eða sakleysingja sem eru eins og málbein einræðisherra Rússa. 🤪

Sigurður Antonsson, 31.8.2022 kl. 21:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Blessaður Sigurður. Mikið rétt. Gaman að Kristjáni þó að ég sé aðeins að umvartast hér. 

Birgir Loftsson, 31.8.2022 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband