Hér er athyglisverð frétt um að Bandaríkjaþing viðurkennir að fljúgandi furðuhlutir eru ekki allir manngerðir. Hún er reyndar í Pressunni en meginfjölmiðlar tala lítið sem ekkert um UFO eða fljúgandi furðuhluti eins og þeir kallast óformlega á íslensku.
Ég man eftir umfjöllun um Magnús Skarphéðinssyni á sínum tíma en hann þótti hinn mesti furðufugl sem talaði um verndun hvala og hann tryði á geimverur og geimskip.
Á íslensku hafa komið út bækur um þessi fyrirbrigði og sækja má sér á næsta bókasafni. Erfitt er meta hug íslenskra stjórnvalda um fyrirbrigðið, enda held ég íslensk stjórnvöld hafi aldrei talað formlega um málið. Hver sem ástæðan er, fordómar eða þau vilja ekki tengjast svona "jarðarmálum", er erfitt að segja, ætli megi ekki segja um sé að ræða áhugaleysi, ef ekki skeytingarleysi.
Ég kynntist svo kölluðum geimverufræðum (það er til heil bókaflokkun og samfélag um þessi fræði) í gegnum bókasafnið hér í Hafnarfirði. Ég hafði gaman af og leit á þetta sem bókmenntagrein sem flokkast mætti sem "ævintýrasagna flokkur", sem erfitt er að trúa en gaman að pæla í, líkt og draugasögur/þjóðsögur og líf eftir dauða sögur sem ég hef líka gaman af að lesa. Eitthvað sem erfitt eða ómögulegt er að henda reiður á og því best að hafa allan varan á en hafa gaman af.
En internetið breytti öllu varðandi "geimverufræðin" og nú var hægt að kynna sér þessi fræði, ekki bara af gömlum skruddum á bókasafninu, heldur óteljandi myndböndum og viðtölum við fólk sem þekkir til.
Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Rússlandi og fleiri löndum, hafa þessi fyrirbrigði verið tekin alvarleg í gegnum áratugina og öll stjórnvöld, hafa annað hvort í gegnum sérstakar stofnanir eða gegnum herjum sínum, hafið rannsóknir á fyrirbrigðinu. Project Blue Book er frægasta bandaríska rannsóknarverkefnið um fyrirbrigðið og ælta ég aðeins að skýra það í nokkrum setningum.
Project Blue Book var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af kaptein Edward J. Ruppelt og fylgdi verkefnum af svipuðum toga eins og Project Sign stofnað árið 1947 og Project Grudge árið 1948. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að vísindalega séð greina UFO-tengd gögn.
Þúsundum UFO skýrslna var safnað, greind og lögð inn. Sem afleiðing af Condon-skýrslunni, sem komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á UFO væru ólíklegar til að skila meiriháttar vísindauppgötvunum, og endurskoðunar á skýrslu National Academy of Sciences, var Project Blue Book hætt árið 1969.
Flugherinn útvegar eftirfarandi samantekt á rannsóknum þess:
- Enginn UFO sem flugherinn greindi frá, rannsakaði og metur var nokkurn tíma vísbending um ógn við þjóðaröryggi okkar;
- Engar vísbendingar voru lagðar fyrir eða uppgötvað af flughernum um að sjón sem flokkuð var sem óþekkt táknaði tækniþróun eða meginreglur sem eru út fyrir svið nútíma vísindalegrar þekkingar; og
- Það voru engar vísbendingar sem bentu til þess að sýnir sem flokkuð var sem óþekkt væru geimfarartæki.
Þegar Project Blue Book lauk hafði það safnað 12.618 UFO skýrslum og komist að þeirri niðurstöðu að flestar þeirra væru rangar auðkenningar á náttúrufyrirbærum (skýjum, stjörnum o.s.frv.) eða hefðbundnum flugvélum. Samkvæmt landkönnunarskrifstofunni gæti fjöldi skýrslnanna skýrst með flugi fyrrum leynilegra njósnaflugvéla U-2 og A-12.701, skýrslur voru flokkaðar sem óútskýrðar, jafnvel eftir stranga greiningu. UFO skýrslurnar voru settar í geymslu og eru aðgengilegar undir laga um upplýsingafrelsi, en nöfn og aðrar persónuupplýsingar allra vitna hafa verið rýmdar.
Taka skal fram að þessar rannsóknir hófust vegna þrýstings frá almenningi um útskýringu á óþekktum fyrirbrigðum á himninum. Þótt flugherinn hætti að rannsaka þetta opinberlega, hafa bandarísk stjórn rannsakað þetta óformlega allar götur síðan í gegnum "svörtum fjárlögum" og leynistofnunum. Þau voru og eru logandi hrædd við óþekkt tæknifyrirbrigði sem geta farið úr sjó og út í geim á augabragði, geta stungið herþotur auðveldlega af og ekki verið skotin niður. Frá hernaðaröyggi séð, þá er það áhyggjuefni. Eru þetta Rússar eða geimverur? Í hvoru tilfelli fyrir sig, jafn hættulegt fyrir öryggi Bandaríkjanna!
Fyrir nokkrum árum byrjuðu að birtast frásagnir í virtum bandarískum fjölmiðlum um fyrirbrigði og sýnd voru myndbönd frá sjóhernum og flughernum sem sýna eltingarleiki herflugmanna við UFO en rakningatækin í dag eru það gott að hægt er að fylgja UFO eftir. Í stað hunsun og skeytingarleysi, var komin virðurkenning. En af hverju núna? Hvað hefur breyst?
Til eru margar óstaðfestar frásagnir um samskipti Bandaríkjastjórnar við meintar geimverur og forsetar eins og Richard Nixon, Jimmy Carter og Ronald Reagan sögðust trúa á þetta og voru jafnvel vitni sjálfir. Hillary Clinton og eiginmaður voru líka áhugafólk en síðarnefnda fólkið dansaði í kringum grautin með óljósum svörum og borið var við þjóðaröryggi þegar krafist var svara.
Ef við hörfum aðeins frá pólitíkinni og hlustum á rannsakendur/áhugafólk sem hafa fjallað um þetta, þá segir það að sprenging hafi orðið á frásögnum af þessi fyrirbrigði upp úr seinni heimsstyrjöldinni og náði það hámarki með Roswell atvikinu 1947 (frásögnin er á þá leið að þrjár geimveru hafi hrapað í geimskipi sínu í grennd við bæinn Roswell, tvær reyndust látnar en ein lifði af til 1953) og er talið upphaf nútíma UFO frásagnarinnar. Af hverju urðu geimskipin eða sýnirnar svo áberandi á þessum tíma? jú menn vilja tengja þetta við upphaf kjarnorkualdar og vaxandi tæknigetu mannkyns og "geimverurnar" hafi áhyggjur af að mannkynið sprengi upp bláa hnöttinn og því best að fylgjast náið með manninum.
Fyrir áhugasama, þá hef ég skrifað um uppljóstrann Bob Lazar (sem útskýrir gangverk geimskipa) og Project Blue Book hér á blogginu.
Hlekkir:
bandarikjathing-vidurkennir-ad-fljugandi-furduhlutir-seu-ekki-allir-manngerdir/
Flokkur: Bloggar | 24.8.2022 | 16:47 (breytt kl. 19:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Íþróttir
- Frá út tímabilið en framlengdi
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
Athugasemdir
Bob Lazar: https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2273306/
Birgir Loftsson, 24.8.2022 kl. 22:41
Gangverk geimskips: https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2263628/
Birgir Loftsson, 24.8.2022 kl. 22:43
Óttinn við það óþekkta hefur áhrif. Hyldýpi er á milli opinberra yfirlýsinga og þess sem er sennilegt. Mjög margir eru sannfærðir um að flugherinn og yfirvöldin leyni sannleikanum viljandi, eins og X-files þáttaröðin vinsæla fjallaði um. Þetta mál er ein besta vísbendingin um marglaga yfirvöld og peningaræði, og hvernig stóru löndin stjórna litlu landi eins og okkar, Katrín og íslenzkir ráðamenn vita ekkert meira en almenningur.
Getur þú útskýrt hvernig tækniframfarir undanfarinna 70 ára hafa verið stjarnfræðilegar á meðan þær voru á snigilshraða áður? Bók sem auglýst var af geimverufélagi Magnúsar Skarphéðinssonar útskýrir þetta, að öreindatæknin er komin úr geimskipinu sem hrapaði í Roswell 1947. Opinberar skýringar hafa nákvæmlega ekkert gildi. Þar er stefnan að hræða ekki almenning, halda honum ómeðvituðum um allt sem snýr að raunverulegum völdum, ofurtækni og ofurfjármagni.
Það mun allt breytast þegar "hið mikla samband" verður viðurkennt, eins og dr. Helgi Pjeturss orðaði þetta, jarðfræðingurinn sem bjó til kenningar um þetta í upphafi 20. aldarinnar. Ingvar frændi talaði um að fyrst færi fólk af dýrsstiginu upp á mannsstigið þegar það hætti að láta stjórnast af hvötum, og svo af mannsstiginu uppá Nýalsstigið einsog hann kallaði það, þegar geimferðir og sambönd við geiminn verða aðaláhugamálið. Alla vega við erum að nálgast það markmið, fyrir 30 árum áttum við Íslendingar engan Stjörnu-Sævar, og þótt hann sé mjög ferkantaður hvað varðar möguleika á þessu þá er hann til marks um að um allan heim er vaxandi áhugi á einhverju tengdu stjörnunum og geimnum.
Ingólfur Sigurðsson, 24.8.2022 kl. 23:39
Takk fyrir innlitið Ingólfur. Já rétt er það Ingólfur, tækniframfarirnar á 20. öld voru ótrúlegar og t.d. læknavísindin orðin svo þróuð að stutt er í nanótækni lækningar. En spurningin er hver vegna stjórnvöld BNA finnst allt í einu í lagi að birta frásagnir af meintum geimskipum? Er eitthvað að koma í ljós? Er verið að undirbúa almenning?
Birgir Loftsson, 25.8.2022 kl. 13:00
Hér er DV með grein um málið.
https://www.dv.is/pressan/2022/08/23/bandarikjathing-vidurkennir-ad-fljugandi-furduhlutir-seu-ekki-allir-manngerdir/
Birgir Loftsson, 25.8.2022 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.