Það er alltaf þannig, að ef voðaverk verður,þá reyna menn að leysa málið á sem einfaldasta hátt. Nú tala menn um að hamla aðgengi að skotvopnum. En er ekki þegar hömlun á aðgengi?
Jú, það gilda nú þegar reglur og lög um meðferð skotvopna. Það er ekki hver sem er sem fær skotvopn í hendur, sérstaklega ef menn hafa forsögu um andleg veikindi tengd ofbeldishneygð. Það eru nefnilega ekki allir sem eru andlega veikir sem eru ofbeldisfólk, langt í frá og er þetta alltaf einstaklingsbundið mat hverju sinni.
Það er eitt við núverandi umræðu, en það er farið í "tækið" ekki manninn. Eins og oft er sagt, vopn drepa ekki fólk, heldur fólkið sem heldur á vopnunum.
Ef menn ælta sér að koma í veg fyrir manndráp, þá dugar skammt að banna skotvopn. Þeir sem ætla sér eða eru í einhverju sturluástandi grípa til næsta hluts sem er við hendi og fremja voðaverkið. Þessi morð sem hafa verið framin síðastliðin ár og áratugi, hafa verið framin með alls konar verkfærum, handslökkvutæki, steina, berar hendur, straujárn og svo hnífa. Ekki vilja menn banna hnífa?
Ef borið er saman New York og London, þá er fólk oftast drepið með skotvopnum í New York en í London með hnífum og hefur verið hnífafaraldur þar lengi. Reykjavík virðist vera að breytast í hnífastungu borg, en fregnir berast af hnífaárásum um hverja einustu helgi.
Lausnin er því ekki boð og bönn, heldur þarf samfélagsfræðslu (afnám ákveðið "subculture" sem er glæpaheimsmenningin) og vistun þeirra sem eru ekki samfélagshæfir, eru hættulegir samfélaginu. Þetta er því ákveðið velferðarvandamál.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.8.2022 | 13:30 (breytt kl. 20:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Í NY & London þá stafar ofbeldið af fjölmenningu og "Woke." I.E. Kommúnisma.
Og ekki veit ég betur en Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans hafi verið ráðinn af dögum með heimatilbúinni byssu í landi þar sem eru engar byssur.
Og ég heyri ekki betur í allri umræðunni en að réttast væri að gera aðgengi að skotvopnum auðveldara, ef það á að fara að hefjast einhver fjölmenning og glæpastarfsemi hérna.
Annars verður fólk bara myrt.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2022 kl. 16:03
Hér Nigel Farage að ræða um glæpa faraldurinn í Bretlandi, þar sem aðgengi að byssum er mjög takmarkað.... https://fb.watch/f4XUaT7XAU/
Birgir Loftsson, 23.8.2022 kl. 20:20
Rétt er það Ásgrímur að ósamstætt samfélag (og ef út það er farið - heimili), endist ekki lengi. Það gerir það á friðartímum og ef ekkert kreppuástand er, en um leið og brestir verða á, þá verður hver hendin upp á móti annarri og allt fer til....
Birgir Loftsson, 23.8.2022 kl. 20:27
Það mætti fjölga í lögregluliðum landsins.
Birgir Loftsson, 24.8.2022 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.