Stefna kínverskra stjórnvalda gagnvart Taívan er kristaltær, þau vilja eyjuna undir sitt vald og hafa ekki farið leynt með það. En af hverju hafa þeir ekki tekið hana?
Fyrir því eru fjölmargar ástæður. Hér koma nokkrar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að taka eyju herskildi, sérstaklega slíka sem er hefur verið stöðugt víggirt í marga áratugi. Í öðru lagi þarf öflugan flota. Með efnahagslegri uppbyggingu og aukinni auðlegð, hafa stjórnvöld unnið markvisst að uppbyggingu kínverska hersins, þar á meðal sjóherinn. Hernaðarlega séð gætu Kínverjar tekið eyjuna með áhlaupi en með ærnum tilkosnaði. En afleiðingarnar gætu reynst afdrifaríkari en sjálf hertakan.
Kínverjar treysta á viðskipti við Vesturlönd og BNA þar með, en þau hafa sýnt óvænta samstöðu í Úkraníustríðinu og það er ein ástæðan fyrir hiki Kínverjar, viðskiptabann.
En það eru aðrir þættir sem skipta máli. Það er landfræðileg staðsetning. Kína er eins og Rússland, landveldi, og hefur alltaf verið það. Ef heyja á stríð, verður Kína hafa greiðan aðgang úr Kínahafi. Ef litið er á landakort sést að suðurströndin er umkringd óvinveittum eyjaklösum, svo sem Japan, Filipseyjum og nágrannaríkjum eins og Víetnam, Suður-Kóreu, Taíland, Indónesíu og jafnvel Ástralía myndi dragast inn í átökin. Svo er Indland ekkert vinveitt Kína, en landamæradeilur eru milli ríkjanna.
Þá komum við að olíunni, en ekkert stríð er háð án orkugjafa. Kína er mjög háð olíu en ríkið er næstmesti olíu notandi í heimi (13% af heildarnotkun í heiminum), 72% of olíunni sem þeir nota er innflutt, en Rússland selur þeim 15% af olíunni, Sádi Arabía 17,4% en annars kemur olían frá ríkjum sem eru frekar vinveittari BNA, svo sem Kúveit og svo Oman, Írak en eins og bent hefur verið á, þá lokast líklega siglingaleiðir strax í upphafi stríðs (60% af olíunni kemur sjóleiðis) en rússneska olían rennur suður í olíuleiðslum í gegnum Síberíu.
Talað er um þrjá "kyrkingastaði" á flutningsleiðum olíu til Kína; Hormuz sundið í Omanflóa; Malacca sundið milli Indónesíu og Malasíu og síðan en ekki síðst Singapúr sundið en bandaríski flotinn ræður ríkjum á öllum þessum kyrkingastöðum en það sem verra er fyrir kínversk stjórnvöld er að þau standa í deilum við öll nágrannaríki sín um yfirráð á hafsvæðum á svæðinu og þau myndu ekki taka vel í hertöku Taívan.
Líklegast yrði sett á hafbann á Kína sem sagan sýnir hefur gefið góða raun. En geta Kínverjar farið í kringum hafbann? Þeir hafa reynt það með verkefnið "belti og vegir" og skapa þannig flutningsleiðir landleiðis. Þeir gætu flutt in meiri rússneska olíu en pípulagnirnar í Síberíu bera bara ákveðið magn. Ljóst er að Rússland myndi standa með Kína í slíkum átökum.
En ef það er einhvern tímann tækifæri til að taka Taívan, þá er það núna með veikri stjórn Joe Biden sem hefur sýnt og sannað að Bandaríkjastjórn eru ekki tilbúin í átök vegna Úkraníu. Með öðrum orðum veikleikinn sem stjórn Joe Biden hefur sýnt með falli Afganistan, er hvetjandi og glugginn til innrásar er í valdatíð hans en Biden á tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Vonandi gerist það ekki og núverandi pattstaða haldist.
Enginn vill stríð í Asíu sem yrði þá líklega heimsstyrjöld og núverandi heimskipan, glópalisminn myndi líða undir lok. Bandaríkin myndu aldrei leyfa óheft viðskipti aftur við Kína en ríkin eru mjög samtvinnuð efnahagslega.
Ef slík átök myndu hefjast, hvort sem það er vegna kreppu í Taívan-sundi, í Suður-Kínahafi, eða hvaða fjölda annarra ófyrirsjáanlegra eldgosapunkta sem er, væri slíkt stríð næstum örugglega margfalt eyðileggjandi en það sem við sjáum í Úkraínu í dag. Það væri átök með gríðarlegt svigrúm fyrir stigmögnun á öllum sviðum, frá höfunum til geimsins, og líkleg til að draga að mörg önnur lönd um allan heim, þar á meðal bandamenn Bandaríkjanna í Kyrrahafinu. Slík átök yrðu stórslys fyrir bæði lönd og fyrir okkur öll.
Stríð milli Bandaríkjanna og Kína er ekki óumflýjanlegt. En samskipti Bandaríkjanna og Kína halda áfram að fara niður á við, stefnumótandi samband þeirra er fjarlægt og barist af vaxandi alþjóðlegum kreppum. Til að forðast svefngöngu inn í stríð verða bæði löndin að búa til sameiginlegan stefnumótandi ramma til að viðhalda friði - og það sem fyrst. Megi skynsemin ráða ríkjum.
Flokkur: Bloggar | 21.8.2022 | 12:59 (breytt kl. 13:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Fimm skákmenn deila efsta sæti
- Skrifstofa forseta skuli hlíta upplýsingalögum
- Þétting við Suðurhóla kynnt í skipulagsráði
- Tveir enn á gjörgæslu
- Biðu í kuldanum af ótta við að bíllinn myndi velta
- Dvöldu ólöglega í húsum í Súðavík
- „Í þjónustu þjóðar og vinnandi fólks“
- Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.