Heimild: (Landhelgisgæsla Íslands Skýrsla að beiðni Alþingis Úttekt á verkefnum og fjárreiðum - Skýrsla að beiðni Alþingis - Janúar 2022)
"Varnarmálastofnun, sem heyrði undir utanríkisráðherra, var lögð niður í árslok 2010, sbr. lög nr. 98/2010. Sú breyting var gerð á grundvelli niðurstöðu starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem fól m.a. í sér þá framtíðarsýn að málefni öryggis- og varnarmála yrðu á ábyrgð innanríkisráðuneytis. Af því varð aldrei og þótt innanríkisráðuneyti hafi starfað frá 1. desember 2011 til 30. apríl 2017 hefur utanríkisráðherra borið ábyrgð á framkvæmd varnarmálalaga allt frá því að þau voru sett og farið með yfirstjórn málaflokksins.
Þegar Varnarmálastofnun var lögð niður var ekki bundið í lög hvaða aðilar skyldu taka við verkefnum hennar heldur var ráðherra veitt heimild til að gera samninga um framkvæmd þeirra, sbr. 7. gr. a. varnarmálalaga.
Í desember 2010 undirrituðu þáverandi ráðherrar utanríkis- og dómsmála samkomulag um að Landhelgisgæsla Íslands og Ríkislögreglustjóri tækju við verkefnum og starfsfólki Varnarmálastofnunar frá og með 1. janúar 2011. Fjárveitingar sem ætlaðar voru til varnartengdra rekstrarverkefna yrðu færðar til innanríkis[1]ráðuneytis. Eftir sem áður yrði yfirstjórn málaflokksins hjá utanríkisráðuneyti.
Samkomu[1]lagið fól einnig í sér fyrirætlan um að gerður yrði samningur um verkefnin samhliða því sem lagður yrði grunnur að lögformlegri tilfærslu varnartengdra rekstrarverkefna frá utanríkisráðuneyti til innanríkisráðuneytis. Sem fyrr segir varð aldrei af slíkri breytingu á ábyrgðarsviði ráðuneytanna en sú bráða[1]birgðaráðstöfun að gera samninga um verkefnin milli þessara aðila festist í sessi.
Að mörgu leyti er um sérstaka tilhögun að ræða enda er ekki um hefðbundinn þjónustu- eða rekstrarsamning að ræða þar sem ríkið getur aflað hagstæðustu tilboða á markaði. Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis við drög að þessari skýrslu var bent á að þrátt fyrir það væri ekkert sem mælti gegn gerð slíkra samninga að því gefnu að skýr ákvæði væru um ábyrgð, hlutverk og upplýsingagjöf."
Það er ljóst að varnarmál Íslands eru olnbogabarn í íslenska stjórnkerfinu og mikil mistök að leggja niður fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands er. Ég hef margoft rætt um nauðsyn að hafa slíka stofnun og tínt til margar ástæður. Meðal annars þarf slík stofnun að sinna verkefnum á borð við:
1) Sjá um rekstur varnarmannvirka.
2) Samskipti við önnur NATÓ-ríki og framkvæmd varnaræfinga.
3) Rannsóknir og eigið mat Íslands á eigin varnarþörfum.
Skynsamlegt væri að Landhelgisgæslan félli undir valdsvið Varnarmálastofnunar Íslands enda de facto sinnir sinnir stofnunin framkvæmt ofangreinda þætti. En hvað hefur Landhelgisgæslan sjálf að segja?
"Landhelgisgæsla Íslands hefur lagst gegn hugmyndum í þá veru að varnartengd verkefni stofnunarinnar verði færð annað. Þeim hafi verið vel sinnt af hálfu Landhelgisgæslunnar og telur hann að stofnunin sé eðlilegur vettvangur samskipta við erlend hermálayfirvöld. Bæði hafi skipulag og starfsemi Landhelgisgæslunnar sambærilegan yfirbrag og þekkist meðal helstu samstarfsaðila auk þess sem meginhlutverk Landhelgisgæslunnar, þ.e. eftirlit ásamt leit og björgun í hafi, sé hluti af verksviði hermálayfirvalda nágrannalanda okkar, sbr. Landhelgisgæslu Noregs (Kystvakten).
Yfirstjórn utanríkisráðuneytis á öryggis- og varnarmálum er raunar mjög háð þeirri sérfræðiþekkingu sem byggð hefur verið upp hjá varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar. Þau varnartengdu rekstrarverkefni sem Landhelgisgæslan sinnir krefjast mikillar sérhæfingar og eru skýrt afmörkuð bæði fjárhagslega og faglega frá öðrum þáttum í starfsemi stofnunarinnar. Meginþungi hennar fer fram á varnarsvæðinu á Keflavíkur[1]flugvelli þar sem framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur varnarmálasviðs hafa aðsetur. Líta mætti svo á að þegar Varnarmálastofnun var lögð niður á sínum tíma hafi henni í raun verið breytt í varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands að að frádregnum þeim verkefnum sem voru færð til Ríkislögreglustjóra." Sjá ofangreinda skýrslu.
Mjög erfitt er að finna upplýsingar um framlög Íslands til varnarmála samkvæmt vergri þjóðarframleiðslu. Í flestum Evrópu-ríkjum er framlagið milli 1-2% en telja má að framlag Íslands sé langt undir 1% eða miðað við fjárlög 2018 nema heildarútgjöld Íslands til varnarmála um 1,9 milljörðum, en það er 0,07 prósent af landsframleiðslu.. Í skýrslu utanríkisráðherra 2019, er sagt að framlög til varnarmála séu um 2,2 milljarða króna. (Sjá: Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál).
Ef Ísland eyddi sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, væri framlagið um 50+ milljarðar og ef borið er við eyríki af stærð Íslands hvað varðar fólksfjölda, væru hér um 2600 manns undir vopnum (íslenskur her). Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við stríð sem ný geysir í Austur-Evrópu, voru fálmkennd og ómarkviss. En skal treyst á Bandaríkin sem þó eru komin með hættulegan andstæðing, Kína, sem gæti gert þeim mikla skráveifu og jafnvel sigrað í stríði í Asíu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 6.8.2022 | 18:01 (breytt 29.4.2024 kl. 08:16) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.