Í raun hefur Landhelgisgæslan aðeins yfir að ráða tvö varðsskip. Þór og Freyju. Týr er talinn með skipakost landhelgisgæslunnar en skipið er í raun ónýtt og er verið að reyna að selja það að því ég best veit. Svo hefur gæslan yfir að ráð tvo báta, Óðinn og M/S Baldur sem eru eins og áður sagði, bara bátar.
Í nýlegri skýrslu (sjá: Landhelgisgæsla Íslands. Skýrsla að beiðni Alþingis Úttekt á verkefnum og fjárreiðum. Skýrsla að beiðni Alþingis. Janúar 2022), kemur fram að Landhelgisgæslan telur að til þurfi að lágmarki þrjú varðskip til að sinna landhelgisverkefnum og tvö skip á sjó samtímis.
Kíkjum á skýrsluna:
"Útgerð varðskipa Kröfur um viðbragðs- og björgunargetu til leitar og björgunar byggja almennt á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykktum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) og Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).
Kröfur um björgunargetu skipanna taka mið af umfangi útgerðar og stærð þeirra skipa sem sigla við Ísland. Samkvæmt þeim þurfa varðskip m.a. að búa yfir að lágmarki 120 tonna toggetu. Í Landhelgisgæsluáætlun 2018−22 segir að fækkun varðskipa á sjó og útleiga á TF-SIF til erlendra verkefna hafi komið verst niður á eftirlits- og viðbragðsgetu á djúpslóð. Eftirlit sem og öryggis- og löggæsla á hafinu sé langt undir eðlilegum viðmiðum.
Landhelgisgæslan hefur talið nauðsynlegt að tvö varðskip séu á sjó árið um kring svo að varðskip geti brugðist við neyðarástandi hvar sem er innan efnahagslögsögunnar innan sólarhrings. Til að tryggja það þyrfti í raun þrjú skip í rekstri og fjórar áhafnir til að koma til móts við ákvæði kjarasamninga og þann tíma sem sinna þarf reglubundnu og ófyrirséðu viðhaldi skipa. Á tímabilinu 2018‒20 hafa tvö varðskip verið í rekstri, Þór og Týr, með einni áhöfn á hvoru skipi. Um er að ræða tvær 18 manna áhafnir en auk þess eru oftast 2−4 afleysingamenn í áhöfnum varðskipanna. Við skipulagningu úthalds er leitast við að hámarka fjölda úthaldsdaga á hvoru skipi innan ramma kjarasamninga.
V-Árin 2018−20 var að jafnaði eitt skip á sjó hverju sinni þó reglulega hafi þurft að hafa bæði Þór og Tý á sjó í einu. Við núverandi fyrirkomulag getur það tekið varðskip allt að 48 klukkustundir að komast á vettvang slysa eða óhappa innan efnahagslögsögunnar. Dómsmálaráðuneyti og Landhelgisgæslan telja að eftirlit með landhelginni, auðlindum og mengun sé ófullnægjandi. Á tímabilinu 2018‒20 voru Þór og Týr á sjó til skiptis yfir vetrarmánuðina. Á sumrin var hvort skip í höfn í 5-6 vikur vegna sumarorlofa. Þegar annað skipið var við landfestar sigldi hitt í tvær 17 daga ferðir með fjögurra daga inniveru á milli ferða. Þessir inniverudagar á sumrin voru einu dagarnir þegar ekkert skip var á sjó árin 2018−20 auk jóla og áramóta þegar áhafnir voru á bakvakt."
Þarf ekki að spýta í lófanna?
Flokkur: Bloggar | 5.8.2022 | 15:49 (breytt kl. 15:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
- Segir víðtæka samstöðu vera að myndast
- Ég sagðist munu vernda ykkur og ég mun bera ábyrgð
- Sendinefnd Bandaríkjanna á leið til Rússlands
- Pútín hvetur hermenn sína tl að frelsa Kúrsk-hérað
- Rubio: Samningur tryggi hagsmuni en ekki öryggi
- Búið að frelsa 190 gísla
- Sá handtekni er frá Rússlandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.