Er Úkranía að tapa stríðinu?

Hér kemur svar mitt við grein eftir Páll Vilhjálmsson sem telur að Úkranía sé að  tapa stríðinu og vitnar í Úkraníuforseta, Selenskí. En er það svo?

Ég hef hvergi heyrt Selenskí tala um uppgjöf, raunar aldrei. Úkraníski herinn er í sókn við Kharkiv og hátæknibúnaðurinn sem þeir eru að fá og hafa fengið, er þegar tekinn í notkun eða tekinn í gagnið á næstunni. Ath. það tekur mánuði að þjálfa mannskapinn í notkun evróska eldflaugakerfa og annan vopnabúnað. Búast má við stórsókn í haust.

Það er raunar svo komið að Rússar þurfa að geyma skotfæri 100 km frá víglínunni enda drífa úkranísku eldflaugarnar 80 km. Birgðarflutningar eru því erfiðir, skortur er á trukkum til að flytja vopnabúnað á vígstöðvarnar og það undir stöðugum drónaárásum.

Svo vill gleymast að Rússar eru hættir "örvadrífu" eldflaugaárása og stórskotahríðar enda að vera búnir með birgðirnar. Framsókn þeirra hefur verið stöðvuð. Athugið að BNA hafa látið Úkraníu fá 53 milljarða dollara í hernaðarstoð (litlu minna en Rússar sem eyða árlega 65,9 milljarða dollar í hernaðarapparat sitt - allt kerfið). Aðrar þjóðir, svo sem UK og fleiri hafa líka verið duglegar að gefa vopn og skotfæri.

Donbass svæðið er allt annað dæmi en Krímskagi, sem auðvelt að verja enda skagi og Úkraníumenn virðast hafa misst alfarið (enda eiga þeir engan sögulegan rétt til svæðisins, sjá grein mína um eignarhald á Krímskaga í gegnum aldir). Rússar munu alltaf eiga í basli við að verja Donbass og Úkraníumenn þurfa bara að vera þolinmóðir. Það er bæði siðferðislega og hernaðarlega erfitt að halda hernumdum svæðum, það hefur sagan kennt. Evrópuþjóðirnar eiga enn til gömul landabréfakort af gömlu landamærum sínum. Þær eru vísar til að dusta rykið af þeim ef tækifæri gefst. Þar eru Þjóðverjar fremstir í flokki.  Annars leysist þetta ekki nema með friðarviðræðum. Málið verður seint afkláð með vopnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband