Joe Biden í harðri samkeppni við tvo eða þrjá forseta um útnefninguna um versta forseta Bandaríkjanna

Það eru margir tilnefndir af 46 forsetum Bandaríkjanna um titillinn versti forseti Bandaríkjanna en Joe Biden er kominn á listann, þrátt fyrir að hafa aðeins afplánað 18 mánuði í embætti.

Hér kemur listinn af þremur verstu forsetum Bandaríkjanna.

James Buchanan Jr. (1791 – 1868) var bandarískur lögfræðingur, stjórnarerindreki og stjórnmálamaður sem starfaði sem 15. forseti Bandaríkjanna frá 1857 til 1861. Hann starfaði áður sem utanríkisráðherra frá 1845 til 1849 og var fulltrúi Pennsylvaníu í báðum deildum Bandaríkjanna. Bandaríkjaþing. Hann var talsmaður réttinda ríkja, sérstaklega varðandi þrælahald, og lágmarkaði hlutverk alríkisstjórnarinnar fyrir borgarastyrjöldina. En honum tókst ekki að koma í veg fyrir borgarstyrjöld í Bandaríkjunum og þegar Abraham Lincoln tók við embætti, og eiginlega strax í kjölfarið, var allt komið í bál og brand.

Herbert Clark Hoover (10. ágúst 1874 – 20. október 1964) var 31. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1929 til 4. mars 1933 fyrir repúblikana. Hann átti upptökin að nokkrum mikilvægum umbótum en er fyrst og fremst minnst fyrir heimskreppuna 1929 og þau vandræði sem fylgdu í kjölfarið og segja má að hann hafi ekki tekist að afstýra mestu efnahagskreppu sem hefur gengið yfir Bandaríkin fyrr og síðar.

Það má bæta Jimmy Carter á þennan lista.  Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að Carter er venjulega talinn vera slæmur forseti, að minnsta kosti ef við gerum ráð fyrir að "slæmur" í þessu tilfelli þýðir árangurslaus.

Eftir Nixon og Ford árin fóru Bandaríkjamenn að líta á ríkisstjórn sína af kaldranalega raunsæi en, mikilvægara, spillta og vanhæfa. Þar að auki, hvað varðar alþjóðamál, voru Bandaríkin að lenda í alþjóðlegu kerfi sem var að verða sífellt fjölskautara. Með öðrum orðum, alþjóðlegt vald var að færast frá stórveldunum tveimur og sundrast á milli þriðja heims ríkjanna, Asíu og sífellt samþættari Evrópu. Þessi skipting valdsins var skýrast táknuð af ósigri Bandaríkjanna í Víetnam og röð olíukreppu sem OPEC (samsteypa olíuframleiðsluríkja með aðsetur í Mið-Austurlöndum, auk Venesúela) hafi komið á fót af völdum olíuverðs í Bandaríkjunum.

En stjónartíð Carters einkenntist af óðaverðbólgu, háu orkuverði, álitsmissir á alþjóðavettvangi og vanhæfni á flestum sviðum. Svipað munstur og sjá má hjá Joe Biden nema staða er mun verri í dag en hjá Carter. Í dag er staðan verri. Bandaríkin yfirgáfu eða hrökkluðust frá Afganistan með vansæmd (verra en afdrifin í Víetnam), óðaverðbólga, orkuverð í hæðstu hæðum, álitsmissir á alþjóðavettvangi, svo slæman að ríki eins og Rússland nýta sér ástandið.  Öll tök á Miðausturlöndum út í bý, eftir Abraham-samkomulagið fræga sem stjórn Trump kom á.

Glæpatíðini í hæðstu hæðum, opin landamæri við Mexíkó sem eru að valda miklum vandamálum, Covid mistök og almennt stjórnleysi og ráðaleysi enda virðist Joe Biden (eins og ég hef komið ótal oft inn á hér) vera orðinn elliær. Hann er einn óvinsælasti forseti sögunnar og ekki er öll sagan sögð.  Mikil spilling virðist einkenna Biden-fjölskylduna og mörg spjót standa á son hans og bróðir, hvað varðar spillingu og múturþægni. Kínversk stjórnvöld virðast hafa Biden-fjölskylduna í vasanum og það skapar öryggishættu fyrir Bandaríkin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýnist Biden búinn að toppa keppinauta sína, og það gjörsamlega. 

Buchanan þurfti að díla við frekar óþolanndi menn fyrir sunnan.  Það þurfti sennilega að byrja að skjóta þá miklu fyrr, en... fer sem fer.

Hoover kemst lengra - náði að viðhalda kreppu í mörg ár.

Carter til varnar, þá tók hann ekki við góðu búi.  En hann hjálpaði ekki.

Enginn af ofangreindum var vísvitandi (eða leit út fyrir að vera vísvitandi) að reyna að leggja eigin hagkerfi í rúst með fjölþættum aðgerðum.

Biden tók við mjög góðu búi, USA var orku-útflytjandi, ekki í stríði við neinn og það var atvinna og friður heima við.

Nú er USA orkuinnflytjandi, með tilheyrandi eldsneytisverðshækkun sem finnst út um allan heim, þeir gáfu óvina ríki næg vopn til að taka þátt í heimstyrrjöld, og það er kommúnista uppreisn í full swing.

Það verður erfitt að vera verri en hann.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.7.2022 kl. 12:58

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll. Já, ég hef lengi talað um vanhæfni Joe Binden. Verk hans (réttara sagt starfsmannastjóra Hvíta hússins sem raunverulega ræður á bakvið tjöldin), er sósíalistastefna/ríkisstefna og er að keyra BNA í efnahagslegt þrot. Samdráttur á fyrsta og öðrum ársfjórðungi veit ekki á gott. Joe hefur alla tíð verið vitgrannur öldungadeildarmaður en sem varaforseti bætti hann með spillingu.

Birgir Loftsson, 2.8.2022 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband