"Flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu." Þetta sagði hann í viðtali við RÚV.
Launa- og flutningskostnaður skýri hátt vöruverð
En er þetta satt? Já að hluta en þetta er bara hálfur sannleikurinn.
Fákeppni og spilling spilar hér stóra rullu en elítan rekur hér með þeigandi innbyrðis samkomulagi háverð stefnu. Allir nýir aðilar sem eru sæmilega stórir ganga inn í þetta umhverfi. Og þeir sem vilja keppa geta það ekki vegna hátt flutninga verðs sem rekja má til fákeppni skipafélaga. Hvers vegna er dýrara að flytja vöru frá Kína til Íslands á leggnum Ísland - Rotterdam en Rotterdam - Kína?
Svo kemur sígilda afsökunin um smæð markaðarins. Hvers vegna er þá vöruverð ódýrara í Færeyjum en á Íslandi? Sex sinnum minni markaður með erfiðum innanlands flutningum en ferjusiglingar eru enn mikilvægar í landinu. Launakostnaður sambærilegur á við Ísland.
Og ef við höldum okkar á svipuðum lengdarbaugi, Kanaríeyjar eru fjarri mörkuðum Evrópu en Ísland, 2 milljónir íbúar, samt er vöruverð þar umtalsverð lægra. Þessi þrjú lönd eiga sameiginlegt að vera eyríki á Atlantshafi, fámenn og fjarri heimsmörkuðum.
Eigum við að bæta Grænland inn í dæmið? Með geysilega erfiðum samgöngum, fáir vegir og ísa lagt haf stóran hluta ársins í risastóru landi, nei við komum líka illa út í slíkum samanburði.
Ísland er því miður frændhyglis samfélag og hefur verið það í aldir og meir en árþúsund. Frændhyglin er íslenska spillingin, ekki venjuleg spilling eins og mútur. Fámennið hjálpar til að skýrt afmarka elíuhópinn og auðvelt er að mynda samstöðu innan hans, sem væri til dæmis erfiðara í stóru Evrópuríki.
Athyglisvert er að stærð elítunnar hefur nokkuð föst prósentutala í gegnum aldir, um 1% til 1,5%.
Flutningar til Íslands eru í höndum skipafélaga sem telja má á annarri hendi (smá samkeppni frá Smyril line). Sama má segja um verslunarkeðjurnar... fákeppni...olíufélög o.s.frv. Fákeppni er andstæða við kapitalísk hagkerfi. Auðhringir sem við höfum mini útgáfu af, halda verðlaginu háu.
Er þetta nútíma einokunarverslun?
Viðbót: Ég gleymdi að taka þátt ríkisvaldsins í verðlagningunni, en þungar reglugerðir, innflutningstollar (þeir kalla þetta fínu nafni innflutningsgjöld) og hár virðisaukaskattur hjálpar ekki til við að halda verðlaginu niðri.
Svo er það mjólkurkýrin sjálf, bíllinn, sem er skattlagður upp í rjáfur...Ekki auðvelt að vera Íslendingur. Við getum ekki keyrt yfir landamærin í vörukaup eins og Norðmenn til Svíþjóðar og Danir til Þýskalands (og Þjóðverjar til Belgíu o.s.frv.
Flokkur: Bloggar | 2.7.2022 | 09:45 (breytt 3.7.2022 kl. 18:13) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Góð nálgun. Mikill kostnaður myndast vegna legu landsins í miðju Atlantshafi. Tíðar veðrabreytingar og hitastig lágt. Verðlag eftir því sem ég best veit sambærileg á Grænlandi. Meðalvindur væntanlega minni á Grænlandi. Þar eru minni kröfur gerðar til tíðra samgangna, en þar eru allar vegalendir mun meiri. Danir eru og að greiða niður verðlag.
Hér er lítill samstaða við að halda útgjöldum niðri. Stjórnvöld þurfa að sýna fordæmi og ganga á undan, leiða í stað þess að auka sífellt hlut hins opinbera. Er t.d. vit í því að ríkið sé að auka húsnæði hins opinbera langt umfram þörf, sem þýðir enn fleiri opinber störf. Keppni við fyrirtækin um starfsmenn og leiði kauphækkanir. Nú síðast við að kaupa veglegasta hótelið undir stúdentaíbúðir. Í mesta góðæri, meðal annars vegna hagræðingar í sjávarútvegi skuli vera 500 milljarða halli á ríkissjóði?
Sigurður Antonsson, 3.7.2022 kl. 15:05
Sæll Sigurður. Takk fyrir innlitið. Ég gleymdi að taka þátt ríkisvaldsins í verðlagningunni, en þungar reglugerðir, innflutningstollar (þeir kalla þetta fínu nafni innflutningsgjöld) og hár virðisaukaskattur hjálpar ekki til við að halda verðlaginu niðri.
Svo er það mjólkurkýrin sjálf, bíllinn, sem er skattlagður upp í rjáfur...Ekki auðvelt að vera Íslendingur. Við getum ekki keyrt yfir landamærin í vörukaup eins og Norðmenn til Svíþjóðar og Danir til Þýskalands (og Þjóðverjar til Belgíu o.s.frv.
Birgir Loftsson, 3.7.2022 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.