Goðsögnin um friðsama Íslendinginn sem vill ekki íslenskan her fæddist líklega upp úr miðja 20. öld þegar Íslendingar þurftu að ákveða hvort þeir koma sér upp eigin her eftir að íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Margir samvaxnir þættir ollu því að Íslendingar ákváðu að stofna ekki eigin her í nýfrjálsu landi. Hér skal nefna nokkra áhrifaþætti.
Í fyrsta lagi komast Ísland undir hæl tveggja stórvelda, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna. Við þá síðarnefndu var gerður varnarsamningur 1951 sem tryggði varanlegar varnir landsins og Íslendingar þurftu þar með ekki að koma sér upp eigin herstöðvar eða stofna til hers. Kaninn var látinn um þetta og í raun var þetta ljóst í millibilsástandinu 1945-51 hver staðan var og fyrr.
Þróun Íslands í átt að herlaust lýðveldis og viðhald þess:
1) Hernám Breta og herseta Bandaríkjanna á stríðsárunum.
2) Keflavíkursamningurinn.
3) Varnarsamningurinn.
4) Kalda stríðið.
Í öðru lagi, báru íslensk stjórnvöld við fámenni þjóðarinnar sem voru ansi léleg rök, því að ef við hefðu aðeins látið að 1% þjóðarinnar gengdi herskyldi, þá væri það samt rúmlega og yfir 1200 manns (mannfjöldi á Íslandi 1945 var um 126 þúsund manns).
Í þriða lagi báru íslensk stjórnvöld við fátækt. Fátæktin var ekki meiri en svo að landið sem græddi á tá og fingri og hafði vænlegan varasjóð eftir stríðið, fékk meira segja Marchall aðstoðina, þrátt fyrir að hér hafi ekkert stríð geysað.Íslendingar hefðu fengið vopn og tæki frá NATÓ.
Draga má þá einföldu ályktun að stjórnmálasmenn sem voru þá og eru fyrirferðamiklir hvað varða ákvarðanir í varnarmálum veltu ábyrgðina yfir á erlenda þjóð, Bandaríkin. Látum þá um að borga brúsann og leggja til mannskap getur maður ímyndað sér að þeir hafi sagt sín á milli.
Undanskot Íslendinga undan eigin ábyrgð á landvörnum má sjá þegar Ísland gekk í NATÓ 1949.
Grípum niður í grein á Vísindavefnum (sjá slóðina: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65203# ) og hún er svona:
"Afstaða íslensku fulltrúanna einkenndist af varkárni. Bjarni Benediktsson benti á að lega Íslands væri svo mikilvæg fyrir bandaríska og breska hagsmuni að ef ráðist yrði á landið mundu ríkin koma til hjálpar hvort sem Ísland gerðist aðili að bandalagi eða ekki. Emil Jónsson velti upp þeim möguleika að Ísland stæði fyrir utan bandalagið en mundi lýsa því yfir að Bandaríkin og Bretland hefðu aðgang að aðstöðu á Íslandi á stríðstímum. Fyrir vikið tækju Bandaríkin og Bretland að sér að tryggja öryggi Íslands. Viðbrögð bandarískra ráðamanna við þessum hugmyndum voru fremur dræm. Af þeirra hálfu væri enginn vilji til að stofna til sérstaks varnarbandalags við Ísland og Bretland. Auk þess töldu þeir að íslensk stjórnvöld væru að senda ákveðin skilaboð til Sovétríkjanna með því að standa utan fyrirhugaðs bandalags og Sovétmenn gætu nýtt sér það. Öll hjálp frá Vesturveldunum mundi því berast eftir að Ísland hefði orðið fyrir árás eða verið hernumið. Bandarískir ráðamenn áréttuðu að þeir hefðu skilning á því að Ísland væri herlaust land og að íslensk stjórnvöld hefðu engan áhuga á erlendum herafla á Íslandi. Aftur á móti mundi þátttaka Íslands fela í sér að íslensk stjórnvöld þyrftu að leggja bandalaginu til aðstöðu sem yrði í formi afnotaréttar bandalagsríkja af Keflavíkurflugvelli á hættutímum, enda gæti bandalagið varið sjó- og flugleiðir til og frá landinu.
Hinn 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að NATO með 37 atkvæðum gegn 13. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni auk Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar, þingmanna Alþýðuflokksins, og Páls Zóphoníassonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, báðir úr Framsóknarflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna."
Sum sé, mikil trega við að ganga í NATÓ og þurfti Kaninn að benda á að varnarbandlag Bretlands, Bandaríkjanna og Íslands væri út í hött. Hvers konar varnarbanda væri það þegar þriðji aðilinn ætlaði að láta tvo risa bera sig á bakinu?
Sama viðhorf má sjá ennþá dag í dag, þegar allar Norðurlandaþjóðirnar stefna í sömu sæng og samstarf á sviði varnarmála, að íslensk stjórnvöld "fagna" því en bregðast ekkert við. Hver eru t.d. viðbrögð ríkisstjórnarinnar við stríðátökin í Úkraníu? Eru þau að bregðast við síaukna hættu á að bandalagið sem landið er í, NATÓ, dragist í átökin í Úkraníu? Eða á að bíða eftir bandarískum hersveitum sem taka yfir NATÓ-stöðina á Keflavíkurflugvelli á ný og á það að bjarga Íslandi?
Brotthvarf Bandaríkjahers var skaðlaust 2006 enda engin aðsteðjandi hætta á ferðinni. Rússland var í samstarfi við NATÓ og allt stefni áfram með friðsaman heim, að vísu hryðjuverkahætta fyrir hendi en enginn hernaðarátök milli ríkja.
Margir Íslendingar fögnuðu brotthvarfinu og það af vinstri væng stjórnmálanna. Vinstri menn undir forystu Samfylkingar grófu undir varnargetu Íslands með afnámi Varnarmálastofnuninnar. Hvernig? Jú, vitneskja og upplýsingaöflun og þekking sérfræðinga er undirstaða upplýstrar ákvörðunnar í varnarmálum. Til hvaða sérfræðinga leita íslensk stjórnvöld til að meta hernaðarlegar hættur sem steðja að Íslandi í dag? Það væri fróðlegt að vita nöfnin á íslensku herfræðingunum sem upplýsa íslensk stjórnvöld um daglega stöðu. Ég held að þeir séu teljandi á annarri hendi en vitneskunnar sé leitað til Bandaríkjanna.
Það var gerð skýrsla sem ber heitið Skýrsla um áhættumat fyrir Íslands árið 2009. Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Útgefandi: Utanríkisráðuneytið Útgáfumánuður: Mars 2009.
Þar segir um breyttan heim:
"Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir nýjar ógnir (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta. Viðbúnaður tekur nú oft mið af áhættu og veikleikum (vulnerabilities) ríkis, samfélags eða grunnvirkja fremur en beinni ógn."
Nú hefur komið í ljós að allar ofangreindar hættur steðja að Íslandi og það á sama tíma. Meiri segja hefðbundin hernaðarátök eru í túnfæti Evrópu, í Úkraníu. Með því að útvíkka þjóðaröryggishugtakið þannig að það nái utan um allan ansk...var hægt að útvatna varnartengd mál og hugtakið hernaðaröryggi og leggja niður Varnarmálastofnun.
Það var gerð skýrsla árið 2013, sem ber heitið Verkefni fyrrum varnarmálastofnunar, maí 2013, Ríkisendurskoðun. Skýrslan er nokkuð konar réttlæting fyrir ófaglega ástæðu aflögn Varnarmálastofnunar.
Þar segir á upphafssíðu skýrslunnar:
"Varnarmálastofnun tók til starfa í byrjun júní 2008 í samræmi við varnarmálalög nr. 34/2008. Hún var síðan lögð niður 1. janúar 2011 með lögum nr. 98/2010 um breytingu á varnarmálalögum. Sú ákvörðun byggði á tillögum starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem í sátu fulltrúar fimm ráðuneyta, þ. á m. utanríkisráðuneytis en varnarmál heyra undir það. Hópurinn lagði til að Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra yrði falið að taka við flestum verkefnum Varnarmálastofnunar. Verkefnin fólust einkum í loftrýmiseftirliti og rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, varnarmálasamskiptum við NATO og Bandaríkin, rekstri upplýsingakerfa og öryggisvottunum. Með lögunum var utanríkisráðherra veitt heimild til að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni Varnarmálastofnunar við aðrar stofnanir með samþykki hlutaðeigandi ráðherra. Eitt af meginmarkmiðum þess að leggja Varnarmálastofnun niður og fela öðrum stofnunum verkefni hennar var að hagræða í ríkisrekstri. Það gekk eftir að hluta til því kostnaður við verkefnin lækkaði um 8% milli áranna 2010 og 2012 á verðlagi hvors árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er þó enn svigrúm til hagræðingar á þessu sviði."
Sparnaður og hagræðing voru kjörorð skýrslu Ríkisendurstofnun sem væntanlega er sérhæfð stofnun sem metur varnarmál?
Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að Landhelgisgæslan (og Ríkislögreglustjóri) reki og sjái um varnartengd mál. Vandinn er að varnarmál eru bæði innanríkismál og utanríkismál. Því er Utanríkisráðuneytið enn með puttanna í þessum málum, sérstaklega í samskiptum við NATÓ. Landhelgisgæslumál og varnarmál innanlands kemur ráðuneytinu því ekkert við.
Það er því ekki goðsögn að endurvekja Varnarmálastofnun í fyrri mynd, þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar byggðar á greiningargögnum sem greiningardeild innan stofnuninnar aflar. Það eru lágmarks viðbrögð við sífellt hættulegri heimi.
Stofnunin sæi um varnarmannvirki, varnaræfingar, samskipti við erlenda heri og NATÓ og Landhelgisgæslan sett undir hatt hennar enda eina stofnun landsins sem gæti tekið að sér varnir landsins.
Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.6.2022 | 11:31 (breytt kl. 14:31) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.