Styrjaldir Bandaríkjanna - einhver árangur?

Talað er um að Bandaríkin hafi verið í stríðum síðan ríkið var stofna 1776. Það er kannski ekki alls kostar rétt, því að það sem kallað er stríð, voru oftast hernaðarskærur við frumbyggja landsins - Indiána. Það má skipta stríð Bandaríkjanna í tvö tímabil. Fyrra tímabilið einkenndist af útþennslu og lönd unnin af frumbryggjum og ein borgarastyrjöld en einnig stríð við nágrannaríki, Kanada (Breta), Mexíkó og Kúbu. Þetta tímabil stóð frá 1776 til 1898.

Helstu stríðin:

Bandaríska byltingin, 1776-1781. Barist við nýlenduherranna, Breta. Fullur sigur.

Stríðið 1812 (til 1815). Enn barist við Breta, nú frá Kanada. Breskir sagnfræðingar líta jafnan aðeins á stríðið sem eina af mörgum vígstöðvum Napóleonstyrjaldanna en í Bandaríkjunum og Kanada er yfirleitt litið á átökin sem annað stríð. Engar breytingar á landamærum.

Mexíkó-Bandaríska styrjöldin 1846.  Bandaríkin höfðu fullan sigur og bættu við sig Texas.

Bandaríska borgarastyrjöldin 1861-65. Suðurríkin vildu kljúfa sig frá Bandaríkjum en Norðurríkin komu í veg fyrir það og höfðu sigur. Ríkið hélst í heilu lagi. Mesta styrjöld BNA fyrr og síðar.

Spænsk-bandaríska stríðið 1898. Nú barist á Kúbu og Spánverjar hraktir frá eyjunni. Hún undir hæl Bandaríkjanna nokkurra áratugi síðan.

Nú fara Bandaríkjamenn að berjast utan Ameríku.

Fyrri heimsstyrjöldin 1914-18. Bandaríkjamenn komu inn á lokametrunum og þátttaka þeirra olli því að Þjóðverjar sáu sæng sína uppbretta og báðu um frið.

Seinni heimsstyrjöldin 1939-45. Bandaríkjamenn komu ekki inn fyrr en 1941 eftir árásina á Pearl Harbour - Perluhöfn. Megin andstæðingur var japanska heimsveldið en Þýskaland að hluta til. Fullur sigur þeirra á Japönum en eins og í fyrri heimsstyrjöld báru bandamenn þeirra meginþunga og mannfall átakanna gegn nasistum Þýskalands.

Kóreustyrjöldin 1950-53. Jafntefli gegn N-Kóreu sem nutu stuðnings Kínverja í vopnum og mannskap.

Víetnamstríðið. Upphafið er 1959 en meginátökin stóðu frá 1964-73. Saminn friður milli S- og N-Víetnam. Suður-Víetnamar töpuðu síðan 1975 vegna svika Bandaríkjamanna.

Persaflóastríðið 1990. Andstæðingurinn var Írak sem hafði gert innrás inn í Kúveit. Þeir hraktir þaðan en látið var af að gera innrás í Írak.

Afganistanstríðið 2001 til 2021. Ekki hægt að kalla brotthvarf þeirra annað en ósigur, því Talibanar tóku strax völd.

Írakstríðið 2003-11. Landið yfirgefið en hryðjuverkasamtök stofnuðu ríki í Sýrlandi og Írak. Þeir hraktir á braut.

Inn á milli þessara stórátaka, voru erlendar ríkisstjórnir hraktar frá völdum með valdaránum og endalausar smá skærur víðsvegar um heim við margvíslega andstæðinga.

Er þetta glæsilegur ferill? Veit það ekki. Þeim gékk best á heimavelli, í Ameríku. Í stórstyrjöldunum tveimur, heimsstyrjöldunum báru þeir ekki meginþunga átakanna. Bandamenn þeirra báru þær í Evrópu. Þeir áttu sigurinn gegn Japönum þó einir í Asíu. Vegna stjórnarfars, lýðræðið, hefur það leitt til þess að þeir hafa ekki verið brútal, a.m.k. að mestu leyti. Víetnamsstríðið var þó mannskætt. Bandaríkin mega eiga það að þeir reyna ekki að halda landi, utan Ameríku en alls staðar eru þeir með fingurnar.

Bandaríkin eru ótrúlegt ríki, land andstæðna, heill heimur út af fyrir sig. Við Íslendingar leyfum okkur að skammast út í Bandaríkjamenn en þeir hafa reynst góðir grannar og verndarar. Ómögulegt er að segja hvar heimurinn væri án þeirra. Myndi giska á að hann væri grimmari og fleiri stríð að baki. Bandaríkin eru hernaðarveldi og því ekki undarlegt að þeir standi í stríðum og valdapólitík. Það gera Rússar, Bretar, Frakkar, Japanir, Kínverjar o.s.frv. Bandaríkjaher hefur yfir að ráða 900 herstöðvar víðsvegar um heim. Hann er eini herinn sem getur barist hinum megin á hnöttinum án teljandi erfiðleika.

P.S. Þess má geta að Bandaríkin samanstanda ekki aðeins af fimmtíu ríkjum, heldur ráða þeir yfir svæðum langt út fyrir landsteinanna. Þetta eru helst smáeyjar og þær eru:

  • Púrtó Ríkó (Purto Rico).
  • Guam.
  • Bandarísku Jómfrúareyjarnar (US Virgin Islands).
  • Norður Maríana eyjarnar (Northern Mariana Islands).
  • Bandarísku Samóa eyjar (American Samoa).
  • Midway eyja (Midway Atoll).
  • Palmír (Palmyra Atoll).
  • Bakerseyja (Baker Island).
  • Wake eyja (Wake Island).
  • Johnsoneyja (Johnson Atoll).
  • Kingmanrif(Kingman reef).
  • Javiseyja (Javis Island).
  • Howlandeyja (Howland Island).
  • Navassaeyja(Navassa Island).

Sum af þessum svæðum eru óbyggð. Svo eru ótal sjálfstjórnarsvæði innan Bandaríkjanna, svokölluð verndarsvæði Indíána sem er of langt að telja upp hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Þær eru misjafnar "ambisjónirnar" hjá stórveldunum. Bretar og Frakkar sölsuðu undir sig nýlendur sem þeir eru flestar búnir að missa. Rússar sölsuðu Síberíu undir sig og er hún nú hluti af Rússlandi, hve lengi mun nú vera komið undir Kínverjum. Auk þess lögðu þeir Kákasuslönd undir sig og útrýmdu þar þjóð sem hét Sirkassar. Nýlega héldu þeir Ólympíuleika í Sotsi sem var hluti af Sirkassíu fram á 19. öld þegar Rússar drápu eða hröktu íbúana þaðan. Nú mun Pútín eiga þar "frístundakofa" þar sem hann getur slappað af.

Bandaríkjamenn hafa víða sóttst til áhrifa, oftast um stundar sakir, t.d. á Íslandi. Þeir hafa hins vegar haft lítinn áhuga á að leggja undir sig lönd. Helstu landvinningar þeirra munu hafa verið þegar þeir keyptu Alaska af Rússum á síðari hluta 19. aldar. Munu hafa verið mjög skiptar skoðanir í bandaríska þinginu um hvort það væri góður "bissnis".

Hörður Þormar, 4.6.2022 kl. 22:13

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, Bandaríkin eru heimsveldi að því leytinu til að þeir hafa yfir 900 herstöðvar um allan heim.

Bandaríkin, Rússland og Kína eru allt stórveldi sem hafa saxað á landamæri nágranna sinna smám saman. Kínverjar lengst, í þúsundir ára en Rússar og Bandaríkjamenn koma síðan með sína 400 ára sögu af útþennslu. Nú síðast eru Rússar að reyna að sneiða af Úkraníu og Kínverjar Taívan.

Öll eiga þau sameiginlegt að stækka með útvíkkun landamæra en hafa ekki getið tekið fjarlægð landsvæði nema tímabunið. Bretar og Frakkar reyndu það en þessi ríki hafa skroppið saman í upprunalega stærð.

Er ekki kominn tími á að stöðva öll þessi ríki í því sem kalla má stórvelda yfirgang?

Birgir Loftsson, 5.6.2022 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband