Demókratar kunna að tapa styrjöldum

Það er ákveðin list að stjórna heimsveldi - risaveldi og samt takast að tapa stríði gegn vanmáttugum andstæðingi. Oft er talað um að Bandaríkjamenn séu arftakar Rómverja og þeir sjálfir stæra sig af því að vera mesta hernaðarveldi veraldarsögunnar.

En samanburðinn er ósanngjarn, Rómverjar ríktu sem stórveldi í þúsund ár (tvö þúsund ef við tökum Býsantríkið með), en Bandaríkjamenn hafa tórað sem stórveldi í um eina öld. Rómverjar töpuðu orrustum (sjá grein mína um orrustuna við Cannae) en aldrei stríðum. Það tók aldir fyrir þá að falla og þeir féllu innan frá.

Bandaríkjamönnum hefur tekist að tapa stríðum gegn veikum andstæðingum, sem er næsta óskiljanlegt. Lítum á ferilinn. Jafntefli í Kóreustyrjöldinni.  En svo kemur stóra höggið og tapið í Víetnam. Svo aftur í Írak og loks Afgangistan. Töpuðu þeir á vígvellinum? Nei, í öllum þremur ofangreindum styrjöldum höfðu þeir sigur. Með friðarsamningunum í París 1973 fóru þeir með álitlegan friðarsamning í farteskinu, þeir voru farnir frá Írak þegar Kalífa ríkið hið illa tók yfir hluta Íraks og Sýrlands og þeir héldu Talibana í höfn þegar Trump var við völd.

En hvað eiga öll þessi stríð sameiginlegt? Jú, Demókratar taka við völdum af Repúblikönum, sem höfðu náð ásættanlegri niðurstöðu í stríðunum, og þeir eyðulögðu árangurinn með pólitík.

Besta dæmið um þetta er fall Richard Nixons sema hafði þvingað N-Víetnami til samninga enda voru þeir í vonlausri hernaðlegri stöðu. Sama hafði Trump gert gagnvart Talibönum, þeir drápu ekki einn einasta bandarískan hermann í 18 mánuði meðan hann var við völd og það ríkti friður. Hann ætlaði að halda einni herstöð og 2500 manns sem hefði haldið valdajafnvæginu í Afgangistan. 

Kíkjum fyrst á Víetnam. Bandaríkjamenn hétu S-Víetnömum fullum herstuðningi eftir friðarsamninganna en þegar Nixon hröklaðist frá völdum vegna Watergate, snéri Bandaríkjaþing undir stjórn Demókrata gegn frekari hernaðaraðstoð til handa S-Víetnam. Ríkið féll tveimur árum síðar.

Obama dró nánast allt herlið frá Írak, gegn ráðleggingum hernaðarsérfræðinga og það ruddi brautina fyrir Kalífaríkið hið illa. Með herkindum tókst að reka það úr landinu.

Afganistan. Joe Biden hreinlega lagði á flótta með "öflugasta" herafla heims gegn vígamönnum vopnðuðum hríðskotabyssum og var brotthvarfið svo snauðuglegt, að allar heimildamyndir framtíðarinnar munu sýna örvæntingafullt fólk hlaupandi eftir bandarískum herflugvélum og detta úr lofti (sjá t.d. allar heimildamyndir um Víetnamstríðið en þar er fastur liður að sýna rýmingu bandaríska sendiráðið í Saigon sem var vægast sagt kaótísk).

Nú er fjórða stríðið sem geysar á vakt Demókrata og það í sjálfri Úkraníu. X þátturinn í því stríði er sjálfur Joe Biden sem veit ekki hvort það er dagur eða nótt og segir alls konar steypu, þannig að það er heilt starfslið sem í vinnu við að leiðrétta ruglið. Hann gæti komið á heimsstyrjöld með heimskulegum ummælum sínum, ekki bara gagnvart Rússum, heldur einnig Kínverjum. En sem betur fer sjá þeir það sama og við, elliæran Bandaríkjaforseta sem ratar ekki inn í Hvíta húsið. Þeir taka mátulega rétt á honum en æsa sig upp við orð hans ef það hentar þeim.

Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.

Hér er ágæt myndband um klúður Demókrata í lok Víetnamsstríðsins.

https://www.facebook.com/watch/?v=539075784488542 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband