Villandi fréttatitlar Mbl. og Vísis

Ég las eftirfarandi fréttatitil: "Trump vildi gera eldflaugaárásir á Mexíkó", bæði á mbl.is og visir.is. Ég svelgist á kaffibollanum og hugsaði með mér, er karlinn genginn af göflunum? En þegar maður les fréttina betur kemur fram að hann vildi láta skjóta eldflaugum á hreiður fíkniefnaframleiðanda. Þetta er og væri í takt við framkomu Bandaríkjamanna, að gera árásir á hryðjuverkamenn með drónaárásum (drónar útbúnir eldflaugum). Nota bene, Trump vildi draga eldurlyfabarónanna í sama flokk og hryðjuverkamenn og hefja stríð gegn þeim á heimavelli. Býst við að hann láti verða af því ef hann kemst til valda aftur. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri bók Mark Esper, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna. Bók­in, A Sacred Oath kem­ur út á þriðju­dag­inn. Esper var ráðherra frá júlí 2019 til nóv­em­ber 2020.  Ekki er Esper góður heimildamaður, svarinn óvinur Trumps. 

En aðalatriðið er þetta, fjölmiðlar eru að afleiða lesendur með villandi titill. Annað hvort er verið að reyna að "selja" greinina eða fá fleiri klikk. Nema ætlunin er að koma höggi á Trump og ná til þeirra sem lesa bara fyrirsagnir - titla.  Hálfblekking er ekki betri en blekking. Því er mikilvægt að vanda til fyrirsagnir frétta sem og annarra greina. Ég hef margoft bent á að íslenskir fjölmiðlar verða að vanda til efnisvinnslu erlendra frétta, því að bullandi hlutdrægni er í gangi hjá bandarískum fjölmiðlum.

Það er tvennt ólíkt að hefja eldflaugaárás á nágrannaríki sem væri þá upphaf að stríði eða gera drónaárás á eiturlyfjahringshreiður.

Veit ekki hvort Trump hafi viljað láta skjóta mótmælendur, eins og segir í tveimur ofangreindum fréttum, kannski hann hafi spurt en auðljóslega hefur hann ekki látið verða af því. Annað er að spyrja, allt annað að láta verða af. Heimildamaðurinn er hins vegar ekki traustur.

Annað sem ég naut um, en í RÚV segir að áhlaupið á Þinghúsið Capitol í Washington, hafi verið mannskætt.  Jú, óvopnaður og friðsamur mótmælandi, kona ein og fyrrverandi hermaður, var skotin úr laumsátri, af lögreglumanni þinghúsins. Það var allt mannfallið. Annað mál er að einhverjir létust síðar, af ýmsum ástæðum en þetta var eina mannfall dagsins. Þarna er ekki beinlínis farið rangt með, mjög óljóst sagt frá. Ælta má að blóðug átök hafi átt sér stað með mannfalli, en svo var ekki.

Það liggur við að einhver komi upp fréttavakt, sem hreinlega vinnur í að leiðrétta falsfréttir og rangfærslur fjölmiðla. Nóg er af þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband