Bandaríska landhelgisgæslan (The United States Coast Guard (USCG)) er undirstofnun sem tilheyrir bandaríska heraflanum. Hann aftur á móti samanstendur af fimm herstofnunum og telst hún vera ein af þeim. Landhelgisgæslan er siglinga- og herstofnun sem hefur fjölþætt verkefni að glíma við. Hún er einstök að því leytinu til að hún stundar siglingaverndarverkefni með lögsögu bæði á innlendum og alþjóðlegum hafsvæðum.
Á friðartímum starfar hún undir stjórn Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of Homeland Security) en getur verið sett undir stjórn og vald flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of the Navy) með tilskipun forseta Bandaríkjanna eða bandaríska þingsins hvenær sem þurfa þykir á stríðstímum. Þetta hefur gerst tvisvar sinnum í sögunni, árið 1917 þegar Bandaríkin hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldin og árið 1941 þegar þau drógust inn í átök seinni heimsstyrjaldarinnar.
Undanfari landhelgisgæslunnar, Revenue Marine, var stofnuð af löggjafaþing Bandaríkjanna þann 4. ágúst árið 1790 að beiðni Alexanders Hamiltons, en hann var þá fjármálaráðherra. Hann varð þar með yfirmaður stofnunar sem var n.k. tollheimta og kallaðist Revenue Marine. Þetta er elsta starfandi sjávarmálastofnun Bandaríkjanna og upphaflegt hlutverk hennar að safna tollgjöldum í höfnum landsins. Þessi stofnun skipti um nafn á sjöunda áratug 19. aldar og kallaðist þá U.S. Revenue Cutter Service eða í lauslegri þýðingu ,,tekjuskattsinnheimtustofnun Bandaríkjanna.
Landhelgisgæsla nútímans var til með samruna Revenue Cutter Service og Sjóbjörgunarþjónustu Bandaríkjanna (e. U.S. Life Saving Service) þann 15. janúar 1915 undir valdsviði Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar sem hún tilheyrir hinum fimm vopnuðu herstofnunum landsins, hefur Bandaríska landhelgisgæslan tekið þátt í öllum stríðsátökum frá 1790 til stríðsins í Afganistan í dag.
Árið 2014 voru í landhelgisgæslunni 36 þúsund manns starfandi, 7 þúsund varaliðar og tuttugu og níu þúsund í aðstoðar- eða hjálparsveitir. Um sjö þúsund störfuðu sem borgaralegir starfsmenn og að stærð er hún þar með 12. stærsta flotaeining í heiminum.
Lagaheimild Landhelgisgæslunnar er ólík hinna fjögurra herstofnana ríkisins að því leitinu til að hún starfar samtímis undir margvíslegum laga- og reglugerðum ýmissa stofnana.
Vegna lagaheimildar sinnar getur gæslan stundað hernaðaraðgerðir undir stjórn Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna eða beinum tilskipunum Bandaríkjaforseta.
Varanlegt hlutverk landhelgisgæslunnar er að annast málefni er varðar almenna siglingavernd, sjóöryggismál og sjóhernað. Til þess að sinna þessum hlutverkum þarf hún að hlýta 11 lögbundin verkefni eins og er skilgreint í lagabálknum 6 U.S.C. § 468 sem felur m.a. að framfylgja bandarískum lögum í stærstu efnahagslögsögu heimsins sem er 3,4 milljónir fersjómílur (8.800.000 km2) að stærð. Einkunnarorð Bandarísku landhelgisgæslunnar er á latínu og útleggst sem Semper Paratus (íslenska Alltaf reiðubúin).
Er þetta eitthvað sem við Íslendingar getum lært af Bandaríkjamönnum? Nýtt Landhelgisgæsluna íslensku til löggæslustarfa á friðartímum en henni breytt í sjóher á stríðstímum? Verður hún hvort sem er ekki skotmark óvinahers? Það er næsta víst að Keflavíkurflugvöllurinn verður skotmark en varnarmannvirkin þar eru í umsjá Landhelgisgæslunnar.
Til þess að breyta hlutverki LHG eða taka nýja stefnu í varnarmálum, þyrfti þor og vilji íslenskra stjórnmálamanna. En þeir ætla sér ekki að aðlagast nýrri heimsmynd, þótt allar aðrar þjóðir í Evrópu eru að breyta kúrs. Meira segja Svíar sem eru "alræmdir" hlutleysissinnar og tóku ekki þátt í seinni heimsstyrjöldinni, sem og Finnar, sem þurtu að sætta sig við "Finnlandsseringu", hafa ákveðið kúvenda kúrs og taka nýja stefnu.
Er einhver raunveruleg stefnubreyting í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum? Ætla þau að fara upp í 2% markið sem öll Evrópuríkin stefna nú á að ná, þ.e.a.s. 2% af þjóðarútgjöldum fari í varnarmál.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.5.2022 | 09:53 (breytt kl. 10:04) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.