Ótrúlegt hvað það er mikið til af vopna- og herfræði á netinu. Hér kemur eitt myndband sem sýnir af hverju Rómverjar með fullkomnu stríðsmaskínu sinni réðu ekki lengur við barbarana í norðri:
Sjá slóð:
https://www.youtube.com/watch?v=0hfLKuLb-kQ&feature=relmfu
Nokkrar skýringar:
1) Vopnabúnaður Rómverja breyttist úr því að vera árásarvopn í varnarvopn. Sverðin urðu lengri og ekki lengur beitt í návígi. Spjótin hættu að vera kastspjót og urðu löng (sverðin og spjótin áttu að halda andstæðingnum í fjarlægð í stað þess að berjast í návígi). Skjöldurinn var minni en áður og rómverski hermaðurinn klæddist hringabrynju í stað þess að klæðast leðurvesti eða vesti með málmplötum. Rómverjar földu sig líka bakvið virki og girðingar í stað þess að æða út á vígvöllinn.
2) Erlendir málaliðarnir innan herja Rómverja voru illa þjálfaðir og áhugalitlir og þeir voru barbararar að meirihluta.
3) Barbararnir (fyrrum málaliðar hjá Rómverjum) lærðu af Rómverjunum hertaktík þeirra eftir margra alda baráttu við besta her allra tíma og skipulögðu hernað sinn í fyrsta sinn.
4) Baráttuandinn sem einkenndi rómverska herinn var farinn enda að mestu skipaður útlenskum málaliðum.
Barbarnir eða Germanir fundu upp svínfylkinguna svokölluðu sem var eins og spjótsoddur í laginu og þannig að tveir mestu kapparnir voru fremst, svo þrír eða fjórir fyrir aftan og o.s.frv. Íslendingar kunnu þessa aðferð á Sturlunguöld og höfðu lært hana af Norðmönnum.
Þessi uppstilling á heraflanum dugði til að klúfa fylkingu Rómverjanna í tvo hluta sem var eins og ferningur í laginu og kölluð skjaldbökufylking.
Einstakur Rómverji á móti einu barbara átti ekki möguleika, sérstaklega þegar hann var áhugalítill fyrir. Svínfylkingin klauf ferning Rómverjanna, svo var hörfað og bogliðar látnir skjóta niður leifarnar af liði Rómverjanna.
Flokkur: Bloggar | 4.5.2022 | 08:17 (breytt 5.5.2022 kl. 09:18) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.