Baráttan gegn málfrelsi heldur áfram

Nýlega birtist blaðagrein á vísir sem fer háðuleg orð um Elon Musk.  Hann er kallaður sérvitringur og kannski ekki alveg með málfrelsið á hreinu. Þetta er ekki annað en copy/paste blaðamennska hjá þessum fjölmiðli, því ég trúi ekki að hann hafi eittvað á móti málfrelsi. Þvert á móti, segist hann berjast gegn ritskoðun Twitters sem er raunveruleiki. Þeir hafa örugglega leitað í vinstri fjölmiðinn eins og CNN sem er nú rjúkandi rústir eftir atlögu sinni að Donald Trump en atgangurinn var svo mikill að þeir létu alla alvöru blaðamennsku fjúka út í veður og vind, til að klekja á karli. Afleiðingin er að fjölmiðinn er í frjálsu falli og CNN+ hætti eftir aðeins 3 vikur í lofti.

Og það er sífellt að koma betur í ljós að ESB er aðför að réttindum einstaklinga og tjáningarfrelsins en framkvæmdarstjórn sambandsins sendi Musk tóninn um daginn og minnti hann á að nú væru komin ný lög gegn hatursorðræðu, sem er ekkert annað en ritskoðun.

Vitrir menn hafa bent á að besta leiðin til að berjast gegn hatursorðræðu eða rangfærslum, er einmitt að mæta þeim opinskátt og kveða vitleysuna í kút, ekki þagga niður eins og um sé að ræða einræðisríki. Ef einhver segir að sólin snúist um jörðina en aðrir hið gagnstæða, á bara að leyfa aðra fullyrðinguna og engar umræður? Tryðum við ennþá jarðarmiðjukenninguna ef enginn hefði mótmælt? Verður framþróun á þekkingu eða umræðu með ritskoðun? Held ekki.

ESB er greinilega hættulegt einstaklingsfrelsi og öllu því sem því fylgir en einnig gegn fullveldi þjóðríkja. Í fararbroddi þessa samband eru einmitt ólýðræðiskjörnir fulltrúar, fulltrúar hvers veit ég ekki, einna helst elítunnar myndi maður halda.

Maður líður eins og vera staddur í vísindaskáldsögunni 1984 eftir George Orwell nema hvað nútíminn er miklu verri. Sósíalstig (social credit) er kerfi sem kínversk stjórn hafa komið sér upp og ESB virðist vilja apa eftir, en þar er fólki gefin stig eftir félagslega hegðun, maður lækkar í stigum (og er útilokaður frá einhverju) eða hækkar og er leyft að stunda sitt líf áfram. Inn í þessu "félagskredit kerfi" er málfrelsið og ef eitthvað rangt er sagt, er refsing í boði. Sósíalkredit á Íslandi er óopinbert, í form múgæsing gegn einhvern sem "braut" af sér án þess þó að dæmt hafi verið í máli viðkomandi eða bent á sönnunargögn.

Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á tjáningarfrelsi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Et tu Wikipedia?  Sjá: https://fb.watch/cE-wuv5xjA/

Birgir Loftsson, 27.4.2022 kl. 13:27

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér hótar ESB, samband lýðræðisríkja, öllu illu: https://www.utvarpsaga.is/ef-musk-fylgir-ekki-nyju-ritskodunarlogunum-hotar-esb-ad-banna-twitter-i-evropu/

Birgir Loftsson, 27.4.2022 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband