Eins og öllum er kunnugt, er ég baráttumaður fyrir málfrelsi. Ég hef skrifað ótal greinar hér um það og reyndar var fyrsta grein mín um málfrelsið, e.k. stefnuyfirlýsing.
Mbl.is er með grein um yfirtökutilraunir Elon Musk og heitir greinin Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk . Mbl.is er ágætis fréttamiðill en hér vantar allt kjöt á beinin. Í fréttinni segir: "Stjórn Twitter hefur gripið til aðgerða vegna mögulegrar fjandsamlegrar yfirtöku (e. hostile takeover) í kjölfar þess að milljarðamæringurinn Elon Musk gerði 43 milljarða dollara kauptilboð í fyrirtækið." Einnig þetta: "Fram kemur í frétt BBC að tilboð um yfirtöku sé talið fjandsamlegt þegar fyrirtæki reynir að yfirtaka annað gegn óskum stjórnanda þess fyrirtækis í tilfelli Twitter framkvæmdastjórn þess. Reglurnar eru svo kallað eitrað peð (e. poison pill) sem er síðasta vörn fyrirtækja gegn fjandsamlegri yfirtöku." Skrýtið að vísa í BBC um bandarískar fréttir.
Það sem vantar er Musk hefur lýst þungar áhyggjur af ritskoðun framkvæmdarstjórnar Twitters. Hann vill eignast fyrirtækið alfarið og opna á ný fyrir frjálsar umræður.
Einhvern hluta vegna telst Twitter aðal samfélagsmiðill hvað varðar samfélagslegar umræðu, sem ég hélt að Facebook væri. En hvers vegna vill framkvæmdarstjórnin ekki taka hagstætt kauptilboð? Jú, þeir segjast gera það til að vernda !!! lýðræðið og það gera þeir með því að loka á skoðanafrelsið! Þetta er grátbrosleg skýring og sýnir hversu gerspillt stjórn þess er. Þeir eru svo tilbúnir að vernda ritskoðun að þeir taka hana fram yfir efnahagslega hagsmuni fyrirtækisins.
En það vill oft gleymast að stjórn fyrirtækja er oft ekki eigandinn og eigendurnir gætu verið ansi óhressir með þessa ákvörðun. Það er því hætt við lögsóknir og baráttu um yfirráðin.
Alls staðar er tekist á um málfrelsið, í háskólum, í skólum almennt, í viðskiptum, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og í samskiptum fólks almennt, í daglegu tali manna á milli. Meira segja berst þessi barátta hér inn á bloggið. Við sem skrifum hér, vitum hvað mál ég er að tala um.
Það hallar á málfrelsið sem er grunnstoð lýðræðis. Það er hin frjálsa hugsun og skoðannaskipti sem leiða til efnahagslegra framfara. Er það tilviljun að vestræn ríki eru enn brautryðjendur á svið tækni og vísinda en einræðisríkin skapa lítið sem ekkert, og stela sem mest og copy/paste það sem þau stela? Er það ekki staðreynd að kommúnisminn og efnahagsstefna hans varð gjaldþrota á endanum, því þrátt fyrir valdboðið að ofan, skorti hugsunafrelsi einstaklingsins sem einmitt skapar verðmæti.
Baráttan um Twitter er baráttan um málfrelsið. Ég held eftir sem áður að kjósa ekki að nota Twitter. Ég læt ekki ritskoða mig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 16.4.2022 | 15:03 (breytt kl. 18:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þeir sem ætla að "vernda" lýðræðið með þessum hætti þöggunar tel ég að séu borgaðir af Georg Soros og öðrum billjarðarmæringum sem aðhyllast alþjóðavæðingu, en ekki frjálsan markað þar sem ólík viðhorf takast á. Þessir glóbalistar telja lýðræðið bezt verndað með því að koma á kommúnískri yfirstjórn, en það sama reyndu auðvitað Sovétríkin, og hrun þeirra í fersku minni.
Nú fer fram barátta og Úkraína er því miður að borga stríðskostnaðinn af tveimur sterkum áróðursvélum sem berjast.
Mikið er sagt um þöggunina í Rússlandi, en augljóst að hún er víðar.
Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2022 kl. 15:57
Tucker Carlson tók þetta mál snilldarlega vel fyrir þann 14. síðastliðinn. Maður getur nær engu bætt við, hvernig vinstra fólk stundar skipulagða herför gegn vestrænni menningu um þessar mundir.
Guðjón E. Hreinberg, 16.4.2022 kl. 17:33
Þakka ykkur fyrir innlitið Ingólfur og Guðjón. Já ég sá þátt Tucker Carlson um þetta, góður þáttur. Hann hefur einmitt verið bannaður á samfélagmiðlum. Það var tekist á um þetta þegar á tímum upplýsingarinnar í Frakklandi, áratugina fyrir frönsku byltinguna.Voltaire sat í fangelsi fyrir skrif sín o.s.frv. En málfrelsið vann á endanum. Menn urðu meira segja að passa upp á að móðga hvorki kóng né prest á þessum tíma á Íslandi.
Það er því ótrúlegt að þurfa að berjast aftur fyrir því, 250 árum síðar. Allir sem banna þér og mér að tala í nafni hugmyndafræði eða til verndar einhvers mástaðar, er að traðka á rétt okkar til frjálsar hugsunar og tjáningu hennar. Það tekst bara að þagga niður í fólki ef það lætur þagga niður sér. Við hin þeigum ekki.
Birgir Loftsson, 16.4.2022 kl. 18:13
Gott hjá þér að láta ekki ritskoða þig.
Því má kannski bæta við að það er fyrst og fremst almennings að varðveita málfrelsið, með því að sniðganga þá miðlana sem hefta málfrelsi í nafni upplýsingaóreiðu.
Afleitt þegar málfrelsi fer að snúast um hver á pening, þó svo að það hafi alltaf verið svo á sinn hátt.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2022 kl. 21:22
En ég sé þegar þetta innlegg fór inn að þú ritskoðar athugasemdirnar á þessari síðu. Þér ferst.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2022 kl. 21:24
Sæll Magnús, í aðgangsstjórn minn stendur:
1) Allir mega lesa bloggið mitt.
2) Allir mega skrifa athugasemdir.
3) Einungis ég get skrifað færslur.
Allir hafa getað skrifað beint á bloggið mitt án þess samþykki mitt þar til fyrir hálfum mánuði. Ég var reyndar að fikta í aðgangsstjórn minni og stillti þá inn að ég samþykkti allar athugasemdir sem færu inn. Reyndi svo að opna aftur en kann það ekki. Ætla að laga þetta, því að ég elska rökræður og athugasemdir. Nota bene, hér á blogginu hef ég ekki bokkað á einn eða neinn og mun aldrei gera.
Birgir Loftsson, 18.4.2022 kl. 17:04
P.S. Búinn að laga þetta! Nú getur þú, Magnús Sigursson skammað mig beint og án þess að ég lesi yfir áður!
Birgir Loftsson, 18.4.2022 kl. 17:09
Þakka þér fyrri svarið, Birgir.
Ég hef ekkert til að skamma þig fyrir og hef fullan skilning á þessu eftir skýringuna.
Ég gat bara ekki stillt mig um þessi athugasemd, vegna þessa ágæta pistils þíns um málfrelsið. Bið þig bæði afsökunar á orðalaginu og að hafa ætlað þér ritskoðun.
Hafðu það gott.
Magnús Sigurðsson, 18.4.2022 kl. 18:46
Takk þér fyrir að benda mér á villu mína vegar. Það var engin sérstök áætlun mín að loka á athugasemdir en það er rétt hjá þér, hikið, að ég lesi yfir áður en að láta athugasemdina út á netið, er óbein ritskoðun. Gerist ekki aftur og góðar kveður til þín Magnús, Birgir
Birgir Loftsson, 19.4.2022 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.