Einni setningu frá þriðju heimsstyrjöld

Þessi hugsun kemur upp þegar hlustað er á orðasalat Joe Biden og orð hans sem gætu undir réttum kringumstæðum komið af stað heimsstyröld. Hann talaði til dæmis um að fallhlífarhermenn væru á leiðinni inn í Úkraníu og það má túlka sem þátttöku BNA í stríðinu.

Annað skipti sagði hann að það þyrfti að skipta um valdhafa í Kreml (hljómaði þannig) en þessi orð gætu leitt til Rússar slitu samningaviðræðum, Pútín dustaði rykið af kjarnorkuvopna hnappinum o.s.frv. Hann gæti hugsað: Ef ég fer, þá fer heimurinn með mér, líkt og Hitler sagði á sínum tíma, ef ég fer, þá fer þýska þjóðin með mér.

Starfsfólk Hvíta hússins vann yfirvinnu við að leiðrétta orð Bidens.

Sjá hér slóð:

https://www.foxnews.com/politics/biden-stumbles-ukraine-invasion-afghanistan-withdrawal

 

Hér sést að honum er ekki treystandi til að svara einföldum spurningum 

https://www.foxnews.com/politics/photos-biden-caught-using-cue-cards-in-trying-to-paper-over-ukraine-gaffe-about-ousting-putin

Ég hef verið mjög gagnrýninn á Joe Biden, ef til vill vegna þess að ég er vel inn í bandarískum stjórnmálum og ég hef fylgst lengi með honum.  Sem persóna virkar hann viðkunnulegur en siðferðið virðist ekki upp á marga fiska. Slóð spillingarinnar virðist ná 35 ár aftur í tímann ef mið er tekið af orðum Hunter Bidens.  Mér líður eins og litla barninu sem sér keisarann nakinn en allir aðrir hann í sína fínasta pússi.

Í mínum augum skiptir engu máli hvort hann er Repúblikani eða Demókrati, bara hvort hann sé hæfur í starfið. 

Það góða í stöðunni er að Rússar virðast skilja að hann er ekki heill heilsu andlega, miðað við viðbrögð þeirra, og þeir jafnvel hent gaman að honum. Því virðist ekki vera hætta á kjarnorkustyrjöld, í bili a.m.k.  En orð skipta máli - sérstaklega í diplómatsíu - og það skiptir máli hver heldur á kjarnorkuboltanum svokallaða og getur hrunt af stað útrýmingu mannkyns. 

Bandaríkjamenn eiga yfir 4000 þúsund kjarnorkusprengjur og þeir geta verið jafnhættulegir heimsfriðinum og Rússar, Kínverjar og aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir. Það skiptir máli hver er yfirmaður bandaríska herinn.

Öllum er ljóst að Joe Biden er ekki að fara inn í annað kjörtímabil en spurningin er hvort hann valdi óbætanlegan skaða áður enn hann lætur af embætti eða hrökklast úr því. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Tucker Carlson fer yfir vafasöm ummæli Joe Bidens í vikunni, m.a. þar sem hann segir BNA muni nota efnavopn ef Rússar gerðu það! Algjör stefnubreyting sem Hvíta húsið varð að draga til baka...  https://fb.watch/c2Uhhv4ypq/

Birgir Loftsson, 29.3.2022 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband