Aðildarumsókn að ESB komist rækilega á dagskrá? NEI svo sannarlega ekki!

Byrjar mjálmið í Samfylkingunni um aðildarumsókn að ESB. Og nú á að nýta sér neyðarástandið í Úkraníu til að neyða (já, neyða) inn í brennandi hús eins fyrrum formaður flokksins benti réttilega á að ESB væri.

Það er engin tenging við aðild Íslands að ESB og stríðsástandsins í Úkraníu. Það er það hins vegar vera Íslands í NATÓ. Logi er að blanda saman appelsínu og epli!

Ég sé reyndar að margir hafa svarað formanni Samfylkingunnar og tekið í sama streng og ég. Pólitísk feilkeila er óhætt að kalla þetta.

Talandi um Evrópuher, þá er hann og verður aldrei annað en draumar möppudýra í Brussel. ESB verður aldrei pólitískt afl til frambúðar, klofningur er þegar kominn fram á milli Vestur- og Austur-Evrópuríkja sambandsins, líkt og járntjaldið hafi verið rennt fyrir aftur. Svo er Bretland farið úr ESB, segir það ekki einhverja sögu?

Annar er það merkilegt að það eru möppudýrin í Brussel sem eru að neyða Austur-Evrópuríkin til hlýðnis við vald Brussels, ekki aðildarríki ESB (þótt stærstu ríkin kippi aðeins í spottanna á bakvið). 

Aðildarumsókn að ESB komist rækilega á dagskrá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband