Eftir Birgi Loftsson: "Íslendingar láta enn og aftur Bandaríkin sjá um varnir landsins. Greinarhöfundur er þessu ósammála."
Í sameiginlegri yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands um skuldbindingu ríkjanna um nánara varnarsamstarf kennir margra grasa. En það sem helst stendur upp úr er að Bandaríkjamenn sjá greinilega eftir brotthvarfi hers síns úr landinu árið 2006. Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla.
Þess má hér geta í framhjáhaldi að Íslendingar hafa verið duglegir að skrifa undir varnarsamstarfssamninga við nágrannaríkin síðastliðna áratugi, þar sem megináherslan er á að aðrir en Íslendingar axli ábyrgð á vörnum landsins.
En hvað ætla Íslendingar að leggja fram sem sinn skerf til varna landsins? Á að fjölga varðskipum til að mæta auknum hættum á Norður Atlantshafi og í sérsveit lögreglunnar til að takast á við aukna hryðjuverkahættu? Eða er það óþarfi og mun aldrei neitt gerast á Íslandi?
Ég get ekki séð neitt áþreifanlegt í þessari yfirlýsingu nema það að það eigi að fjölga íslensku skrifstofufólki sem á að tala við Bandaríkjamenn og aðrar NATÓ-þjóðir. Jú, kannski er það áþreifanlegt að Íslendingar skuldbindi sig að viðhalda og reka ...varnaraðstöðu og -búnað, meðal annars rekstur íslenska loftvarnakerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins... og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið. Með öðrum orðum á að láta í té húsnæði sem Atlantshafsbandalagið borgar fyrir og sjá um ratsjárkerfið sem Íslendingar þurfa hvort sem er að reka vegna borgaralegs flugs. Þar fá Íslendingar líka vel greitt fyrir framlag sitt.
Það er ein setning sem ég hnaut um: Utanríkisráðuneyti Íslands samþykkir áætlanir varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir Íslands þar sem hernaðarlegum úrræðum er beitt. Þetta er ótrúleg setning. Þetta segir að Íslendingar hafa ekkert að segja um varnir landsins á ófriðartímum, við verðum á að treysta á að Bandaríkjamenn beri hag landsins fyrir brjósti sér. Þetta er eins og að láta nágranna sinn gæta öryggi húss síns í stað þess að gera það sjálfur með viðeigandi öryggisaðgerðum.
Ég tel að það sé nauðsynlegt að Varnarmálastofnun verði endurreist og þar verði innandyra hernaðarsérfræðingar sem leggi öllum stundum mat á hættur þær sem kunna að beinast að Íslandi og þeir taki beinan þátt í áætlunum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir landsins.Það er alvöru varnarsamstarf.
Ég vil ganga enn lengra en þetta og hafa áþreifanlegar og varanlegar varnir á Íslandi með stofnun íslensks heimavarnarliðs sem starfar 1-2 mánuði á ári en foringjar þess á ársgrundvelli. Þar með taka Íslendingar í fyrsta sinn á áþreifanlegan hátt í vörnum landsins og endurkoma Bandaríkjahers þar með óþörf.
Grein lýkur.
Sjá slóðina: Varnir Íslands enn í höndum Bandaríkjamanna
Var ég sannspár um að "Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla."?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 11.3.2022 | 12:12 (breytt 25.8.2024 kl. 14:52) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.