Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður kom með þær hugmyndir að leggja neðansjávargöng milli Vestmannaeyja og meginlands Íslands. Þeirri hugmynd var hafnað og þess í stað sett upp ferjulægi í Landeyjahöfn. Þá sorgarsögu þekkja flestir. Valin var lausn sem er ekki varanleg og árlegur rekstrarkostnaður ferjunnar er geysihár og það sama á við um Landeyjarhöfn.
Höfnin er einstaklega illa staðsett, rétt vestan við árósa Markaðsfljóts. Staðsetningin er svo illa valin að árframburður Markaðsfljóts, mestmegnið sandur flýtur inn í mynni Landeyjahafnar og stöðugt þarf að dæla sand úr höfninni og hefur hún jafnvel lokast vegna þess.
Á vef Vegagerðarinnar segir að Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hafi lokið mati á kostnaði við gerð jarðganga sem vegtengingu milli Vestmannaeyja og Landeyja en matið var gert 2007. Niðurstaða matsins er sú að tæknilega sé mögulegt að gera slík göng og að kostnaðurinn verði líklega á bilinu 50 til 80 milljarðar króna eftir gerð ganganna en áhætta er talin mikil.
Miðað við 18 km göng sem yrðu steypufóðruð fyrstu þrjá kílómetrana frá Vestmannaeyjum er kostnaður talinn verða 52 milljarðar króna en verði öll göngin steypufóðruð er kostnaður áætlaður 80 milljarðar króna. Um þriðjungur þessa kostnaður er vegna óvissu, kostnaðar við hönnun og eftirlit og kostnaðar verkkaupa af vöxtum á byggingartíma, rannsókna og fleiri atriða.
Í niðurlagi samantektarinnar segir meðal annars: ,,Niðurstaða mats okkar er eins og að framan segir að tæknilega sé mögulegt að gera veggöng milli lands og Eyja og að kostnaðurinn verði líklega á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. Á hinn bóginn er álitamál sem áhöld eru eða ættu að vera um hvort nokkurn tímann geti verið réttlætanlegt að grafa og reka þetta löng jarðgöng djúpt undir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið vissulega er og dæmin sanna.
Ókei, þetta er dýrt og ef til vill þarf að steypustyrkja göngin alla leið en hvað kostar að reka ferju og höfn?
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra árið 2018, við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um kostnað ríkisins við Landeyjarhöfn og Herjólf frá árinu 2010, kemur fram að alls nemur kostnaðurinn um 11 milljarða.
Í svarinu er sundurliðaður kostnaður hvers árs fyrir sig og samtals hafa um fjórir og hálfur milljarður farið í Landeyjarhöfn og sex og hálfur milljarður farið í Herjólf.
Landeyjahöfn var vígð árið 2010 og lauk gerð hennar að mestu það ár. Lokauppgjör var hins vegar árið 2011 og því er kostnaður hár það ár. Eftir það hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir og verkefni, svo sem að byggja þjónustubryggju og reisa garða til að hefta sandfok, auk annarra smærri framkvæmda. Árið 2017 var kostnaður meiri vegna slipptöku Herjólfs,
segir í svarinu.
Heimild:
Kostnaður ríkisins við Landeyjahöfn og Herjólf um 11 milljarðar
Kostnaður við rekstur Landeyjahafnar og Herjólfs árið 2017 var 1,5 milljarðar króna. Ég hef ekki nýrri tölur við hendi. Þannig að kostnaður við reksturinn verður hár um ófyrirséða framtíð. 50 - 80 milljarðar hljómar há tala en samt ekki, því að göngin myndu borga sig upp á einhverjum áratugum. Eftir það, er þetta í plús og samgöngur milli eyja og lands tryggðar næstu árhundruð. Hægt er að láta vegfarendur borga veggjald en þeir þurfa hvort sem er borga í ferjuferð.
Tökum til samanburðar svipuð göng, til eyjar í Færeyjum. Hér er ég að tala um Sandeyjargöngin. Eyjan er fámenn en samt er lagt í svipuð löng göng og til Vestmannaeyja.
Kíkjum á Wikipedia síðuna um Sandeyjargöngin:
Sandoyartunnilin (Sandoy Tunnel) eru neðansjávarveggöng í byggingu í Færeyjum. Göngin munu tengja megineyjuna Streymoy við Sandoy í suðri. Lengd ganganna verður 10,8 kílómetrar. Áætlaður kostnaður er 860 milljónir danskra króna. Gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin til umferðar síðla árs 2023, en eftir það hættir ferjan Teistin að ganga á milli Gamlarættar á Streymoy og Skopun á Sandoy. Göngin liggja yfir Skopunarfjörð og liggja frá Gamlarætt að Traðardal í miðhluta Sandoy, nálægt Inni í Dal leikvanginum.
Þann 3. febrúar 2022 voru tvær hliðar ganganna tengdar við hátíðlega athöfn. Framkvæmdir hófust 27. júní 2019 og hálf leiðin var slegin í september 2020. Það mun líða til ársloka 2022 þar til göngin geta opnað fyrir umferð og ferjuleiðin til Sandoy hættir að starfa.
Í pólitísku, lagalegu og efnahagslegu tilliti er verkefnið tengt Eysturoyartunnilinum sem var opnað fyrir umferð 19. desember 2020. Eysturoyartunnilin, sem gert er ráð fyrir að verði ábatasamari en Sandoyartunnilin, mun fjármagna hið síðarnefnda að hluta með krossniðurgreiðslu. Gert er ráð fyrir að 300-400 ökutæki á dag muni nota göngin til Sandoy.
Til samanburðar var meðaltal farþega á ferjuleiðinni 195 ökutæki (með ökumönnum) og 613 farþegar án aksturs, árið 2021. Farþegafjöldi á Sandoyartunnilinum yrði aukin enn frekar ef hún gæti virkað sem skref fymrir Suðuroyartunnilin, eða ný ferjuleið, til Suðuroyar.
Verið er að byggja nýtt íbúðar- og iðnaðarhverfi með jarðgangaúrgang á Velbastað. Annar úrgangur er notaður í Runavík og Strenda fyrir nýjan strandveg.
Heimild: Sandoyartunnilin
Það er alveg sama hvernig við reiknum þetta, á endanum borga göngin sig upp í topp. Ef Færeyingjar geta þetta, þá getum við Íslendingar þetta.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur | 10.3.2022 | 10:36 (breytt kl. 12:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.