Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi segir Albert Jónsson

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum segir að ekki sé þörf á her með fasta setu á Íslandi. Sjá slóðina hér að neðan.

Það er rétt mat en núverandi fyrirkomulag nægir í bili a.m.k.

Albert segir ennfremur: "...ekki þörf á herliði með fasta viðveru hér á landi í núverandi stöðu heimsmála. Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og Íslendingar eigi sameiginlega hagsmuni með Bandaríkjunum, sem sæju hag í að verja Ísland , ef til þess kæmi að átökin í Úkraínu yrðu kveikjan að heimsstyrjöld.  Albert segir að hún sé ekki á leiðinni.

Engin hernaðarleg ógn fyrir Ísland, nema....

„Það er engin hernaðarleg ógn sem steðjar að Íslandi fyrr en til stórveldastyrjaldar kæmi, sem þá næði til Norðurhafa því Keflavíkurflugvöllur myndi hafa stuðningshlutverk við sóknaraðgerðir gegn Rússlandi í Norðurhöfum og auðvitað yrði Keflavíkurflugvöllur skotmark í því samhengi. En eins og ég segi, þetta er eina ógnin og eina hernaðarhlutverkið sem Ísland myndi hafa í slíkum átökum".

Með öðrum orðum yrði Ísland skotmark í þriðju heimsstyrjöldinni. En landið yrði ekki bara skotmark, heldur berskjaldað fyrir innrás og hemdarverkaárásir. Albert má ekki gleyma því.

Rússar beittu þeirri aðferð við töku Krímskaga og Donbass svæðanna tveggja að læða inn flugumönnum og sérstökum skemmdaverkasveitum fyrir innrás.  Sama gerðist þegar þeir eru nú að reyna að taka alla Úkraníu, þeir sendu inn morð- og skemmdiverkasveitir undan innrásarliðinu.

Íslendingar þurfa því nauðsynlega að ráða yfir öruggissveitir (hvað við köllum þetta, heimavarnarlið eða annað) til að ráða við fyrstu bylgju árásar sem er þá í formi skemmdaverka og árása á ráðamenn þjóðarinnar. Reynt yrði að taka yfir útvarpsstöðvar, flugvelli og aðra mikilvæga innviði. Hér kæmu íslenskar varnarsveitir til sögunnar.

Við þurfum ef til vill ekki á að halda fastaher, en örugglega vopnaðar sveitir sem geta tekist á við almennna hryðjuverkamenn eða sérsveitir erlendra herja sem kynnu að vilja að ráðast inn í landið. 

Ekki má gleyma því að ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, mun Ísland sitja út undan og líklegt er að Bandaríkjaher hafi hreinlega ekki tíma eða mannskap til að sinna vörnum á Íslandi. Hann hafði ekki mannskap 2006 þegar hann barðist í tveimur stríðum og dró einhliða herlið sitt frá Íslandi við kröftug mótmæli Íslendinga.

Þeir gætu því misst landið úr höndum sér og þurft að endurheimta það með vopnavaldi, sem væri geysilegur skaði fyrir Íslendinga.

Einnig er betra að við Íslendingar sem eigum allt undir, og ekki Bandaríkjaher, sjái um fyrstu viðbrögð.  Bandarískur her kemur inn á eigin forsetum, ekki á forsendum Íslendinga. Það er öruggt. Breskur og síðar bandarískur herafli á stríðsárunum var hér á eigin forsendum.

Enginn, jafnvel hernaðarsérfræðingurinn Albert Jónsson, getur séð fyrir framtíðina og hvaða leiðir átök kunna að fara. Betra væri að vera undirbúinn eins og Agnar K. Hansen lögreglustjóri á stríðsárunum, sem var byrjaður að þjálfa íslensku lögregluna í vopnaburði þegar Bretaher kom í "heimsókn". Undirbúningur hans skipti sköpun þegar lögreglan þurfti allt í einu að eiga við erlendan her og hersetu. Hún leysti hlutverk sitt af hendi af fagmennsku.

Ef til vill væri fyrsta skrefið í átt að "sjálfbærni" í varnarmálum þjóðarinnar, að endurreisa Varnarmálastofnun með sína hernaðarsérfræðinga og sæi um umsjón varnarmála landsins.

Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi  | RÚV (ruv.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband