Fornleifur og frjálsar umræður

Þessi blogggrein mín er dálítið óvenjuleg, því að í 99% - 100% tilfella skrifa ég um málefni, ekki menn. Hér er gerð undantekning.

Ég stóð í þeirri meiningu að þeir sem hér skrifa, séu að skrifa á opinberum vettvangi og því megi þeir búast við athugasemdum og gagnrýni. 

Ég gerði athugasemdir við grein Fornleifs (Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar) í gær sem hann lokaði á. Þær voru sakleysislegar.  Ég spurði af hverju grein hans væri á ensku (geri ekki ráð fyrir að margir blogglesendur séu eingöngu enskumælandi eða nokkur yfir höfuð) og hvert hann væri að fara með greinina.  Ég nennti ekki að lesa alla greinina en reyndi samt að leita að hans innleggi sem var ekkert. Því var spurning mín um hvert hann væri að fara með greininni fullkomlega eðlileg.

Í kynningu á sjálfum sér segir dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og titlar sig sem fornleifafræðing að sig langi að efla umræðu um fornleifafræði, fornminjar og gamla hluti á Íslandi.

En hann sagði einnig þetta í kynningunni: "Umræða skapar áhuga og áhuginn eflir greinina. Umræða er einnig gagnrýni."

Vilhjálmur virðist ekki fara eftir sínum eigin einkunarorðum og leyfir ekki opinbera gagnrýni eða saklausar athugasemdir. Það er athyglisvert og spurningin er af hverju hann er yfir höfuð að skrifa, ef hann er bara að leita að já-bræðrum í athugasemdaskrifum? Sjálfur háskólamaðurinn? Hvað varð um "Umræða er einnig gagnrýni"?  Einnig hefði maður haldið að hálærður maður með doktorsgráðu ætti að vera vanur akademískum umræðum sem eiga einmitt að vera snarpar og beinskeyttar.

Vilhjálmur fær hér eftir sérstakar bloggfærslur eða blogggreinar þegar ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning hans. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jæja, ertu búinn að kynnast ritskoðunartilburðum Vilhjálms? Hann er frægur fyrir að loka á (að hans mati) óþægilegar athugasemdir í staðinn fyrir að taka umræðuna. Hann lokaði á mig á sínum tíma, held að hann hafi opnað aftur, en ég hef ekki haft áhuga á að svara honum í mörg ár.

Theódór Norðkvist, 8.3.2022 kl. 09:40

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Theódór, takk fyrir innlitið!  Málið er að Forngripurinn sleppur ekki við mig svo auðveldlega, hahaha!  Hann getur ekki lokað á mitt blogg og fær hann þann sérstaka heiður, einn bloggara, að fá heila blogggrein þegar ég geri athugasemdir við mál hans.  Hann fær sérstaka athygli mína hér eftir.

Birgir Loftsson, 8.3.2022 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband