Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt til Brussel í morgun en hún fundar í kvöld með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Maður spyr sig hvernig hún, sem friðarsinni og andstæðingur NATÓ fái sig til að hitta framkvæmdarstjóra NATÓ?
Hvað eru VG eiginlega að hugsa þessa daganna?
Kíkjum á stefnuskrá VG:
Höfnum hernaði
- Mikilvægt er að aðgerðir á alþjóðavettvangi, þar á meðal viðskiptaþvinganir, valdi ekki þjáningu og dauða saklausra borgara. Íslensk stjórnvöld eiga að hafna hernaðaríhlutun, beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun sem og að vinna gegn vopnaframleiðslu og vígbúnaði.
- Ísland og íslenska lögsögu á að friðlýsa fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum og banna umferð þeirra. Ísland á að undirrita og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.
- Heræfingar, sem og herskipa- og herflugvélakomur, eiga að vera óheimilar á Íslandi.
Stefnumörkun til framtíðar
Þjóðaröryggisstefna Íslands á að snúast um raunverulegar ógnir landsins. Þær eru fyrst og fremst vegna loftslagsvár og annarra náttúruhamfara, heilbrigðisógna, auk tölvuglæpa og annarrar glæpastarfsemi. Þjóðaröryggisstefnan á að tryggja að innviðir Íslands standist þær ógnir sem að landinu kunna að steðja. Í því skyni þarf að tryggja að innviðir á borð við alþjóðlegar hafnir og flugvelli, fjarskipta- og orkukerfi lúti samfélagslegri stjórn.
Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að:
- Ísland segi sig úr NATO
- Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og undirriti sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við þeim
- Heræfingar á Íslandi, sem og herskipa- og herflugvélakomur, verði óheimilar.
Er hægt að taka mark á svona flokki sem vill syngja skátasöngva og halda að öll dýrin í skóginum séu vinir og segir við einræðisherra að þeir eigi bara að hættu þessu, annars verða VG reiðir.
Halda VG að herleysi Íslendinga sé að tryggja öryggi Íslands á þessari stundu eða vera okkar í NATÓ með öðrum lýðræðisríkjum?
Stendur VG enn við bann á komu erlendra herflugvéla og herskipa til Íslands og æfingar NATÓ á Íslandi?
Snýst þjóðaröryggisstefna Íslands raunverulega um loftslagsvá og náttúruhamfarir? Eða hernaðarvarnir?
Hafa VG í raun nokkurn tímann svarað spurningunni hvað verndi Ísland í raun og veru fyrir erlendum herjum og hvað eigi að koma í staðinn fyrir NATÓ? Skátarnir? Íslenska lögreglan? Skrifa undir pappír sem á að tryggja öryggi Íslands?
Eru VG ekki bara gamlir kommúnistar sem ríghalda í áróður gömlu Sovétríkjanna sem vildi að liðsmenn sínir á Vesturlöndum boði frið til að veikja varnarmátt vestrænna ríkja? Eða hefur nýja kynslóð vinstrisinna bara erft gömlu stefnuna og tekið hana upp hugsunarlaust?
Að segja eitt en gera annað er óheiðarlegt.
Má vænta stefnubreytingu VG í varnarmálum í framtíðinni?
Að lokum: Er Ísland stikkfrítt í heiminum? Mun aldrei neitt gerast fyrir land og þjóð?
Ég er ekki einn um að finna stefnu VG vera óraunsæja, öðrum finnst það líka. NATÓ og tímaskekkja VG
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 2.3.2022 | 19:49 (breytt kl. 21:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Björn Jón skrifar um að VG séu á móti grundvallarhagsmunum Vesturlanda:
https://www.dv.is/eyjan/2022/2/27/bjorn-jon-skrifar-vinstri-graenir-gegn-grundvallaroryggishagsmunum-vesturlanda/
Birgir Loftsson, 3.3.2022 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.