Hvernig á að tækla vinstrisinna í pólitík

Hægri vinstri

1.Þekktu óvin þinn. Í fyrsta lagi þarf að vera fyrir hendi hugmyndafræðilegur skilningur á pólitískum andstæðingunum til vinstri. Handbók vinstrimanna breytist aldrei og þeir þylja í sífellu sömu frasana um jafnrétti, kúgun og arðrán kapitalista. Þeir skilja ekki gangverk markaðshagkerfið og ráðast í sífellu á kerfið sem sér þeim farborða, setur mat á borðið þeirra og tryggir mannsæmandi laun og kjör. Það er veikleikinn í orðræðu þeirra.

Helsta aðferðafræði þeirra er að þagga niður andóf andstæðinganna. Alls staðar og alltaf. Vinstrimenn hafa engan áhuga á að taka þátt á vettvangi hugmynda. Frjálslyndir fyrirlíta sjálfa hugmyndina um pólitíska andstöðu og eru fljótir að saka andstæðinginn um fasisma.

Það eru tvö góð dæmi um þetta hér á Íslandi, bara núna í vikunni. Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra eru sakaðir um mannfyrirlitinu og að stunda fasisma. Frelsið er vinstrisinna mesti óvinur, þar með talið málfrelsið; stjórn á tali er leiðin að öllum markmiðum þeirra: að safna völdum og þagga niður í andstæðingum.

Þeir reyna að merkja allar andstæðar hugmyndir utan marka, sem jaðarhugmyndir – þannig að þeir sem eru gagnrýndir eru útskúfaðir, fyrirlitnir og sniðgengnir.

2. Hafna forsendum vinstri manna. Ásakanir og árásir vinstrimanna eru byggðar á óskilgreindum forsendum: Þú ert vandamálið; hægri menn eru vandamálið; Ísland er vandamálið. Aldrei er rætt um sjálft málefnið, farið er í manninn, ekki boltann. Lærðu að snúa taflinu samstundis og ósjálfrátt. Vinstrimenn kalla andstæðinga sína „hættulega“. Ótilgreind forsenda var sú að það væri slæmt að vera hættulegur frjálshyggjunni. Þá er bara að segja já, ég er hættulegur hugmyndum ykkar því að mínar hugmyndir eru betri.

3. Notaðu kraftinn þinn. Vinstri liðið á Íslandi kann að virðast ósigrandi, enda flestir fjölmiðlar á bandi þeirra og margir kjósa til vinstri hugsunarlaust. En þeir hafa ekki sannleikanum, gleðina og skynsemina. Þessir eiginleikar eru þeim æðri og vinstrimenn hafa ekkert svar gegn þeim.

4. Ekki að óttast. Vinstrimenn eru hrekkjusvín sem eru hræddir við óttalaust, glaðlegt fólk - sem veit að það hefur rétt fyrir sér. Aldrei, aldrei freistast til að örvænta að staða hægrisins sé vonlaus. Þetta er mest notaða blekkingin hjá vinstrimönnum, sem vill að hægri menn gefist upp fyrirfram án þess að berjast (Hamingjusamir stríðsmenn gefast aldrei upp).

5. Vertu í sókn. Vegna þess að vinstrið hefur engan siðferðilegan grundvöll, er „vald“ vinstrimanna skammvinnt - þegar barist er, mun það hrynja eins og Berlínarmúrinn.

Eina sem vantar, er að stofna hægri sinnaðan og markaðshyggjusinnaðan stjórnmálaflokk. Hann er ekki til á Íslandi í dag.  Það þýðir að hægri menn eru sundraðir í dag og eiga engan flokk sem berst fyrir þá. Þeir kjósa því það sem líkist mest hægri flokki og þeir verða alltaf fyrir vonbrigðum þegar ný ríkisstjórn er stofnuð, sem er eins konar samsull tveggja eða þriggja flokka með útþynnta hugmyndaskrá fyrir stjórnarsamstarf.

Á meðan stækkar bálkið eins og sveppur á skít. Skemmst er að minnast orða Thomas Möller sem sagði: „Yfirbygging okkar litla lands er orðin allt of stór“. Thomas Möller spurði á þingi hvort Íslendingar myndu byrja með því að setja á stofn 180 ríkisstofnanir og 40 ríkisfyrirtæki, 700 ráð og nefndir til að halda kerfinu gangandi ef lýðveldið yrði stofnað í dag. Hvers vegna er þetta svona í dag? Jú, það er enginn markaðssinnaður stjórnmálaflokkur til í dag á Íslandi sem vill minnka umsvif ríkisins.

Ert þú til fyrir ríkið eða á ríkið að vera til fyrir þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Ég var einmitt að hugsa eitthvað á þessum nótum um daginn. Reyndar var nú í mínum huga helsta vandamál pólitíkur hér á skerinu og Vesturlöndum flestum, að allir þessir flokkar eru einhverskonar miðjumoð til vinstri, eða með öðrum orðum stæling á Bandarískum demókrötum, en engir repúblikanar aðrir en nær ósýnilegir og hlédrægir smáhópar sem ég kann varla að nefna .

Ég var áðan að lesa um ungliðahreifingar þessara fasistísku demókrata, sem rétt í þessum skrifum mínum eru að mótmæla yfirheyrslum RÚV klíkumanna, en hafa þó aldrei lyft fingri til stuðnings Júlíans Assange, sem fær bara að rotna í breskri dýflissu fyrir að sýna stríðsglæpi bestu vina Bidens.

Jónatan Karlsson, 18.2.2022 kl. 16:02

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan. Takk fyrir innlitið. Þessi grein átti að stríða aðeins vinstri menn og hlæja aðeins um leið.

Þó að ég gagnrýni vinstri mennsku, þá er ekki þar með sagt að allar hugmyndir þeirra séu slæmar. Það sem fer alltaf illa með þá er að stefnan sem á að koma þessu mörgu góðu hugmyndum breytist alltaf í alræðisstefnu. Það er vandamálið. Hópurinn er tekinn fram yfir einstaklinginn. Það er það sem ég er að gagnrýna.

Ég er dálítill bóndi í mér, rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum, enda kominn af bændum þúsund ár aftur í tímann og vil sinna mínu í friði. Ég vil því að höfðingjarnir (í dag ríkisvaldið) troði mér ekki um tær! Hahaha! Láti mig og mitt framtak í friði. Einföld stefna.

Hvað varðar blaðamenn og gögn sem þeir nota, hvar liggja eiginlega mörkin? Veit ekkert hvað er satt í þessu meinta morðtilræði og farsíma sem stolinn var.  En segjum svo sem er, að þetta sé satt að reynt hafi verið að drepa skipstjóra (eiturbyrlun er morðtilraun) og farsíma hans stolið, þá réttlætir ekkert þær gjörðir blaðamanna að nota illa fengin gögn fengin með ólöglegum hætti. Ótrúlegt en satt, er að sumir (ekki t.d. blaðamenn DV) blaðamenn réttlæta slíkan gjörnað.Annað væri kannski í lagi ef t.d. ríkisstarfsmaður flettir af spillingu ríkisstjórnar, svo að dæmi sé tekið, og lætur blaðamenn fá gögn í hendur. 

Blaðamenn verða eins og lögreglumenn að fara eftir lögum landsins. Siðferðislega séð, þá held ég enginn, ekki einu sinni blaðamenn sjálfir, vilji að einhverjir gramsi í einkalífi þeirra sem farsími er í dag.

Svo er það hin hliðin, þegar uppljóstrarar eins og Assange og Snowden, eru að birta opinber gögn og flétta af samsærum og lögbrotum. Mér skilst að þeir njóti ákveðina réttinda í BNA.  Sum sé opinber gögn verus einkagögn.

Ætla ekki að dæma um þessi mál, nema að benda á að þetta er hárfín lína sem menn, blaðamenn og uppljóstrar, verða að passa sig á að detta ekki af. Þetta eru ekki svart hvít mál.

Birgir Loftsson, 20.2.2022 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband