Í júlí 2019 tilkynntu eþíópískir embættismenn að yfir 350 milljónir trjáa hefðu verið gróðursettar í Eþíópíu á 12 klukkustunda tímabili, sem gæti slegið met Indlands um 50 milljónir trjáa gróðursett á einum degi, sem hafði staðið síðan 2016, segir í frétt BBC.
Embættismenn báru ábyrgð á því að telja fjölda trjáa sem sjálfboðaliðar voru að gróðursetja, en meira en 23 milljónir Eþíópíubúa tóku þátt. Sumum opinberum skrifstofum var lokað til að leyfa opinberum starfsmönnum að taka þátt. Þar að auki voru það ekki bara embættismenn og sjálfboðaliðar sem stóðu í röðum til að gróðursetja þessi tré. Embættismenn og einkafyrirtæki gengu til liðs við niðursetningu trjáplantna, auk starfsmanna og fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu og diplómatískum hersveitum (heimild Interesting Enginering).
Af hverju er ekki hægt að fara sömu leið á Íslandi? Þetta samsvarar að þessar 23 milljónir manna að meðaltali plantað 14 plöntur á mann. Þetta er 1-2 klst vinna á mann. Eþíópía er þróunarríki og ætti ekki að hafa efni á þessu en vegna þess að vinna var unnin í sjálfboðavinnu, var bara að ræða efniskostnað og umsýslukostnaður.
Víðsvegar um heim er verið að vinna kraftaverk í landheimt, s.s. í Norður-Kína og frægur er gróðurkraginn sem á að liggja meðfram Sahara eyðimörk og búa til lífbelti.
Við Nessand og Hafnarsand á Landgræðsla ríkisins stórt landsvæði sem illa gengur að rækta vegna fjárskort.
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sjálft að græða upp svæði á Hafnarsandi en ekki hef ég orðið var við stórátak þar en aðeins tvö hundruð þúsund trjáplöntur gróðursettar.
Mér skilst, samkvæmt vef Skógræktarinnar í frétt frá 2013 að "þegar best lét, á árinu 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna á einu ári. Nú hafa þessi afköst dregist verulega saman vegna niðurskurðar á fjárlögum íslenska ríkisins og allt stefnir í að árleg gróðursetning á þessu ári verði aðeins um 3,5 milljónir plantna. Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt birki. Þannig tekur náttúran sjálf virkan þátt í skóggræðslunni."
Hvernig væri að fara í þjóðarátak,sem ég held að Íslendingar myndu glaðir taka þátt í, úthluta þeim ókeypis trjáplöntur til gróðursetningar. Þetta væri gert viðsvegar um landið en hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, væri einnig að hægt að nýta land Landgræðslunnar í sveitarfélaginu Ölfus. Stutt er að fara og tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir Jón og Gunnu.
Okkur vantar verndara, einhvern sem kemur svona máli áfram. Vigdís Finnbogadóttir var einmitt slíkur stuðningsmaður og það sem stendur eftir af hendar forsetaferli er skógrækt og vernd íslenskrar tungu. Ég hef ekki orðið var við að núverandi forseti sé verndari íslensku tungu eða lands. Hvað eru annar áhersluefni hans? Þetta er tilvalin verkefni fyrir forseta Íslands.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | 9.2.2022 | 09:05 (breytt kl. 11:28) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.