Er anglósaxneska heimskipanin á enda?

Tkkkkk

Táknmynd fallandi veldis Bandríkjanna. Fall Kabúls, Afganistan

Eins og allir vita hafa enskumælandi menn, fyrst Englendingar, Bretar og svo Bandaríkjamenn ráðið förinni í skipan heimsmála. Breska heimsveldið var á sínum tíma öflugra en Bandaríkin í dag.

Það var öflugara að því leytinu til að þegar það gerði innrás inn í land, þá hélt það því en Bandaríkin hafa kosið að stjórna og ráða án þess að halda landsvæði með sama efnahagslegum árangri og Bretar.

Þegar breska heimsveldið stóð sem hæst var það stærsta heimsveldi sögunnar og í meira en öld var það fremsta heimsveldið. Árið 1913 hafði breska heimsveldið völdin yfir 412 milljónum manna, 23 prósent jarðarbúa á þeim tíma, og árið 1920 náði það yfir 35.500.000 km2 (13.700.000 fermílur), 24 prósent af heildarlandsvæði jarðar.

Breska heimsveldið leið undir lok í seinni heimsstyrjöld, það varð gjaldþrota og missti andleg yfirráð yfir þegnum heimsveldisins. En við tóku frændur þeirra í Bandaríkjunum. Það réði þó ekki heiminum eitt og Sovétríkin (Rússland) og Kína risu upp sem veldi. Sovétríkin sem super power eða risaveldi en Kína óx uns það er komið í stöðu risaveldis í dag.

Þegar Sovétríkin liðu undir lok 1991, hafa Bandaríkin (með Bretland í taumi eins og hund) reynt að stýra atburðarásinni allar götur síðar.

Blekkingin um hver stjórnar hefur virkað, því að allir vilja trúa að Bandaríkin eru enn við stjórnvölinn. Þetta er eins og eftir seinni heimsstyrjöld, það tók nokkur ár fyrir breska heimsveldið að leysast upp. Sama með Óttómannaveldið eftir fyrri heimsstyrjöld. Innantóm völd.

Elítugrúppur í London og Washington hafa háð leynistríð og harðkjarna diplómatsíu til að tryggja völdin. En nú hafa komið áskoranir. Þær koma þegar risaveldið Bandaríkin sýnir veikleika og allsendis ófær maður situr í forsetastólnum. Afhroðið var snauðuleg brotthvarf og hernaðarósigur í raun í Afganistan, ekki bara á alþjóðavettvangi, heldur einnig í Bandaríkjunum sjálfum. Álitshnekkurinn er svo mikill að ekki er hægt að bæta hann.

Nú spenna Bandaríkjamenn vöðvanna til að halda andliti í Úkraníu(tala í sífellu um komandi árás) en spila eftir handbók Pútíns. Hann þarf ekki að gera innrás, bara að láta Bandaríkjamenn missa álit og veikja yfirráð þeirra í Evrópu og það er að takast. Frakkar þykkjast ætla að bjarga málum (dreymir um að vera ráðandi veldi í Evrópu og gert það í 60 ár) og Þjóðverjar fylgja eftir. Líklega ná þeir "samkomulagi" við Rússa um frið en það þýðir í raun að Bandaríkjamönnum er óbeint ýtt út úr Evrópu. Evrópumenn útkljá evrópsk mál.

Þetta hefði verið óhugsandi fyrir en ekki lengri tíma en fyrir einu ári, þegar Trump neyddi NATÓ-þjóðir til að auka fjárlög til hermála. Hugsa sér að Bandaríkin feli Frakka og Þjóðverja að semja um "frið" í Úkraníu. Ég veit ekkert um hvort það verði stríð í Úkraníu en mér hefur fundist frá upphafi, að þetta hafi verið "gunboat policy" eða vopnaskaks diplómatsía hjá Pútín.

Í bakgrunni hefur nýtt rússnesk-kínversk bandalag verið fest í sessi, sem kallar á nýjan alþjóðlegan öryggisarkitektúr sem verndar hagsmuni fólks allra þjóða.

Það eru núna þrjú risaveldi í heiminum (kannski fjögur, því allir gleyma Indlandi sem er orðið mjög öflugt ríki), það eru Bandaríkin, Kína og Rússland rekur restina.

Þrátt fyrir að Rússland er hernaðarlega öflugt, þá getur það ekki stundað alþjóðlegan stríðsrekstur eins og Bandaríkin og alls ekki staðið í tveimur stríðum í einu. Þeir rétt réðu við að stunda takmarkaðan hernað í Sýrlandi. Sama má segja um Kína. Það er svæðisveldi ennþá. Það getur gert árás á Bandaríkin en ekki hertekið landið og sama má segja um Bandaríkin, þau geta ekki tekið Kína (hernaðaráætlanir gera ráð fyrir strandhernað á meginlandi Kína ef til stríðs kemur vegna Taívan).

En það er komið svo að efast er að Bandríkin geti staðið í tveimur stríðum í einu lengur, þótt það geti staðið í einu stríði hinum megin á hnettinum. 

Klaufaskapurinn og vanhæfni Biden stjórnar hafa rekið Rússa og Kínverjar í fang hvers annars, þjóðir sem eru náttúrulegir óvinir og deila 4000 km löngum landamærum. Það er afrek út af fyrir sig. Á meðan er Biden að gera eigið land gjaldþrota og háir menningarstríð gegn eigin borgurum.

Hvar standa Íslendingar í öllu þessu? Jú, við erum örþjóð sem vill ekki einu sinni halda uppi sýndarvarnir. Við höfum verið á yfirráða svæði annarra þjóða síðan 1262/64. Fyrst Noregs, svo Danmörk, svo Bretlands (sem meira segja sendu herlið inn í landið) og svo Bandaríkjamanna. Við erum sum sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Ekki slæmt, þar sem þeir hafa að mestu látið okkur í friði og eiga það sameiginlegt með okkur að vera lýðræðisríki. Hver setur Ísland í vasann ef þeir hverfa á braut? Bandaríkjamenn gerðu það 2006 en eru að koma til baka vegna eigin hagsmuna.

Veldi enskumælenda þjóða er kannski ekki á enda, en þær eru ekki lengur einar um hituna. Og hvað ef Rússar og Kínverjar standa saman gegn Bandaríkjunum...hvað þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvað sagði ég ekki? Macron þykkist hafa leyst deiluna sem var aldrei deila í sjálfu sér, bara refskák alþjóðastjórnmála.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/08/macron_segist_hafa_sannfaert_putin/

Birgir Loftsson, 8.2.2022 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband