Hvernig er hægt að spara í ríkisútgjöldum

 

 

1) Leggja niður RÚV, sparnaður  6-7 milljarðar eða sem samsvarar ein jarðgöng á ári. Aðrir fjölmiðlar hafa betra íslenskt sjónvarpsefni en RÚV.

2) Minnka umsvif utanríkisþjónustunnar. T.a.m með fækkun sendiráða – hafa eitt fyrir Evrópusambandið, eitt fyrir BNA og Ameríku í heild, eitt fyrir Norðurlönd, eitt fyrir Asíu og eitt fyrir Afríku. Íslenskar ræðismannaskrifstofur (ólaunaðar) sjái um að aðstoða íslenska ríkisborgara í nauð um allan heims eins og áður. Sparnaður: 8 - 10 milljarðar.

3) Sameining ráðuneyta, það er verið að gera það núna. Veit ekki um sparnaðinn sem af því hlýst. Núverandi ríkisstjórn gerir hið gagnstæða og fjölgar ráðuneytum, stækkar bálknið.

4) Sveitarfélögin verða jafn mörg og sýslur landsins með eina stjórnsýslueiningu í hverri - höfuðstað - sem styrkir landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðið.  Umtalsverð sjálfsstjórn í boði fyrir þessar stjórnsýslueiningar. Sparnaður: Milljarðar.

5) Lögum um Landhelgisgæsluna breytt - verður hernaðarstofnun. NATÓ borgar fyrir öll tæki og tól samkvæmt reglum þess. Umsvif aukast umtalsvert og um leið sparast milljarðar og fjárhagslegur stuðningur bandamanna við varnir og landhelgisgæslu landsins tryggður.

6) Afnám sjómannaafsláttar. Útgerðir látnar borga sjómönnunum mannsæmandi laun. Milljarða sparnaður.

7) Kvótin tekinn eignarnámi og endurúthlutaður (leigður frá ári til árs). Margra milljarða hagnaður og sparnaður – aukinn skattstofn fyrir ríkissjóð.

8) Styrkir til bænda lækkaðir en skattalækkanir í staðinn. Milljarða sparnaður.

9) Engir skattar á ný fyrirtæki fyrstu 2 árin sem þau starfa (erlent fjármagn streymir inn og verður að framtíðar skattstofni).

10) Fjármagnsskattur lækkaður aftur niður í 15%. Fleiri fyrirtæki stofnuð = meiri skatta.

11) Verðtryggð lán megi ekki bera meira en 3% vexti hámark (sem þýðir að fyrirtæki og heimili standa undir sjálf sig og geta borgar áfram skatta - minna atvinnuleysi = minni atvinnuleysisbætur).

12) Eignir fjársýsluglæframanna gerðar upptækar meðfram fangelsisdóma sem skila mun tugi milljarðar inn í þjóðarbúið.

13) Kerfisbundin unnið að breyttri löggjöf sem tekur á spillingu í öllu samfélaginu og þegar spillingin er gott sem horfin, munu milljarðar rata lokst í rétta vasa – vasa ríkisins – Íslendinga.

Þetta eru aðeins hugmyndir skjóta upp í kollinn og eru vel framkvæmalegar. Sumar krefjast mikið átak en munu spara í tíma nær og fjær. Af hverju er enginn í raun að endurskipuleggja samfélagið í heild – allsherjar uppstokkun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband