George Hegel

GeorgeGeorge W.F. Hegel (1770-1831) heimspekurinn þýski, skrifaði áhugaverðar hugrenningar um gang sögunnar. Hann sagði að breytingar séu afleiðingar sögulegra afla og því hafi einstaklingurinn engin raunveruleg völd til að stýra straumnum og sögufljótið hrífi hann með sér. Annað sem hann sagði og mér finnst vera hárrétt en það er að sköpunarafl einstaklingsins sé bundið tíðarandanum (Geist Zeit). Og hann tekur dæmi: ,,Þótt mikill snillingur reyni að skrifa eins og Shakespiere eða sinfóníur í anda Beethoven á 20. öld yrðu verk hans alltaf óekta eftirhermur, hversu hæfileikaríkur hann annars væri." M.ö.o. geti maður ekki losað sig úr viðjum hinnar díalektísku framvindu. Þetta er ég sammála, tíðarandinn er einstakur og verður ekki endurtekinn. Til dæmis áttunda áratugurinn sem spilaði miklu hlutverki í lífi manns. Maður sér unglingana stæla þetta tímabil, fara í ,,búninga" en ekkert er hið sama. Það er meiri spurning um fyrri hugleiðingar Hegel um að einstaklingur sé leiksoppur örlaganna eða sögulegrar framvindu. Er það rétt?

Áhrif hans hafa verið þó nokkur á margvíslega hugsuði, þeirra á meðal hafa verið aðdáendur hans (F.H. Bradley, Sartre) og andstæðingar hans (Kierkegaard, Schopenhauer,Heidegger, Schelling). Hann er einkum þekktur fyrir tilraun sína til að setja fram altumvefjandi verufræðilegt kerfi frá rökréttum upphafspunkti.

Það má ekki gleyma áhrif Hegels á stjórnmálastefnur frá hans tímum til loka Sovétríkjanna (kannski ennþá).  Segja má að hann sé forfaðir tveggja voldugra stjórnmálastefna: kommúnismans og fasistamans á 20. öld.

Það má skipta fylgendum Hegels í tvær andstæðar fylkingar: Vinstri og hægri Hegelisma.

Sumir sagnfræðingar hafa talað um að áhrif Hegels hafi haft áhrif á tvær ólíkar fylkingar fylgismanna. Hægri Hegelistar, ef svo má kalla þá, en það eru lærisveinar Hegel í Friedrich-Wilhelms-háskólanum, en þeir boðuðu rétttrúnað að hætti mótmælenda og pólitíska varfærni á eftir tíð Napóleons. Vinstra Hergelistar, einnig þekktur sem yngri Hegelistar, túlka Hegels með byltingarkennd skilningi, og eru þeir talsmenns trúaleysis í trúmálum og frjálslynds lýðræði í stjórnmálum.

Í nýlegum rannsóknum, hefur þessi skilningur á hugmyndafræðinni verið dregið í efa. Enginn Hegelisti á ofangreindu tímabili leit á sig sem ,,Hægri Hegelista" sem var í raun móðgunarorð sem fundið var upp af David Strauss, sjálfskipaðan Vinstri Hegelista. Gagnrýni á Hegel sem vinstri Hegelistar boðuðu, leiddi heimspeki Hegels inn á nýjar brautir og varð að lokum til að mynda óeðlilega stór hluti af bókmenntum um Hegel.

Vinstra Hegelistar höfðu einnig bein áhrif á Marxismann sem stjórnmálahreyfingu, sem aftur á móti varð innblástur að alþjóðlegum hreyfingum byltingamanna; og leiddi til rússnesku byltinguna; kínverska byltingina, og mýmargra byltingarkennda stefna til okkar daga.

Tuttugustu aldar túlkun á Hegel var að mestu mótað af breskri hughyggju; rökrétta raunhyggju, Marxismi, og fasisma.

Ítalski fasistinn Giovanni Gentile, hefur þann vafasama heiður að hafa verið mest áberandi ný - Hegelisti í allri sögu vestrænnar heimspeki og hefur smán saman verið gerður að opinberum heimspekingi fasisma á Ítalíu."

Í nútímanum, og allt  frá falli Sovétríkjanna, hafa nýjar stefnur í anda Hegel risið á Vesturlöndum, án forhugmynda eða áhrifa frá fyrri heimspekiskólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband